Er ekki dagurinn í dag yndislegur?

 

Fyrir mér snýst þessi spurning um val. Ég vaknaði við vekjaraklukkuna í morgun og það fyrsta sem ég hugsaði var: „OMG, ég nenni ekki á fætur! Nenni ekki að fara að læra. Nenni ekki að setja í vél, brjóta saman þvott, versla í matinn og allt hitt sem ég þarf að gera. Bara nenni því ekki!"

En þegar ég var búin að „snúsa" vekjarann í tvígang valdi ég jákvæðnina. Ég valdi jákvæðnina því ég veit að dagarnir mínir, þegar ég vel að vera jákvæð, eru miklu betri en hinir. Þetta er alltaf spurning um val. Ég vel það sjálf hvernig ég bregst við aðstæðum. Já, hvernig ÉG bregst við aðstæðum. Ég get aldrei valið hvernig aðrir bregðast við. Ég vel bara fyrir mig :)

Þetta er svo mikið lykilatriði. Grundvöllur að mörgu leyti fyrir því að ráða eigin „örlögum", ef ég get tekið svoleiðis til orða. Hvað VIL ég og hvað VEL ég.

Á hverjum einasta degi eigum við samskipti við fólk. Hvort sem um er að ræða vini, ættingja, vinnufélaga, skólafélaga eða til dæmis fólk sem veitir okkur þjónustu. Á hverjum degi stöndum við líka frammi fyrir því að fá ekki algjörlega það sem við viljum, hlutir og aðstæður eru ekki alltaf okkur í hag. En hvernig bregðumst við við? Ég valdi mér eina mjög góða leið fyrir mörgum árum, leið sem hefur hjálpað mér mikið í samskiptum við fólk. Ég valdi mér að lifa eftir þeim formerkjum að „koma fram við aðra eins og ég vil að komið sé fram við mig."

Það, að „koma fram við aðra eins og ég vil að komið sé fram við mig" hefur að mörgu leyti snúið lífi mínu til hins betra. Mér gengur miklu betur að eiga samskipti við fólk, mér gengur miklu betur að velja jákvæðni fyrir mig og mér gengur miklu betur að eiga við sjálfa mig. Því þetta á líka við um mig sjálfa. „Að koma fram við sjálfa mig eins og ég vil að aðrir komi fram við mig." Þetta er nefnilega líka þannig að maður þarf að vera góður við sjálfan sig, elska sjálfan sig og virða sjálfan sig. Ekki bara aðra.

Þegar ég valdi jákvæðni í morgun, fyrir daginn MINN í dag, þá varð allt eitthvað svo viðráðanlegra. Ég vil eiga góðan dag. Ég hef eytt allt of mörgum dögum, vikum, mánuðum, já og árum í að vera döpur, velta mér upp úr því að ég hafi lent í hinu og þessu. Gerði sjálfa mig að fórnarlambi, setti sjálfa mig inn í járngirt búr, læsti og henti lyklinum. Föst í eigin vanlíðan. Ég komst ekki út úr búrinu - ég var svo föst í að „aðrir gerðu mér þetta. Það vill enginn vera með mér. Ég á bara skilið það versta!" Ég skildi ekkert í því af hverju ég væri ekki hamingjusöm, af hverju mér liði ekki betur, af hverju ég væri ekki svona og svona betri, af hverju aðstæður mínar væru eins og þær voru. En svo áttaði ég mig á því að ég er minn eigin gæfusmiður. Enginn getur breytt mér eða gert líf mitt betra nema ég sjálf. ÉG þarf að vinna vinnuna í mínu eigin lífi.

Ég hef oft sagt að í lífinu séu ekki til vandamál, aðeins lausnir. Það tók mig áralanga baráttu við sjálfa mig og alltof mikla vanlíðan að fara að trúa þessu. Ég barðist á móti. Skildi bara ekki þessa einföldu staðreynd að ÉG og aðeins ÉG gæti breytt mér og minni líðan. Það skiptir ekki máli hvað aðrir segja og gera - það sem skiptir máli er hvernig ÉG ætla að bregðast við því - fyrir MIG. Að skilja og trúa að lífið væri ekki vandamál. Að skilja að þegar einar dyr lokast þá opnast aðrar! Lífið er fullt af tækifærum, fullt af opnum dyrum. Í staðinn fyrir að stara á lokuðu dyrnar fór ég að líta í kringum mig og skoða allar opnu dyrnar. Þvílík snilld. Hvernig ætla ég að leysa þær þrautir sem lífið leggur fyrir mig? Þessar þrautir eru nefnilega ekki vandamál - því það er til lausn. Það er alltaf til lausn og alltaf möguleikar á því að halda áfram, með jákvæðni og með bros að vopni.

Bros er smitandi. Svo mikið er víst. Það er eins og H1N1. Bráðsmitandi. Eini munurinn er auðvitað sá að vil viljum bros, en við viljum ekki H1N1 J Bros gerir okkur jákvæð. Bros sem við fáum til baka gerir okkur líka jákvæð.

Í áraraðir eyddi ég lífinu í vanlíðan, eyddi lífinu í að velta mér upp úr öllu því sem hafði komið fyrir mig. Ég sat og grét og bölvaði og vorkenndi sjálfri mér. Fann mér ýmsar leiðir til að halda mér á botninum, halda mér í vanlíðan. Halda mér ofan í djúpu svörtu holunni sem ég var búin að búa mér til í huganum. Ég sá ekki, eða öllu heldur vildi ekki sjá að dagurinn í gær er liðinn. Það er alveg sama hvað ég geri í dag - ég breyti ekki því sem gerðist í gær. Ég get bara lært af því - og gert betur. Ég veit heldur ekki hvað mun gerast á morgun. Ég hef líka eytt alveg gríðarlega mikilvægum tíma í mínu lífi í vanlíðan vegna þess ókomna og þess óþekkta. „Hörmungarhyggja" er það víst kallað. Að búast alltaf við hinu versta. Gera ekki hluti vegna þess að ég býst við að það klúðrist. „Allt klúðrast hjá mér. Ég get ekki gert neitt rétt. Af hverju ætti þetta að ganga upp hjá mér? Ég á það ekki skilið". Hugsanir á borð við þessar héldu mér niðri. Ég tók enga sénsa. „Vissi" fyrirfram að ekkert myndi ganga upp hjá mér!

En vissi ég það? Nei. Auðvitað ekki. Í staðinn fyrir að taka sénsinn, gera það sem ég gæti til að lifa lífinu lifandi, þá gerði ég allt sem ég gat til að vera áfram á botninum. Fann mér ótrúlegustu leiðir til að refsa sjálfri mér fyrir hvað ég væri glötuð. Gerði alls konar óskynsamlega hluti. Kom ekki alltaf vel fram við aðra. Í eigin fórnarlambs „þokumistri" voru margir dagar fullir af gremju, sjálfselsku, stjórnleysi, biturleika, ósanngirni, ósannsögli. Enginn mátti vita hvað ég var að ganga í gegnum. Ég hefði getað gert svo margt skynsamlegt. En ég hef líka ákveðið að fyrirgefa sjálfri mér þessi ár. Það þjónar engum tilgangi að sitja hér í dag og velta mér upp úr því sem ég hefði getað gert einhverntímann. Því dagurinn í gær er liðinn. Alveg sama hvað ég geri í dag - þá er gærdagurinn liðinn. Það sem ég get gert í dag er að endurtaka ekki alla þessa vanlíðan. Ég get horft fram á veginn, horft á daginn í dag. Get gert mitt allra besta til að dagurinn í dag verði minn besti dagur :)

Hvað ætlar ÞÚ að gera í dag svo dagurinn ÞINN verði góður?

Með ást og kærleika

Berglind


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Berglind - alltaf svo flottir pislarnir þínir :-)  takk fyrir þetta

Ákvað einnig í morgun að vera glaðir í dag en í gær........

kv Margrét

Margrét Friðþjófsdóttir (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 10:28

2 Smámynd: Sigrún Óskars

innlitskvitt

gott að lesa þessa jákvæðni

Sigrún Óskars, 18.3.2010 kl. 10:51

3 identicon

maður þarf klárlega að gera bloggið þitt að reglulegu stoppi - frábær lestning og eins og talað út úr mínum munni....það er engin nema maður sjálfur sem ber ábyrgð á mér og minni líðan :)

Góða helgi

Berglind (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Elísa Berglind Sigurjónsdóttir

Höfundur

Rósirnar heilsurækt, breytt og betri líðan
Rósirnar heilsurækt, breytt og betri líðan
Berglind er leiðbeinandi hjá Rósunum heilsurækt, Hátúni 12, Reykjavík. Hægt er að koma á tvö námskeið hjá Rósirnar heilsurækt: Breytt og betri líðan (BBL)og Zumba/lates. BBL er lokað námskeið. Þetta er hópur kvenna sem vill breyta og bæta sína líðan og setja sig sjálfar í fyrsta sæti. Zumba/lates er byggt upp þannig að fyrstu 30-35 mínúturnar er Zumba og styrktaræfingar úr fit-pilates prógramminu teknar í restina. Frábær námskeið! Leitaðu upplýsinga! e.berglind@simnet.is
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Spurt er

Hefur þú prófað fit pilates?

Nýjustu myndir

  • auglýsing 10092011
  • konulíkami IIII
  • konulíkami III
  •  MG 4782(20x25)
  • MECCA II

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband