Yndislegu Rósir :)

Hve lífið er dásamlegt :)

Bleikrautt ský getur flutt okkur staða á milli ef við leyfum því að gera það.
Við getum leyft okkur að lifa í hamingju og gleði. Um leið og við skynjum að sú leið er fær ef við stjórnum því sjálfar - þá erum við færar í flestan sjó.

Hve oft höfum við ekki setið og barmað okkur yfir því að hlutirnir séu ekki eins og við viljum að þeir séu? Þegar lausnin er ef til vill aðeins fólgin í því að við stöndum upp og berum okkur eftir henni :) Lausnin er nær okkur en við höldum oft :)

Við erum hver og ein svo sérstök, svo einstök og svo dásamleg. Engin okkar er eins, en allar berum við sjálfar ábyrgð á því að okkur líði vel, að við séum hamingjusamar, að við getum brosað, að við getum lifað í sátt við okkur sjálfar og aðra. Við eigum góða að, góða vini sem við getum fundið stuðning hjá. Hópur eins og Rósirnar er frábær leið til að fá stuðning og kraft :)

Við sjálfar skiptum mestu máli. Ef við erum ekki sáttar við okkur sjálfar þá er mjög erfitt að vera sáttur við aðra kafla lífsins.

"Hamingjan er ekki fólgin í því að gera það sem þú hefur ánægju af, heldur að hafa ánægju af því sem þú gerir"

Það er gaman. Lífið hefur upp á svo margt gott að bjóða - ef við bara gefum okkur tækifæri til þess að njóta þess :)

Ekkert er vandamál :) Aðeins eru til lausnir :) Ef við hugsum þannig - gæti allt orðið svo miklu einfaldara :)

Njótið lífsins - njótið dagsins :)

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Elísa Berglind Sigurjónsdóttir

Höfundur

Rósirnar heilsurækt, breytt og betri líðan
Rósirnar heilsurækt, breytt og betri líðan
Berglind er leiðbeinandi hjá Rósunum heilsurækt, Hátúni 12, Reykjavík. Hægt er að koma á tvö námskeið hjá Rósirnar heilsurækt: Breytt og betri líðan (BBL)og Zumba/lates. BBL er lokað námskeið. Þetta er hópur kvenna sem vill breyta og bæta sína líðan og setja sig sjálfar í fyrsta sæti. Zumba/lates er byggt upp þannig að fyrstu 30-35 mínúturnar er Zumba og styrktaræfingar úr fit-pilates prógramminu teknar í restina. Frábær námskeið! Leitaðu upplýsinga! e.berglind@simnet.is
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Spurt er

Hefur þú prófað fit pilates?

Nýjustu myndir

  • auglýsing 10092011
  • konulíkami IIII
  • konulíkami III
  •  MG 4782(20x25)
  • MECCA II

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband