Hvatning í upphafi mánaðar

Berglind

Góðan daginn elsku stelpurnar mínar,

 

Hvað segið þið gott í dag?

 

Ohhh, tíminn tíminn tíminn. Hann er svo fljótur að líða. Ég setti árið 2011 upp sem ár heilsunnar. Nú eru tveir mánuðir liðnir af árinu og mér finnst árið rétt byrjað. Við erum búnar að skoppa um í ræktinni í heila tvo mánuði. Það er alveg ótrúlegt - en engu að síður SATT.

 

Hvernig er ykkur búið að ganga það sem af er? Eruð þið að ná ykkar markmiðum?

 

Það eru búin að vera mikil veikindi allsstaðar í kringum okkur í vetur og okkar litli hópur hefur ekki farið varhluta af því.

 

Eruð þið nokkuð að gefast upp skvísur? Veikindi mega ekki draga úr okkur löngunina og ákefðina til að halda áfram. Vissulega draga veikindi úr orkunni okkar og það leggst vissulega misþungt á okkur að vera veikar, en ef við höldum einbeitingunni og höfum hugann áfram við raunhæfu markmiðin og litlu skrefin þá er ekkert sem ætti að aftra okkur frá því að snúa til baka í ræktina eftir veikindin. Við þurfum þó að hafa í huga að fara rólega af stað.

ENGA LETI! KickYourAss

Hver hefur ekki upplifað að nenna alls, alls ekki að fara í leikfimina núna, en ákveða svo að drífa sig? Finna svo þessa yndislegu tilfinningu sem fyllir mann þegar tíminn er búinn og endorfínið streymir um líkamann. Ohhh, ekkert er betra.

 

Stelpur - það má ALLTAF finna sér tíma til að rækta líkama og sál. Það getur ekki verið að við séum svo uppteknar að við getum ekki gefið okkur sjálfum þessa mikilvægu gjöf sem hreyfing er! Líkamsrækt á að vera skemmtileg og okkur á að líða vel í ræktinni og staðan er þannig að tilhlökkun ætti að ráða för - ekki skyldurækni, þótt vissulega sé það að hluta til skyldurækni sem rekur mann af stað sérstaklega í upphafi.

 imagesCAV74Z3V

Það eru óteljandi tegundir af hreyfingu til og það ættu ALLIR að geta fundið hreyfingu við sitt hæfi. Ég held að óhætt sé að fullyrða að ALLIR geti fundið hreyfingu við hæfi.

 

Nokkrar ykkar ákváðu í upphafi að vera 3 mánuði - það er einn mánuður eftir af því tímabili. Hvernig væri að nýta sér þann tíma súper vel?

 

Líkamsrækt ætti að vera skemmtileg - ekki síst vegna þess að um leið og við æfum og styrkjum líkamann þá styrkjum við og styðjum andlega líðan.

 

Sjálfsrækt líkama og sálar er ferðalag og uppskeran eða árangurinn fer eftir því hvernig sáningin var. Þú uppskerð eins og þú sáir. Þetta tekur tíma. En veistu - þú nærð árangri.

imagesCA2OIYWZ

Líkami og sál eru að mestu leyti sami hluturinn og hvort tveggja verður að rækta samhliða.

 

Ég hvet konur sem eru að hugsa um að fara að gera eitthvað fyrir sig varðandi rækt á líkama og sál að hætta að hugsa um það og bara fara og framkvæma það :) Á Íslandi er yndisleg flóra fjölbreyttra tækifæra í hreyfingu og líkamsrækt og það er um að gera að finna það sem hentar.

 

Fyrsta skrefið gæti verið að hafa samband við mig - ég get hjálpað ykkur af stað :) e.berglind@simnet.is eða 891-6901

cat_4

Faðmlag, bros og ást     

Berglind


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Elísa Berglind Sigurjónsdóttir

Höfundur

Rósirnar heilsurækt, breytt og betri líðan
Rósirnar heilsurækt, breytt og betri líðan
Berglind er leiðbeinandi hjá Rósunum heilsurækt, Hátúni 12, Reykjavík. Hægt er að koma á tvö námskeið hjá Rósirnar heilsurækt: Breytt og betri líðan (BBL)og Zumba/lates. BBL er lokað námskeið. Þetta er hópur kvenna sem vill breyta og bæta sína líðan og setja sig sjálfar í fyrsta sæti. Zumba/lates er byggt upp þannig að fyrstu 30-35 mínúturnar er Zumba og styrktaræfingar úr fit-pilates prógramminu teknar í restina. Frábær námskeið! Leitaðu upplýsinga! e.berglind@simnet.is
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Spurt er

Hefur þú prófað fit pilates?

Nýjustu myndir

  • auglýsing 10092011
  • konulíkami IIII
  • konulíkami III
  •  MG 4782(20x25)
  • MECCA II

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband