Þriðjudagur til þakklætis, til sælu og til gleði

Góðan daginn elskurnar mínar :)

Í dag ætla ég að staldra aðeins við.

Ég ætla að taka upp töfrasprotann minn og ég ætla að dreifa yfir ykkur töfradufti. Í þessu töfradufti eru allar bestu óskir mínar ykkur til handa. Aðeins allt það besta fyrir ykkur því þið eigið það skilið. Þið eigið skilið að umvefja ykkur sjálfar sælu og gleði og vera þakklátar ykkur sjálfum fyrir að gefa ykkur tækifæri á því að að næra ykkur, bæði á sál og líkama.

Dragið ykkur Orð dagsins - Gullkorn Berglindar á morgnana og farið yfir þau og túlkið fyrir daginn. Þetta eru orð sem sett eru saman fyrir ykkur. Gefið ykkur sjálfum gaum og veljið hvernig þið ætlið að hefja hvern dag. Veljið ykkur hugarfar dagsins og viðhorf.

Líkamsþjálfun 3x í viku er í raun lágmark og þyrfti að komast í vikuskipulagið hjá öllum. Eins og ég hef oft sagt ykkur þá er besti vinur þunglyndis og depurðar hreyfingarleysi. Með hreyfingarleysi er hægt að draga úr svo ótal mörgu jákvæðu.

Þegar við stundum líkamsþjálfun og reynum á okkur, framleiðir líkaminn endorfín, sem er oft kallað „gleðihormón, eða vellíðunarhormón". Stundum erum við algjörir snillingar í að finna okkur alls kyns afsakanir fyrir því að mæta ekki í ræktina. Hver hefur ekki sagt: „Æ, ég er svo þreytt eitthvað". „Æ, ég er með höfuðverk". „Æ, ég er með verk í fætinum, í fingrinum, þarf að fara heim og elda, þarf að fara heim og lesa, þarf að gera þetta, þarf að gera hitt".

Okkur finnst oft mjög margt annað vera mikilvægara en þessi bráðnauðsynlegi þáttur í okkar eigin heilbrigði, heilsu og vellíðan - mjög margt annað sem við tökum fram yfir okkur sjálfar.

Hér fyrir neðan er linkur á smá myndbandsbrot, (tekur um 1 mínútu). Endilega horfið á þetta. Þarna er spurningin, hvaða afsökun hefur þú fyrir að mæta ekki í ræktina? :)

http://www.youtube.com/watch?v=obdd31Q9PqA

Allar breytingar á okkar lífi og lífsmynstri eru erfiðar. Það er erfitt að taka af skarið og setja inn margar litlar máltíðir í stað 2ja til 3ja stórra áður. Þetta er átak og krefst vilja og löngunar. Allt sem þarf er löngun til að gera það og vilji til að framkvæma. Við vorum ekki aðeins einn dag að breyta lífsmynstrinu til hins verra. Við verðum ekki heldur einn dag að breyta því til baka. Um leið og við áttum okkur á því, þá mun okkur ganga betur. Þessi leið sem við höfum valið okkur að fara, hún tekur tíma en hún er greiðfær, hún er opin, hún er auðrötuð og hún er góð. Það er gott að feta sig eftir þessari braut. En eins og ég segi, það tekur meira en einn dag að feta þessa braut og verður gert í smáum skrefum. Raunhæfum skrefum.

Matur er ekki hættuleg vara. Við þurfum að læra að umgangast matinn af nærgætni. Við þurfum líka að læra að það er sumt sem hæfir okkur ekki sem hæfir öðrum. Rétt eins og sumir þurfa að taka lyf til dags daglega til að halda sjúkdómum í skefjum, þá gætum við þurft að sneiða hjá einhverjum fæðutegundum til að halda okkar lífi og líkamsþyngd í skefjum. Það er engin skömm að því. Það er aftur á móti reisn. Að bera með reisn þá sjálfsögðu lífsnautn sem fylgir því að gera það sem við getum til að okkur líði sem best.

Hvað þurfum við að gera til að okkur líði sem best? Jú, rækta sálina og rækta líkamann. Það er ekkert mjög flókið reikningsdæmi - er það?

Verum þakklátar. Við höfum svo margt til að vera þakklátar fyrir og svo margt til að gleðjast yfir.

 

Munið að:

  • skrifa hjá ykkur í matardagbók að minnsta kosti einn dag í viku
  • hugsa jákvætt og fallega um ykkur sjálfar oft á dag
  • taka lítil skref og einn dag í einu
  • rækta sál og líkama
  • þakka fyrir hvern dag
  • lesa gullkorn Berglindar

 

Í lokin:

Vil ég senda stóra bæn, stórt knús, stóra væntumþykju og kærleika til Öddu sem nú liggur heima með brotinn ökkla. Elsku yndislega Adda okkar. Það er hræðilegt að vita af þér heima að drepast úr verkjum! Farðu eins vel með þig og þú mögulega getur svo þú komist sem fyrst á ról. Haltu huganum jákvæðum og jafn yndislegum og þú átt vanda til. Ekki gefa upp á bátinn allan þann árangur sem þú varst búin að ná :) Knús á þig ljúfan.

Þangað til næst,

Ást og friður

Berglind


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

frábært blogg. góðir straumar til ykkar frá mér :)

sirrý sif sigurlaugar (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 05:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Elísa Berglind Sigurjónsdóttir

Höfundur

Rósirnar heilsurækt, breytt og betri líðan
Rósirnar heilsurækt, breytt og betri líðan
Berglind er leiðbeinandi hjá Rósunum heilsurækt, Hátúni 12, Reykjavík. Hægt er að koma á tvö námskeið hjá Rósirnar heilsurækt: Breytt og betri líðan (BBL)og Zumba/lates. BBL er lokað námskeið. Þetta er hópur kvenna sem vill breyta og bæta sína líðan og setja sig sjálfar í fyrsta sæti. Zumba/lates er byggt upp þannig að fyrstu 30-35 mínúturnar er Zumba og styrktaræfingar úr fit-pilates prógramminu teknar í restina. Frábær námskeið! Leitaðu upplýsinga! e.berglind@simnet.is
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Spurt er

Hefur þú prófað fit pilates?

Nýjustu myndir

  • auglýsing 10092011
  • konulíkami IIII
  • konulíkami III
  •  MG 4782(20x25)
  • MECCA II

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband