Umsagnir frá þátttakendum :)

Björg Helgadóttir:

Hún Berglind kennarinn minn í Mecca Spa er æðisleg. Hún er svo hvetjandi, alltaf í góðu skapi, og skemmtileg. Æfingarnar eru mjög fjölbreyttar og góðar. Hún er líka mjög dugleg við að senda okkur uppörvandi tölvupóst. Gefur okkur mjög góðar leiðbeiningar með mataræði og einfaldar uppskriftir. Ég hef verið á mörgum stöðum í líkamsrækt. Þessi er langbestur. Staðurinn er líka heimilislegur og vel tekið á móti öllum. Mæli eindregið með tímunum hjá Berglindi.

Hrafnhildur Sveinbjörnsdóttir:

Ég fór í vor til Berglindar í Rósunum í Mecca spa. Ég hef ekki stundað hópleikfimi í allmörg ár, bæði vegna þess að leikfimin hefur verið of erfið fyrir mig vegna gigtarsjúkdóms og oft hefur mér liðið eins og fíl innan um tannstöngla ;) En Berglind og hópurinn tók vel á móti mér! Leikfimin er róleg en krefjandi og fjölbreytt og Berglind minnir okkur á reglulega að hver og ein geri bara eins og hún treysti sér til. Svo er slökunin í enda tímanna dásamleg! Ég get ekki beðið eftir að byrja aftur í haust!

Berglind María Kristinsdóttir

Ég var á Fit-pilates námskeiði hjá Elísu Berglindi stuttu eftir að ég átti barnið mitt og það gerði æðislega hluti fyrir mig, ég var ekki bara fullt af orku eftir námskeðið heldur fann ég hvernig líkaminn styrktist við æfingarnar, andinn á námskeiðinnu var líka svo ótrúlega notalegur og þægilegur. Elísa Berglind er alveg frábær í því sem hún gerir og skapar æðislega stemmningu. Nú get ég ekki beðið eftir að komast á næsta námskeið hjá henni, til þess að ná að halda mér við og upplifa yndislega nærveru góðra kvenna.

Anna Svava Sívertsen

Berglind er fagmaður á sínu sviði. Eftir að hafa verið á milli líkamræktarstöðva og dyggur "stuðningsaðili" þeirra finnst ég mér loksins vera á stað þar sem ég nýt mín. Tímarnir hjá Berglindi fóru fram úr mínum væntingum. Þeir eru í senn skemmtilegir og krefjandi en líka mjög fjölbreyttir. Enginn tími er eins. Berglind tekur tillit til hverrar og einnar og ögrar jafnt sem hún skilur mörkin.  Mér fannst svo gaman að mér fannst leiðinlegt ef ég missti af tíma.  Því mæli ég hiklaust með tímunum hjá henni enda ætla ég að fylgja henni áfram.

Aðalbjörg Haraldsdóttir

Mæli með námskeiði hjá Mecca Spa, Berglind er frábær kennari og stórskemmtileg. Það er aldrei nein lognmolla í kringum hana, tímarnir eru ótrúlega fjölbreyttir og ég hlakka til hvers tíma.

Guðrún Elva Arinbjarnardóttir

Ég get mælt með námskeiðunum hennar Berglindar. Ég fór í tíma hjá henni eftir að ég átti son minn í apríl og líkaði mjög vel. Ég fann strax mun á mér líkamamlega og ekki síður andlega. Ég finn hvað æfingarnar eru góðar fyrir miðhluta líkamans sem hentar mjög vel konum sem eru ný búnar að eiga. Hjá Berglindi fær maður hvatningu og aðhald. Einnig finnur maður fyrir því að hún vilji að konunum sem eru hjá henni líði vel. Það er ekki þessi ofuráhersla á að vera grannur, heldur er verið að hjálpa manni að verða heilbrigður og hraustur. 

Helga Lilja Pálsdóttir

Ég hef verið síðustu 2 með rósunum í leikfimi  og það hefur hentað mér mjög vel. Eina varðandi mataræði sem ég hef breytt er að fá mér einu sinni á diskinn, og ég hef ekki stigið á vigtina í hálft annað ár. Tímarnir eru mjög fjölbreyttir og maður veit ekki alltaf hvað verður í næsta tíma, bara spennandi að mæta.  Berglind er bæði jákvæð, glöð og skemmtileg og með góðar og fjölbreyttar æfingar.  Oft er hún með skemmtilegar uppákomur og við höfum matarhitting og fleiri hittinga f. utan leikfimina, hlæjum þá mikið saman, bara gaman. Ég hef gjörbreyst á sál og líkama eftir þessi 2 ár og hlakka til að halda áfram og hitta allar hinar hressu og flottu konurnar!

Linda Dröfn Jónsdóttir

Ég var nýbyrjuð í Rósahópnum þegar Berglind tók við hópnum. Hún hefur haldið utan um okkur rósirnar einsog ungamamma með ungana sína og hefur þessi hópur orðið mjög samrýmdur og er eins og við höfum allar þekkst í mörg ár þegar við hittumst. Einnig er mjög notalegt að finna að ef maður missir úr tíma þá fær maður að heyra það í næsta tíma frá hópnum að þær hafi saknað þess að ég hafi ekki komið í tíma. Leikfimitímarnir eru mjög fjölbreyttir og skemmtilegir, æfingarnar eru við allra hæfi og hver og ein gerir eins og hún getur og treystir sér til. Einnig hentar það mér mjög vel að ekki sé verið að einblína á einhverja tölu á vigt - frekar að horfa í spegilinn og vera sátt við sjálfan sig. Berglind veitir Rósunum mikinn stuðning bæði með að hvetja okkur áfram í æfingum og með uppörvandi, hlýjum og einlægum skilaboðum eftir hvern tíma og í tölvupósti. Núna er ég búin að vera í þessum hóp í 1 1/2 ár og held ótrauð áfram en þetta er í fyrsta skipti sem mér finnst ég virkilega eiga heima inni á líkamsræktarstöð og mér líður rosalega vel þar, en það þakka ég þessum einstaka hópi og kennara. Ég hlakka mikið til að takast á við veturinn með þessum flottu konum í vetur.

Berglind Ósk Guðmundsdóttir

Ég frétti af Rósunum í afmælisveislu í janúar 2010 hjá einni stelpu sem ég þekki. Hún talaði afskaplega vel um námskeiðið sem slíkt og ekki síður um hana Berglindi sem er yfir námskeiðinu. Ég var strax virkilega spennt þar sem námskeiðslýsingin hafði þau markmiðið að breyta um lífstíl, léttar æfingar og vigtin að væri ekki aðalatriðið. Ég prófaði mitt fyrsta námskeið vorið 2010. Þegar námskeiðið hófst fann ég hversu vel var tekið á móti mér. Berglind brosti breitt til mín ásamt hinum konunum sem buðu mig velkomna. Ég tel það mikinn kost hve þægilegt er að koma í Mecca spa, hún er frekar lítil og en vel útbúin líkamsræktarstöð. Tala nú ekki um ef maður splæsir á sig einum og einum nuddtíma þegar maður gerir vel við sig :) Námskeiðið er þannig uppbyggt að það hentar mér rosalega vel þar sem hef ekki verið í mikilli hreyfingu undanfarin ár og á við mörg aukakílóin að berjast við. Berglind er persónulegur kennari sem er öll að vilja gerð til að aðstoða mann að koma sér á rétt skrið. Mér þykir einstaklega fallegt að hugsa til þess hversu mikið hún leggur sig fram við að láta mann líða betur. Fyrir utan þá leikfimitíma sem hún er með eru falleg orð í lok hvers tíma, uppbyggileg email, hollar uppskriftir eða persónulegt tal ekki síður æðislegt. Nú fer haustnámskeiðið að byrja og hlakka ég mikið til að halda áfram að reyna breyta lífstíl mínum til hins betra.

Rósirnar alla leið !!!

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Elísa Berglind Sigurjónsdóttir

Höfundur

Rósirnar heilsurækt, breytt og betri líðan
Rósirnar heilsurækt, breytt og betri líðan
Berglind er leiðbeinandi hjá Rósunum heilsurækt, Hátúni 12, Reykjavík. Hægt er að koma á tvö námskeið hjá Rósirnar heilsurækt: Breytt og betri líðan (BBL)og Zumba/lates. BBL er lokað námskeið. Þetta er hópur kvenna sem vill breyta og bæta sína líðan og setja sig sjálfar í fyrsta sæti. Zumba/lates er byggt upp þannig að fyrstu 30-35 mínúturnar er Zumba og styrktaræfingar úr fit-pilates prógramminu teknar í restina. Frábær námskeið! Leitaðu upplýsinga! e.berglind@simnet.is
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Spurt er

Hefur þú prófað fit pilates?

Nýjustu myndir

  • auglýsing 10092011
  • konulíkami IIII
  • konulíkami III
  •  MG 4782(20x25)
  • MECCA II

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband