Ferðalag í átt að breyttri og bættri líðan.

Markmiðið er að gera það sem við getum til að okkur líði betur á sál og líkama á hverjum degi.

 

Ferðalagið sem við erum að fara í þarf ekki að vera leiðinlegt eða þreytandi. Þetta verður skemmtilegt og krefjandi, og umfram allt árangursríkt. En það er sama hvað við tökum okkur fyrir hendur – allt sem við gerum byggir á okkar eigin elju, framkvæmdasemi, dugnaði og jákvæðu hugarfari. Umfram allt jákvæðu hugarfari. Svona ferðalag getum við ekki farið í ef hnefinn einn á að ráða för. Við erum að gera þetta fyrir okkur og okkar heilsufar.

 

Við erum hér á okkar eigin forsendum, hver fyrir sig. Sumar okkar vilja létta sig, aðrar styrkja. En hverjar svo sem forsendur okkar eru, þá erum við hér, allar saman og heildarmarkmið okkar er það sama - að gera það sem við getum til að okkur líði betur á sál og líkama á hverjum degi. Annars værum við ekki hér. Styðjum hverja aðra, brosum og höfum gaman að þessu.

 

Hér eru nokkrir punktar sem ég hef sett upp. Það er mjög gott að hafa þessa punkta uppivið, þar sem við sjáum þá og getum lesið og gripið í hvenær sem er.

 

©     Breytt og bætt líðan er til frambúðar. Ekki til næstu fjögurra eða sex vikna. Þetta er ferðalag til framtíðar.

©    Það þarf að setja sér skýr og raunhæf markmið. Markmiðið er fyrst og fremst breytt og bætt líðan.

©     Til að ná árangri þarf fyrst og fremst vilja og ástundun. Það þarf reglulega hreyfingu og reglubundið mataræði. Ekki að byrja of geyst og ekki að ætla sér um of. Þetta ferðalag á að endast.

©     Líkaminn er um það bil þrjár vikur að aðlagast breytingum sem við gerum. Ekki einn dag – ekki eina viku – heldur þrjár vikur. Ekki gefast upp.

©     Hlustaðu á líkama þinn. Ekki ofgera þér. Það er ekkert haft með því að æða af stað af fullum krafti og ofgera sér svo – og jafnvel missa tökin og áhugann. Þetta á að vera gaman.

©    Þetta ferðalag á ekki að vera erfitt eða leiðinlegt. Í raun eru engin boð eða bönn og samviskubitunum skulum við pakka saman og geyma niðri skúffu. Ekki fá samviskubit yfir því að hafa kannski borðað meira en þú ætlaðir þér í einhverri máltíð eða ef þú færð þér eitthvað sem þú ekki ætlaðir þér. Rístu upp og haltu áfram ferðalaginu.

©     Láttu ekki eitt „hliðarspor“ draga þig niður. Það er ekkert eyðilagt þótt ein kexkaka eða einn súkkulaðibiti detti upp í þig þótt þú hafir alls ekki ætlað þér það. Passaðu þig á því að detta ekki niður í hugsanir eins og „þetta er hvort sem er allt ónýtt, ég get alveg eins klárað allan pakkann“. Svona hugsanir kalla á fleiri neikvæðar hugsanir og niðurrifsstarfsemi heilans fer í gang. Við erum sérfræðingar margar hverjar í að skamma okkur sjálfar og rífa okkur niður þegar við stígum þetta svokallaða hliðarspor. Það er ekkert ónýtt.

©     Þú verður líka að leyfa þér eitthvað – mundu það. Finndu þér þín mörk.

©     Það sem er liðið er liðið. Það sem þú borðaðir í gær eða sófaslenið sem yfirtók þig í gær – það var í gær. Ekkert sem þú gerir í dag getur breytt því. Það tilheyrir fortíðinni. Hins vegar getur þú breytt og bætt og haft áhrif á það sem þú gerir í dag. Og það er akkúrat planið. Hugsaðu um daginn í dag og láttu ekki gærdaginn draga úr þér mátt, jákvæðni og ánægju dagsins í dag.

©     Ekki eyða orkunni í að hafa áhyggjur af morgundeginum. Vertu í deginum í dag. Sumum reynist þetta nógu erfitt og hugsa klukkustund fyrir klukkustund.

©     Miðaðu við að borða ekki færri en fjórar máltíðir á dag. Morgunmat, hádegismat, miðdegishressingu og kvöldmat. Sumir þurfa fleiri máltíðir, sumir þurfa færri. Leitaðu að þínu jafnvægi.

©     Ekki sleppa úr máltíð – aldrei.

©     Fáðu þér einu sinni á diskinn í hverri máltíð.

©     Borðaðu meira af grænmeti og grófu korni.

©     Minnkaðu til muna það sem þú innbyrðir af hvítum sykri – jafnvel hveiti. Sumir lesa innihaldslýsingu á „öllu“ sem þeir kaupa og ef sykur er í fyrstu fjórum sætunum þá er viðkomandi tegund látin eiga sig. Þú finnur þín mörk.

©     Leitaðu ráða og spurðu spurninga. Ef þú spyrð ekki, þá veistu ekki. Engin spurning er ómerkileg. Það sem þú ert að gera er stórkostlegt – þú ert að hefja ferðalag þar sem þú og heilsan þín er í forgangi. Þú átt skilið allt það besta.

©     Því fyrr sem þú viðurkennir þína eigin veikleika og að þú ert ekki fullkomin, þú ert mannleg vera en ekki vélmenni, þá mun ferðalagið verða ánægjulegra og leiðin greiðari.

©     Mundu að við erum öll þrælar vanans. Allt í okkar lífi snýst um vana. Það sem við höfum einu sinni vanið okkur á – það getum við líka vanið okkur af!

©     Það sem hentar einum hentar ekki endilega öðrum. Hver og einn þarf að finna sína leið. Hvernig er best fyrir þig að breyta og bæta líðanina? Hvað hentar þér?

©     Gangi þér vel í ferðalaginu þínu og skemmtu þér. Þetta er gaman og þetta er gott!

 

Ást og kærleikur

Berglind

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

So true !

Dagbjört Kristín Bárðardóttir (IP-tala skráð) 7.1.2011 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Elísa Berglind Sigurjónsdóttir

Höfundur

Rósirnar heilsurækt, breytt og betri líðan
Rósirnar heilsurækt, breytt og betri líðan
Berglind er leiðbeinandi hjá Rósunum heilsurækt, Hátúni 12, Reykjavík. Hægt er að koma á tvö námskeið hjá Rósirnar heilsurækt: Breytt og betri líðan (BBL)og Zumba/lates. BBL er lokað námskeið. Þetta er hópur kvenna sem vill breyta og bæta sína líðan og setja sig sjálfar í fyrsta sæti. Zumba/lates er byggt upp þannig að fyrstu 30-35 mínúturnar er Zumba og styrktaræfingar úr fit-pilates prógramminu teknar í restina. Frábær námskeið! Leitaðu upplýsinga! e.berglind@simnet.is
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Spurt er

Hefur þú prófað fit pilates?

Nýjustu myndir

  • auglýsing 10092011
  • konulíkami IIII
  • konulíkami III
  •  MG 4782(20x25)
  • MECCA II

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband