Nýtt tímabil hjá okkur Rósunum er að hefjast í kvöld :)

Róleg og ljúf leikfimi fyrir stærri konur :) En „stærð“ er afstæð. Allt sem þarf er vilji til að vera með, fúsleiki til að breyta lífsstílnum og löngun til að vera í skemmtilegum félagsskap kvenna sem glíma við sömu vandamál og þú. Það eru allar konur velkomnar.

Forgangsraðaðu sjálfri þér í fyrsta sæti og vertu með okkur - gerðu það besta fyrir sjálfa þig! Mjög margar konur setja sjálfar sig aftarlega í forgangsröð þeirra verka sem vinna þarf á daginn. Flest allt annað kemur á undan. Svo þegar kemur að því að þær ætla að hugsa um sig, þá er dagurinn búinn, orkan búin og viljinn búinn. Góða nótt :/ En þessu geturðu breytt. Staðreyndin er sú að enginn nema þú getur breytt þessu. Með því að stunda reglubundna hreyfingu 3 sinnum í viku gerirðu heilmikið fyrir þig. Styrkir vöðva líkamans, hjarta og æðakerfi, styrkir stoðkerfi líkamans svo eitthvað sé nefnt. Án nokkurs vafa er það svo andlega hliðin sem lyftist upp. Líkaminn framleiðir „gleðihormón“, endorfín, þegar við hreyfum okkur. Við það eykst með tímanum gleði okkar og jákvæðni, sjálfsstyrkur og sjálfsmynd. Andlega hliðin fær upplyftingu ekki síður en hin líkamlega.

Einstök nálgun á viðfangsefninu, mikil hvatning og utanumhald! Rósirnar vinna út frá jákvæðni, sjálfsmynd, sjálfsstyrkingu, gleði, viðhorfum og hvernig breyta megi neikvæðum hugsunum í jákvæðar. Nokkurs konar hugrænt atferli. Lykill að vellíðan er eigið sjálfsmat og fyrst af öllu þurfum við að byggja upp gott og heilbrigt mat á okkur sjálfum og tilverunni. Byrjum á að breyta hugarfarinu, þar er lykillinn.

Enginn gerir þetta fyrir þig – þú gerir þetta sjálf! En það ert líka þú sem uppskerð eins og þú sáir :) og nýtur ávaxtanna.

Fyrsta vikan er frí til prufu :) Sjáumst kl. 18:00 í kvöld. 

Endilega hafið samband í e.berglind@simnet.is

Njótið dagsins.

Lúv, Berglind

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Elísa Berglind Sigurjónsdóttir

Höfundur

Rósirnar heilsurækt, breytt og betri líðan
Rósirnar heilsurækt, breytt og betri líðan
Berglind er leiðbeinandi hjá Rósunum heilsurækt, Hátúni 12, Reykjavík. Hægt er að koma á tvö námskeið hjá Rósirnar heilsurækt: Breytt og betri líðan (BBL)og Zumba/lates. BBL er lokað námskeið. Þetta er hópur kvenna sem vill breyta og bæta sína líðan og setja sig sjálfar í fyrsta sæti. Zumba/lates er byggt upp þannig að fyrstu 30-35 mínúturnar er Zumba og styrktaræfingar úr fit-pilates prógramminu teknar í restina. Frábær námskeið! Leitaðu upplýsinga! e.berglind@simnet.is
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Spurt er

Hefur þú prófað fit pilates?

Nýjustu myndir

  • auglýsing 10092011
  • konulíkami IIII
  • konulíkami III
  •  MG 4782(20x25)
  • MECCA II

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband