Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Miðvikudagur til uppörvunar og gleði

Í dag er miðvikudagur. Á miðvikudögum erum við oft þreyttar, slen í okkur, við hugsum oft á miðvikudögum að það sé langt til helgarinnar og við eigum bara já, mjög oft eitthvað bágt á miðvikudögum. En það er alveg í lagi. Við þurfum bara að vera meðvitaðar um að þetta sé svona og um leið að passa okkur á því að gefa okkur sjálfum ekki lausan tauminn í þessu neikvæða. Það er óskaplega margt gott við miðvikudaga J Það er MIÐ vika. Jafn mikið búið af vikunni og það sem er eftir af henni. Við horfum á daginn í dag og hugsum okkur einfaldlega að í dag skuli vera frábær dagur í okkar annars frábæra lífi. Í dag höfum við tækifæri til að láta okkur líða vel. Í dag getum við látið gott af okkur leiða – fyrir okkur sjálfar – og fyrir aðra J

 

Hreyfing er nauðsynlegur þáttur í lífi okkar. Að hreyfa sig að minnsta kosti þrisvar í viku er virði gulls. Að hreyfa sig er það besta sem við getum gert fyrir heilsuna, við aukum þrek okkar og öðlumst vellíðan sem skilar sér í öllu sem við gerum. Flestir sem komast í gott form ljóma af jákvæðri útgeislun, þeir brosa meira og ósjálfrátt verður gaman að vera nálægt slíku fólki.

 

Hreyfing hefur gríðarlega góð áhrif á andlega heilsu og eitt sinn sagði mjög góður læknir mér að „besti vinur þunglyndis væri hreyfingarleysi“. Mikið ofsalega er það rétt. Við getum unnið á þunglyndi, depurð, lélegu sjálfsmati og sjálfsmynd með því að hreyfa okkur reglulega. Það skiptir miklu máli að sú hreyfing sem við veljum okkur sé skemmtileg fyrir okkur, að við njótum þess að fara í leikfimi og taka á. Sumum hentar að vera í hóp eins og þeim sem Rósirnar standa fyrir. Slíkur Lífsstílshópur getur gert kraftaverk. Bara það eitt að hugsa um það að nú í kvöld munum við hittast og spjalla, grínast, taka á, svitna, vera við sjálfar og njóta þess, slaka á og hlæja aðeins líka, getur alveg bjargað deginum. Líkamsræktin dreifir huganum og þegar við hreyfum okkur framleiðir líkaminn vellíðunarhormón.

 

 Munið – það er ekkert til sem heitir vandamál – bara lausnir. 

 

En munum þó að auðvitað erum við ekki fullkomnar J Sem er bara mjög gott og við viljum bara einfaldlega jafnvægi milli mataræðis, huga og hreyfingar J Engar öfgar. Það er ekkert auðvelt að breyta um lífsstíl einn, tveir og þrír og er ekkert hrist fram úr erminni. Þetta gerist með markmiðasetningu, við verðum að vita hvað við viljum. Við tökum lítil skref í einu. Tökum ekki allan pakkann og ráðumst á allt saman í einu. Þetta er huglægt. Það er hugarfarið okkar sem drífur okkur áfram. Við breytum hugsunum okkar. Ein jákvæð hugsun í stað neikvæðrar getur komið í veg fyrir heilan her af neikvæðum hugsunum. Við þurfum að læra að viðurkenna að við erum ekki fullkomnar og við eigum góða daga og við eigum slæma daga og alltaf er tækifæri fyrir nýjan dag, nýjar jákvæðar hugsanir, annað skref, annað jákvætt skref í áttina að lífsstílnum sem okkur langar til að búa okkur. Enginn er fullkominn og allir missa einhvern tímann úr æfingu eða detta í óhollan mat og gera eitthvað sem þeir ætluðu ekki – en það er alls ekki endalok alls J Á morgun er nýr dagur, ný markmið, ný tækifæri. 

Gærdeginum get ég ekki breytt, hann er kominn og farinn. Sama hvað ég bölva og ragna, sparka og lem – ég get engu breytt um það sem gerðist í gær.

Morgundagurinn er óþekkt stærð, hann er X. Ég veit ekki hvað gerist á morgun. En ég veit að hann er tilefni til að viðhalda markmiðum og draumum.

Dagurinn í dag er dagurinn minn. Í dag ætla ég að lifa lífinu lifandi. Í dag ætla ég að fylgja markmiðum mínum. Í dag ætla ég að gera það sem ég get til að mér líði sem allra best.

 

 Guð, gefðu mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. 

Einn dag í einu J

Þið eruð yndislegar og þið eruð duglegar J Bara halda áfram að vera duglegar að koma í leikfimina allavega 3x í viku, borða reglulega og fá sér einu sinni á diskinn J Hugsa jákvætt og hugsa um YKKUR sjálfar J

 

Lúv,

Berglind


Já - mikið er þetta yndislegt

Í gær var fyrsti fundurinn hjá Sjálfshjálparhóp Rósanna. Alltaf svolítið skrýtið að byrja svona starf :) En þetta var mjög gott, við náðum vel saman og allir gátu tjáð sig. Næsti fundur verður eftir tvær vikur :) í Guðríðarkirkju í Grafarholti.

Það er merkilegt að horfa yfir svona hóp eins og okkar. Þar sem svona mikil eining hefur náðst. Við erum svo ólíkar, höfum ólíkan bakgrunn, en samt deilum við á margan hátt líkri reynslu. Glímum við sömu atriðin. Sem betur fer eru sumar okkar sem glímum við minna en hinar. Allar erum við til staðar fyrir hverja aðra. Þetta er gríðarlegur styrkur.

Hver ein og einasta var sammála um hve hópurinn væri góður, hve gott það væri að koma í tímann, finna samkenndina, finna þarna góðu straumana, finna vináttuna, þarna er alltaf brosað, þarna þekkjumst við. Þarna er okkar húmor. Við myndum okkar gleði og okkar jákvæðni.

Að vera þarna fyrir okkur sjálfar - við erum þarna eins og við erum. Engin er að spá í það hvernig hin er. Þarna erum við frjálsar til að vera við sjálfar. Njótum þess að hreyfa okkur, svitna og taka á. Gerum æfingarnar eins og við sjálfar getum - ekki í neinni keppni við hina.

Komum kannski í tíma pirraðar en förum úr tíma glaðar.

Stöðin er með þetta frábæra andrúmsloft sem er svo gott. Að hittast alltaf aðeins fyrir hvern tíma og spjalla um daginn og veginn, hlæja, grínast, segja frá einhverju, deila uppskriftum, tala um handavinnu, spjalla aðeins meira eftir tímann. Geta varla beðið eftir næsta tíma. Lítil stöð, notalegt umhverfi, æðislegur andi ríkjandi.

Engin pressa á vigtina. Engin pressa á hopp og högg. Engin pressa á flókin spor. Bara byggt á annarri og góðri fjölbreytni.

9. október ætlum við að hafa diskóþema í tímanum okkar :) Mæta í einhverju diskótengdu - æfa okkur við diskótónlist - fara svo í pottinn og tjilla :)

Nú í byrjun október fer svo matarklúbburinn okkar af stað :)

Vitið þið - þetta er yndislegur félagsskapur - frábærlega uppbyggjandi - frábærlega gefandi

Og vitið þið annað - ég fæ að leiða þetta allt saman :) Mikið er líf mitt auðugt.

Kærar þakkir

Lúv,

Berglind


Ég ætla að lifa lífinu lifandi

 

  • Í dag er dagur í frábæra lífinu mínu.
  • Ég byrja eða held ótrauð áfram breytta lífsstílnum mínum í dag. Ég ætla að sætta mig við fortíðina og líta á hana sem nauðsynlegan hluta af mér og einstaka reynslu sem ég nýti mér framvegis í þeim eina tilgangi að gera mig sterkari.
  • Allir góðir hlutir koma til mín í dag. Ég ætla að vera hugrökk og láta hverjum degi nægja sína þjáningu. Ég ætla að taka einn dag í einu.
  • Ég er þakklát fyrir að vera á lífi. Lífið er yndislegt ef maður lætur ekkert aftra sér frá því að njóta þess.
  • Ég sé fegurð alls staðar í kringum mig. Ég lít í kringum mig og sé fegurð fjalla, trjáa, mína eigin fegurð, fegurð fjölskyldunnar minnar, fegurð lífsins. Lífið er fegurð.
  • Ég er full af eldmóð og finn tilgang í lífi mínu. Það er ástæða fyrir því að ég fæddist. Ég ætla að njóta þess að vera til.
  • Ég gef mér tíma til að hlæja og brosa á hverjum degi. En ég ætla líka að muna að það koma dagar þegar allt virðist ömurlegt. Þá ætla ég ekki að refsa mér fyrir að vera niðurdregin. Ég ætla að muna að niðursveiflan þarf ekki að vera löng og ég kann leiðir til að stytta hana.
  • Ég er vakandi og ég er lifandi. Ég ætla að gera það sem ég get til að halda því áfram.
  • Ég einblíni á allt það góða í lífinu , umhverfinu og þakka fyrir allt. Ég er ákaflega þakklát fyrir allt sem ég hef. Þegar ég hugsa um allt sem ég hef í kringum mig og alla möguleikana sem við mér blasa þá er ég þakklát. Ég ætla líka að muna að vera þakklát fyrir allt sem ég hef fengið að reyna. Reynslan hefur mótað mig og styrkt mig.
  • Ég ætla að hafa frið innra með mér og vera sátt við sjálfa mig og allt í kringum mig.
  • Ég ætla að elska sjálfa mig og njóta þess að vera ég, vera með mér og gera það sem ég get fyrir sjálfa mig svo mér líði vel áfram.
  • Ég er frjáls til að vera ég sjálf og ég ætla að muna hve frelsið til að vera ég sjálf er dýrmætt.
  • Ég er einstök manneskja. Engin önnur manneskja er eins og ég.
  • Ég er þakklát fyrir að vera ég.
  • Ég ætla að búa mér til raunhæf markmið til að geta gert líf mitt eins og ég vil hafa það.
  • Ég ætla að taka lítil skref í einu og horfa á einn dag í einu.
  • Deginum í gær get ég ekki breytt, hann er fortíð, hann er búinn og farinn. Ég get lært af honum og tileinkað mér með skynsemi og þakklæti það sem miður fór til að geta gert betur. Ég get litið á allt það góða sem gerðist og nýtt mér það sem lærdóm til að halda áfram að gera vel. Morgundagurinn er framtíð, óráðin gáta sem ég get ekki séð hvernig verður og get því ekki ákveðið hvernig verður.
  • En það sem gerist í dag er nútíð. Ég get ráðið því. Ég get haft áhrif á það sem ég geri í dag, það sem ég geri núna. Það ætla ég að gera. Ég lifi fyrir daginn í dag og geri mitt allra besta til að dagurinn í dag verði besti dagurinn minn.

Vigtin - vinur eða óvinur?

Vigtin getur verið okkar helsti óvinur. Ef við einblínum um of á vigtina getur það tafið ferðalag okkar á leið til betra lífs og bættari lífsstíls. Við setjum okkur takmark um að léttast um x-mörg kíló á x-löngum tíma. Svo kemur að vigtunardegi og vigtin sýnir ekki það sem við viljum sjá. Hvað gerist? Jú, við verðum daprar, leiðar, sjokkeraðar, brjálaðar, vonsviknar og svo framvegis. Þótt við ætlum okkur ekki að verða það – þá gerist það samt. Þessar tilfinningar skjóta upp kollinum jafnvel þótt við vitum að við höfum staðið okkur vel, höfum ekkert svindlað, höfum farið oft í ræktina, höfum misst sentimetra. Samt kemur þessi depurð og þetta vonleysi. Okkur finnst við vera á byrjunarreit.

En hugsið ykkur! Okkur líður líka svona þótt við vitum að við höfum gert það sem við ætluðum ekki, þótt við höfum ekki mætt í ræktina, ekki borðað hollt, ekki farið eftir markmiðinu. Það kemur sama tilfinningin. Við verðum samt vonsviknar, leiðar, sárar, daprar. Þetta er svo ótrúlega huglægt. Allt er þetta í höfðinu. Það skiptir í raun engu máli hvort við erum þetta mörg kíló eða ekki ef okkur líður ekki vel andlega og erum ekki ánægðar með okkur – sem er algjört grundvallaratriði.

Af hverju þurfum við að vera að vigta okkur ef það gefur okkur ekki neitt annað en sársauka? Gleymum vigtinni. Horfum í spegil. Að sjálfsögðu megum við vigta okkur – svo framarlega að við látum tölurnar á vigtinni ekki stjórna því hvernig okkur líður. Vigtin er alveg ágæt til síns brúks og getur alveg verið vinur - en hún má ekki ráða því hvernig okkur líður. Hún má ekki stjórna. Málið er að breyta um lífsstíl. Borða oftar, borða reglulega, borða minna í einu - einu sinni á diskinn :) Hreyfa sig reglulega :) Hugsa jákvætt. Setja sér markmið og taka lítil skref í einu. Ekki setja sér það háleit og stór markmið strax í upphafi að þau verði dæmd til að falla.

Ef við sjáum okkur feitar – þá sjá aðrir okkur örugglega feitar, ef við sjáum okkur fallegar – þá sjá aðrir okkur fallegar, ef við brosum framan í heiminn – þá brosir heimurinn framan í okkur. Finnum okkur góðar og haldbærar jákvæðar rökréttar hugsanir í staðinn fyrir þessar neikvæðu sem eiga ekki réttá sér. Við erum allar svo einstakar og svo yndislegar. Við vitum þetta og þurfum að trúa því. Enginn er eins og við. Það er það fallega við lífið. Lífið er alltaf fullt af vandamálum. Það er best að horfast í augu við það og ákveða að vera hamingjusamur þrátt fyrir það

Sjálfshjálparhópurinn - byrjar í NÆSTU viku

Sjálfshjálparhópurinn okkar byrjar á þriðjudaginn í næstu viku :)

Þriðjudaginn 22. september kl. 17:00

Staðsetning verður kynnt í tímum í vikunni.....


Sjálfshjálparhópurinn - byrjar í vikunni

Markmiðið með sjálfshjálparhópnum er:

að efla eigin bjargráð með því að deila reynslu okkar og hlusta á reynslu annarra. Nýta reynslu annarra á jákvæðan hátt fyrir okkur sjálfar og aðra.

Það að deila reynslu og vonum gerir okkur kleift að sýna gagnkvæman stuðning og gefa góðar ráðleggingar. Hver hópmeðlimur ber ábyrgð á því að halda hópnum gangandi og að spjara sig sjálfur. Í hópnum eru allir jafnir og allir meðlimir hópsins búa yfir reynslu sem nýtist við að taka á sameiginlegum viðfangsefnum. Allir hafa tækifæri á að koma skoðunum sínum og líðan á framfæri og hafa áhrif á starf hópsins.

Helstu kostir þess að taka þátt í sjálfshjálparhóp:

·         Stuðlar að samkennd og gefur gildi. Það að finna að maður sé ekki einn að glíma við erfiðleika og erfiðar tilfinningar eða málefni sem maður getur ekki rætt annarsstaðar  gefur manni þau áhrif að finnast maður þátttakandi í samfélaginu.

·         Afmarkar línur til að takast á við tilfinningar og tilveru. Þetta er fastur punktur í tilverunni, maður veit að þarna getur maður sagt allt sem maður vill í algjörum trúnaði. Maður heyrir reynslusögur annarra og getur tileinkað sér það og nýtt sér það sem maður telur þurfa. Sjálfshjálparhópur er oft mjög fjölbreyttur og gott að fá mismunandi viðmið. Hópurinn gefur manni svo eitthvað að hugsa um fram að næsta fundi.

·         Eykur sjálfstraust og stuðlar að meiri og betri virkni í lífinu.

·         Hjálpar til við að koma hugsunum í orð sem eru ekki túlkuð sem varnarhættir eða fordómar innan hópsins. Maður getur sagt allt sem maður vill án þess að verða dæmdur fyrir.  Maður nýtur fulls skilnings.

·         Eykur félagsleg tengsl og virkni. Maður er oft í hættu á að einangra sig og sjálfshjálparhópur getur hjálpað manni sem öruggur vettvangur.

·         Svo er svo gaman að tilheyra hópi sem maður á svona margt sameiginlegt með. Fundir þurfa ekki alltaf að snúast um vandamál – jafn nauðsynlegt er að slá á létta strengi J


Lífsstíll / árangur og markmið - námskeiðið er byrjað :)

Lífsstíll / árangur og markmið – Rósirnar

Tímarnir eru opnir fyrir konur sem þurfa mikið aðhald, mikinn stuðning og hvatningu. Konur sem hafa leitað árangurslaust leiða til að breyta um lífsstíl geta fundið hér hjá okkur þann stuðning sem þær þurfa. Margt verður í boði til að aðstoða í átt til hinnar beinu brautar, einstakt aðhald, góð fræðsla, ómetanlegur stuðningur, einföld en mjög fjölbreytt leikfimi 3 sinnum í viku, þar sem boðið er upp á styrkjandi og liðkandi æfingar sem bæta líkamlegt þrek og andlega líðan. Engin hopp eða högg á líkamann, aðeins léttar æfingar sem koma öllum í gott form. Unnið með raunhæf, en háleit markmið – eitt skref í einu.

Það sem er frábært við námskeiðið okkar er að hér er alltaf opið fyrir nýjar konur. Alltaf er hægt að koma nýr í hópinn og tekið er fagnandi á móti hverjum og einum. Við vinnum með framtíðina í huga. Það er ekki einblínt á vigtun og mælingar heldur horfum við á spegilinn og metum okkur sjálfar út frá honum. Við munum hafa sem markmið að láta okkur líða vel með okkur sjálfar, auka sjálfstraustið og í leiðinni að ná tökum á mataræði, sjálfstrausti og þyngd. Námskeiðið verður opið fyrir konur sem þurfa á því að halda að vera í svona hópi, þurfa að fá stuðning, þurfa að fá hvatningu - og vilja það :)

Tölvupósturinn verður mikið notaður sem samskiptatæki þar sem sendar verða hvatningar og fræðsla og einnig geta meðlimir sent inn matardagbækur sínar til að fá álit – en hitaeiningar verða ekki taldar í þessu námskeiði Markmiðið er að borða léttar máltíðir 4-6 sinnum á dag, borða flestan mat en fá sér einu sinni á diskinn. Sjálfshjálparhópur verður starfræktur hjá Rósunum í vetur, aðra hverja viku, þar sem hægt er að koma og tjá sig í algjörum trúnaði og deila með hinum í hópnum ýmsum málum sem á okkur hvíla. Þær taki þátt sem vilja :)

Það verður matarklúbbur í gangi þar sem hist verður nokkrum sinnum í vetur, nokkrar taka sig saman, elda nýjar og hollar uppskriftir og bjóða hinum í klúbbnum að koma og borða. Þannig náum við að smakka hollar uppskriftir sem við kannski myndum ekki elda annars, lærum að elda þær, hristum saman hópinn og njótum samverunnar og styðjum í leiðinni hver aðra. Þær taki þátt sem vilja :)

Til viðbótar er ætlunin að hittast nokkrum sinnum yfir veturinn og gera eitthvað skemmtilegt saman. Fá góða fyrirlesara til að hvetja okkur áfram, sýnikennslu í matargerð, hafa aðventukvöld, snyrtikvöld, huggulegar stundir í pottinum, út að borða, diskóþema í ræktinni, kvöldgöngur í vor, endalausar hugmyndir :)

Mánudagar 18:30
Miðvikudagar 18:30
Föstudagar 17:00

Á laugardögum kl. 11:00 verða svo tímar í boði, þar sem gert er ráð fyrir að annan hvern laugardag verði sundleikfimi og hinn laugardaginn leikfimi þar sem kennarar stöðvarinnar skipta laugardögunum á milli sín. Þetta skapar mikla og skemmtilega fjölbreytni :)

Forgangsraðaðu og settu sjálfa þig í fyrsta sæti ! Þetta er einstaklingsmiðað námskeið !

Verð:
Haustkort til áramóta, 3x í viku kr. 40.000 (plús allir opnir tímar í stöðinni)

Árskort, leikfimi 10 mánuðir, salur 2 mánuðir kr. 79.000 (leikfimi frá sept til júní, salur júlí/ágúst)

Árskort, ef staðgreitt fyrir 20. september kr. 69.000 (leikfimi frá sept til júní, salur júlí/ágúst)

Athugið að flest stéttarfélög niðurgreiða líkamsrækt fyrir félagsmenn sína.

Innifalið í verðinu er aðgangur að potti og laug, opnum tímum í Mecca Spa og aðgangur að tækjasal.

Endilega hvetjið þær konur sem þið þekkið og vitið að hefðu áhuga á því að vera með að koma :) Þessir tímar eru til að hjálpa þeim sem þurfa aðhald, hvatningu, stuðning og skemmtilegan félagsskap :)

Ég hlakka til að sjá ykkur – sem flestar :)

Látið í ykkur heyra :)

Lúv,
Berglind

Endilega kíkið á heimasíðu Mecca Spa og sjáið hvað er í boði :) www.meccaspa.is

 


Yndislegu Rósir :)

Hve lífið er dásamlegt :)

Bleikrautt ský getur flutt okkur staða á milli ef við leyfum því að gera það.
Við getum leyft okkur að lifa í hamingju og gleði. Um leið og við skynjum að sú leið er fær ef við stjórnum því sjálfar - þá erum við færar í flestan sjó.

Hve oft höfum við ekki setið og barmað okkur yfir því að hlutirnir séu ekki eins og við viljum að þeir séu? Þegar lausnin er ef til vill aðeins fólgin í því að við stöndum upp og berum okkur eftir henni :) Lausnin er nær okkur en við höldum oft :)

Við erum hver og ein svo sérstök, svo einstök og svo dásamleg. Engin okkar er eins, en allar berum við sjálfar ábyrgð á því að okkur líði vel, að við séum hamingjusamar, að við getum brosað, að við getum lifað í sátt við okkur sjálfar og aðra. Við eigum góða að, góða vini sem við getum fundið stuðning hjá. Hópur eins og Rósirnar er frábær leið til að fá stuðning og kraft :)

Við sjálfar skiptum mestu máli. Ef við erum ekki sáttar við okkur sjálfar þá er mjög erfitt að vera sáttur við aðra kafla lífsins.

"Hamingjan er ekki fólgin í því að gera það sem þú hefur ánægju af, heldur að hafa ánægju af því sem þú gerir"

Það er gaman. Lífið hefur upp á svo margt gott að bjóða - ef við bara gefum okkur tækifæri til þess að njóta þess :)

Ekkert er vandamál :) Aðeins eru til lausnir :) Ef við hugsum þannig - gæti allt orðið svo miklu einfaldara :)

Njótið lífsins - njótið dagsins :)

Um bloggið

Elísa Berglind Sigurjónsdóttir

Höfundur

Rósirnar heilsurækt, breytt og betri líðan
Rósirnar heilsurækt, breytt og betri líðan
Berglind er leiðbeinandi hjá Rósunum heilsurækt, Hátúni 12, Reykjavík. Hægt er að koma á tvö námskeið hjá Rósirnar heilsurækt: Breytt og betri líðan (BBL)og Zumba/lates. BBL er lokað námskeið. Þetta er hópur kvenna sem vill breyta og bæta sína líðan og setja sig sjálfar í fyrsta sæti. Zumba/lates er byggt upp þannig að fyrstu 30-35 mínúturnar er Zumba og styrktaræfingar úr fit-pilates prógramminu teknar í restina. Frábær námskeið! Leitaðu upplýsinga! e.berglind@simnet.is
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Spurt er

Hefur þú prófað fit pilates?

Nýjustu myndir

  • auglýsing 10092011
  • konulíkami IIII
  • konulíkami III
  •  MG 4782(20x25)
  • MECCA II

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband