Hugleiðing í einlægni

Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli.

Ég vil lifa einn dag í einu og njóta hverrar stundar meðan hún líður og sætta mig við að vegurinn til friðar og sátta sé varðaður erfiðleikum. Ég vil taka þessum heimi eins og hann er, ekki eins og ég vildi að hann væri. Ég veit að ég mun eiga dimma daga og ég veit að ég mun eiga bjarta daga í lífinu. En með því að kjósa að taka eitt skref í einu, lifa einn dag í einu, velja fyrir mig, velja það sem ég veit að er best fyrir mig þá kemst ég vel af. Nægjusemi og hófsemi er af hinu góða. Ég veit að ég þarf að gera mér grein fyrir því að engar tvær manneskjur eru eins. Ég er dásamleg eins og ég er, rétt eins og allir hinir. Hjálpa mér að standa með sjálfri mér, standa fast á mínu, hugsa jákvæðar hugsanir um sjálfa mig í staðinn fyrir neikvæðar. Hvettu mig áfram á lífsleið minni. Þessari leið sem ég ætla að fara og lifa lifandi. Lifa eins vel og ég get.

Allt sem ég á í hjartanu er miklu meira virði en það sem ég gæti eignast af veraldlegum gæðum. Ég vil hugsa jákvætt og hugsa með þakklæti í huga. Ein jákvæð hugsun getur hrakið hundrað neikvæðar hugsanir á brott. Ég veit að ég get gert margt gott og látið gott af mér leiða. Það geri ég best með því að hugsa fyrst og fremst vel um sjálfa mig.

Mig langar að vinna verk mitt á degi hverjum. Mig langar að geta gert það sem ég þarf að gera á hverjum degi. En ef hinar myrku stundir örvæntingarinnar yfirþyrma mig þá vil ég ekki gleyma að ég á huggun og ég veit hvað ég þarf að gera til að mér líði betur. Ég vil minnast allra góðra stunda. Allra bjartra tíma. Bernskubreka, unglingaþors, ungmennagalsa, foreldrahlutverks. Allir hljóta að eiga bjartar stundir sem hægt er að minnast. Hvernig sem viðrar, hvaða dagur sem er, á hvaða aldri sem er. Ég vil geta minnst þeirra góðu stunda sem ég hef átt. Ég vil geta í sátt tekið með mér úr fortíðinni það sem er gott og skilið hitt eftir. Ég veit að fortíðin er fortíð. Dagurinn í gær er liðinn, hann get ég aldrei fengið aftur. Alveg sama hvað ég vil það heitt, eða vil það alls ekki. Hann er liðinn. Ég get gert hann upp, get fyrirgefið, get sæst við hann og svo látið kyrrt liggja og haldið áfram með daginn í dag. Dagurinn á morgun er ekki byrjaður. Ég veit ekki hvað verður á morgun. Alveg sama hvað ég vil það heitt. Ég veit það ekki. En í dag, núna.......ég veit hvað er núna. Og núna ætla ég að gera allt sem ég get til að mér líði vel. Ég ætla að lifa lífinu lifandi.

Ég vil muna að fátækt og ríkidæmi eru oft andlegs eðlis. Allt sem ég geri get ég stýrt sjálf. Hugarfari mínu get ég stýrt. Ef ég er fátæk get ég stýrt því hvernig ég hugsa um það og tek á því andlega. Það sama er með ríkidæmi. Það er hægt að láta hvorutveggja hlaupa með sig í vitleysu. Ég ætla að muna að ég get bara stjórnað mínum eigin gjörðum og orðum, mínum eigin framkvæmdum og látbragði. Aldrei annarra. Það er alveg sama hvað ég geri eða segi, ég get aldrei borið ábyrgð á því hvernig aðrir bregðast við.

Ég vona innilega að mér takist að vera sátt við hugsanir mínar og gjörðir og að þær verði þess eðlis að ég sé sátt við sjálfa mig þó að heimurinn líti ekki við mér. Ég vona að ég muni alltaf vera meðvituð um stjörnurnar og himininn, fjöllin og árnar, fallega landslagið og gróðurinn. Ég vona að augu mín muni alltaf verða björt og opin svo þau geti séð hvað heimurinn getur verið fallegur. Ég vona að mér takist að lifa án þess að dæma aðra því þá dæmi ég ekki sjálfa mig. Ég óska þess að í lífinu fylgi mér frekar fáir og traustir góðir vinir sem taka mér fyrir mig, eins og ég er, en ekki margir miður góðir vinir. Mér skal takast að vera þakklát fyrir lífið, jákvæð til sjálfrar mín og lífsins og nýta hverja stund sem ég hef til að gera það sem ég get til að lifa lífinu lifandi. Ég leita hamingjunnar og veit að ég mun finna hana.

 

Með einlægni og auðmýkt.

Ég sjálf.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Elísa Berglind Sigurjónsdóttir

Höfundur

Rósirnar heilsurækt, breytt og betri líðan
Rósirnar heilsurækt, breytt og betri líðan
Berglind er leiðbeinandi hjá Rósunum heilsurækt, Hátúni 12, Reykjavík. Hægt er að koma á tvö námskeið hjá Rósirnar heilsurækt: Breytt og betri líðan (BBL)og Zumba/lates. BBL er lokað námskeið. Þetta er hópur kvenna sem vill breyta og bæta sína líðan og setja sig sjálfar í fyrsta sæti. Zumba/lates er byggt upp þannig að fyrstu 30-35 mínúturnar er Zumba og styrktaræfingar úr fit-pilates prógramminu teknar í restina. Frábær námskeið! Leitaðu upplýsinga! e.berglind@simnet.is
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Spurt er

Hefur þú prófað fit pilates?

Nýjustu myndir

  • auglýsing 10092011
  • konulíkami IIII
  • konulíkami III
  •  MG 4782(20x25)
  • MECCA II

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband