7.1.2011 | 00:44
Ferðalag í átt að breyttri og bættri líðan.
Markmiðið er að gera það sem við getum til að okkur líði betur á sál og líkama á hverjum degi.
Ferðalagið sem við erum að fara í þarf ekki að vera leiðinlegt eða þreytandi. Þetta verður skemmtilegt og krefjandi, og umfram allt árangursríkt. En það er sama hvað við tökum okkur fyrir hendur allt sem við gerum byggir á okkar eigin elju, framkvæmdasemi, dugnaði og jákvæðu hugarfari. Umfram allt jákvæðu hugarfari. Svona ferðalag getum við ekki farið í ef hnefinn einn á að ráða för. Við erum að gera þetta fyrir okkur og okkar heilsufar.
Við erum hér á okkar eigin forsendum, hver fyrir sig. Sumar okkar vilja létta sig, aðrar styrkja. En hverjar svo sem forsendur okkar eru, þá erum við hér, allar saman og heildarmarkmið okkar er það sama - að gera það sem við getum til að okkur líði betur á sál og líkama á hverjum degi. Annars værum við ekki hér. Styðjum hverja aðra, brosum og höfum gaman að þessu.
Hér eru nokkrir punktar sem ég hef sett upp. Það er mjög gott að hafa þessa punkta uppivið, þar sem við sjáum þá og getum lesið og gripið í hvenær sem er.
© Breytt og bætt líðan er til frambúðar. Ekki til næstu fjögurra eða sex vikna. Þetta er ferðalag til framtíðar.
© Það þarf að setja sér skýr og raunhæf markmið. Markmiðið er fyrst og fremst breytt og bætt líðan.
© Til að ná árangri þarf fyrst og fremst vilja og ástundun. Það þarf reglulega hreyfingu og reglubundið mataræði. Ekki að byrja of geyst og ekki að ætla sér um of. Þetta ferðalag á að endast.
© Líkaminn er um það bil þrjár vikur að aðlagast breytingum sem við gerum. Ekki einn dag ekki eina viku heldur þrjár vikur. Ekki gefast upp.
© Hlustaðu á líkama þinn. Ekki ofgera þér. Það er ekkert haft með því að æða af stað af fullum krafti og ofgera sér svo og jafnvel missa tökin og áhugann. Þetta á að vera gaman.
© Þetta ferðalag á ekki að vera erfitt eða leiðinlegt. Í raun eru engin boð eða bönn og samviskubitunum skulum við pakka saman og geyma niðri skúffu. Ekki fá samviskubit yfir því að hafa kannski borðað meira en þú ætlaðir þér í einhverri máltíð eða ef þú færð þér eitthvað sem þú ekki ætlaðir þér. Rístu upp og haltu áfram ferðalaginu.
© Láttu ekki eitt hliðarspor draga þig niður. Það er ekkert eyðilagt þótt ein kexkaka eða einn súkkulaðibiti detti upp í þig þótt þú hafir alls ekki ætlað þér það. Passaðu þig á því að detta ekki niður í hugsanir eins og þetta er hvort sem er allt ónýtt, ég get alveg eins klárað allan pakkann. Svona hugsanir kalla á fleiri neikvæðar hugsanir og niðurrifsstarfsemi heilans fer í gang. Við erum sérfræðingar margar hverjar í að skamma okkur sjálfar og rífa okkur niður þegar við stígum þetta svokallaða hliðarspor. Það er ekkert ónýtt.
© Þú verður líka að leyfa þér eitthvað mundu það. Finndu þér þín mörk.
© Það sem er liðið er liðið. Það sem þú borðaðir í gær eða sófaslenið sem yfirtók þig í gær það var í gær. Ekkert sem þú gerir í dag getur breytt því. Það tilheyrir fortíðinni. Hins vegar getur þú breytt og bætt og haft áhrif á það sem þú gerir í dag. Og það er akkúrat planið. Hugsaðu um daginn í dag og láttu ekki gærdaginn draga úr þér mátt, jákvæðni og ánægju dagsins í dag.
© Ekki eyða orkunni í að hafa áhyggjur af morgundeginum. Vertu í deginum í dag. Sumum reynist þetta nógu erfitt og hugsa klukkustund fyrir klukkustund.
© Miðaðu við að borða ekki færri en fjórar máltíðir á dag. Morgunmat, hádegismat, miðdegishressingu og kvöldmat. Sumir þurfa fleiri máltíðir, sumir þurfa færri. Leitaðu að þínu jafnvægi.
© Ekki sleppa úr máltíð aldrei.
© Fáðu þér einu sinni á diskinn í hverri máltíð.
© Borðaðu meira af grænmeti og grófu korni.
© Minnkaðu til muna það sem þú innbyrðir af hvítum sykri jafnvel hveiti. Sumir lesa innihaldslýsingu á öllu sem þeir kaupa og ef sykur er í fyrstu fjórum sætunum þá er viðkomandi tegund látin eiga sig. Þú finnur þín mörk.
© Leitaðu ráða og spurðu spurninga. Ef þú spyrð ekki, þá veistu ekki. Engin spurning er ómerkileg. Það sem þú ert að gera er stórkostlegt þú ert að hefja ferðalag þar sem þú og heilsan þín er í forgangi. Þú átt skilið allt það besta.
© Því fyrr sem þú viðurkennir þína eigin veikleika og að þú ert ekki fullkomin, þú ert mannleg vera en ekki vélmenni, þá mun ferðalagið verða ánægjulegra og leiðin greiðari.
© Mundu að við erum öll þrælar vanans. Allt í okkar lífi snýst um vana. Það sem við höfum einu sinni vanið okkur á það getum við líka vanið okkur af!
© Það sem hentar einum hentar ekki endilega öðrum. Hver og einn þarf að finna sína leið. Hvernig er best fyrir þig að breyta og bæta líðanina? Hvað hentar þér?
© Gangi þér vel í ferðalaginu þínu og skemmtu þér. Þetta er gaman og þetta er gott!
Ást og kærleikur
Berglind
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.1.2011 | 00:20
Stundaskrá
Tímataflan okkar er sem hér segir:
BBL Breytt og bætt líðan
Mánudagar kl. 17:15 sund
Þriðjudagar kl. 17:00 allskonar blanda
Miðvikudagar kl. 17:00 kósý
Fimmtudagar kl. 17:00 allskonar blanda
Fit-Pilates fjölbreytni
Mánudagar kl. 19:30
Miðvikudagar kl. 19:30
31.12.2010 | 16:45
Áramótakveðja
Elsku yndislegu blómin mín,
Mig langar til að senda ykkur mínar innilegustu og ljúfustu kveðjur með ósk um að árið 2011 verði ykkur kærleiksríkt og gott.
Árið sem nú er að kveðja okkur hefur verið ágætt. Yndislegar konur iðkuðu líkamsræktina sína í hópnum mínum og get ég með stolti sagt að árangur þessara kvenna er flottur. Ég mæli árangur þeirra ekki út frá því hvort sentimetrum eða kílóum fækkaði, heldur met ég árangur þeirra út frá því hvernig þær hugsa um sjálfar sig, hvernig þær bera sig, hvernig þeim líður andlega.
Markmið okkar númer eitt, tvö og þrjú er að líða vel í eigin líkama. Vera stoltar af okkur sjálfum og sáttar við eigin gjörðir og verk. Bera virðingu fyrir okkur sjálfum, brosa mót eigin spegilmynd á hverjum degi og hugsa jákvætt.
Hugsa út frá lausnum en ekki út frá vanda. Oft stöndum við frammi fyrir því að hlutirnir fara ekki eins og við óskuðum eftir. Þá þurfum við styrk til að bregðast við og finna lausn. Þennan styrk ætlum við að finna og varðveita. Ég hef stundum sagt að það séu ekki til nein vandamál heldur aðeins lausnir.
Horfum með bjartsýni og jákvæðni yfir til ársins 2011 og gerum okkar allra besta til að setja okkur sjálfar í forgang, hugsa um heilsuna - því við eigum bara eina heilsu - og brosa, gefa af okkur af kærleika og gleði.
Njótið áramótanna hvar sem þið verðið og hvað sem þið munið hafa fyrir stafni.
Ást og friður
Berglind
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.12.2010 | 00:48
Fit-Pilates fjölbreytni
Viltu styrkjast? Liðkast? Viltu stinna og langa vöðva?
Ég byrja með nýtt 8 vikna námskeið 10. janúar 2011 og verða tímarnir 2x í viku - á mánudags- og miðvikudagskvöldum kl. 19:30 - 20:30
Verð kr. 19.000.
Innifalið í verðinu er aðgangur að tækjasal, heitum potti, gufu og sundlaug og fleiru.
Auk þess er 10% afsláttur í glæsilega snyrti- og nuddstofu Mecca Spa
Þetta er mjög flott og skemmtilegt námskeið - ekki láta það framhjá þér fara!
Skráðu þig strax - takmarkaður fjöldi kemst að.
Tileinkum okkur kærleika, jákvæðni og gleði.
Fit-Pilates fjölbreytni er byggt á blöndu úr Fit-Pilates prógramminu sem er einfalt en mjög fjölbreytt æfingaform með áherslu á miðju líkamans og stoðkerfi hans. Æfingarnar eru styrkjandi og liðkandi og bæta líkamlegt þrek og andlega líðan. Engin hopp eða högg á líkamann, aðeins frábærar æfingar á stóru æfingaboltunum sem koma öllum í gott form.
Fit-Pilates fjölbreytni þjálfar alla kviðvöðva, djúpvöðva, vöðva neðra baks, vöðva umhverfis hryggsúluna, lærvöðva að innan og utan, mjaðmir og rassvöðva. Þegar þessir vöðvar hafa styrkst er stoðkerfi líkamans komið með meiri stuðning.
Allar nánari upplýsingar í síma 891-6901 eða á e.berglind@simnet.is
Með kærleika og gleði í hjarta
Berglind
Fit-pilates fjölbreytni | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.12.2010 | 22:14
BBL Breytt og bætt líðan
Viltu bæta andlega og líkamlega líðan þína?
© Persónuleg og einstaklingsmiðuð þjónusta
© Aðhald, stuðningur, hvatning, fræðsla
© Fjölbreytt hreyfing 3-4x í viku, 1x sund, 1x kósý, 2x brennsla
© Styrkjandi og liðkandi æfingar - engin hopp eða högg
© Aðstoð við að skipuleggja máltíðir dagsins og skammtastærðir
© Aðstoð við raunhæfa markmiðasetningu - eitt skref í einu
© Alltaf opið fyrir nýja þátttakendur
© Ýmsar skemmtilegar uppákomur og mikil fjölbreytni
© Þetta er líkamsrækt sem hentar konum af öllum stærðum og gerðum og á öllum aldri, sem hafa löngun til að gera breytingar og bæta líf sitt.
Fyrsti tími á nýju ári verður miðvikudaginn 5. janúar kl. 17:00
Mánudagar 17:15 SUND
Þriðjudagar 17:00 FJÖLBREYTNI
Miðvikudagar 17:00 KÓSÝ
Fimmtudagar 17:00 FJÖLBREYTNI
a) 3 mánuðir (jan, feb, mars)
b) 5 mánuðir (jan, feb, mars, apr, maí)
Markmiðið er að okkur líði vel með okkur sjálfar, hugsum jákvætt, aukum sjálfstraustið og í leiðinni að við náum tökum á mataræðinu og þyngdinni - án þess að fara í megrun. Látum heilbrigða skynsemi og jákvætt hugarfar ráða för. Reynum við að missa okkur ekki í útlitsdýrkun og einbeitum okkur að raunhæfum markmiðum og breyttri og bættri líðan.
Vinnum að því að gera hreyfingu og reglulegt mataræði að sjálfsögðum hlut í okkar lífi. Einblínum ekki á vigtun og mælingar heldur hugsum við um eitt skref í einu.
Hugsað verður ákaflega vel um allar konur, mikil alúð og skýr hugsjón.
Hafðu samband sem fyrst í síma 891-6901 eða e.berglind@simnet.is og fáðu upplýsingar um það sem þú vilt vita nánar um :)
Skráðu þig núna! Forgangsraðaðu og settu sjálfa þig í fyrsta sæti!
Hlakka til að sjá þig
Berglind
Breytt og bætt líðan | Breytt s.d. kl. 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.12.2010 | 11:45
Jólin handan við hornið
Hver er sinnar gæfu smiður. Þú þarft að vera sáttur við sjálfan þig til að geta verið sáttur við lífið. Það eru ekki aðrir sem gera okkur hamingjusöm, við sköpum okkar eigin hamingju. Ef við erum hamingjusöm í því sem við erum að gera, þá munum við ljóma og vaxa í lífi og leik. Við munum öðlast betri hæfni til að gefa af okkur kærleika og hlýju.
Við berum öll ábyrgð á okkar eigin innri líðan, okkar eigin hamingju, okkar eigin viðbrögðum. Við getum aldrei komið þessum hlutum yfir á aðra og gert aðra þar með ábyrga fyrir því sem við gerum. Við stjórnum okkur sjálf og aðrir stjórna sjálfum sér. Þar liggur jafnvægið í samskiptum milli fólks. Það er að fara svo dásamlegur tími í hönd, tími samskipta og nærveru. Við ættum öll að huga að því að koma fram við aðra eins og við viljum að komið sé fram við okkur :)
Nú eru jólin rétt handan við hornið. Það gefur okkur tækifæri til að gefa af okkur af kærleika og af hlýju. Bestu gjafirnar sem við gefum eru ekki veraldlegs eðlis heldur er það kærleikur og væntumþykja.
Hugsum um kærleikann fyrst og fremst því það er heila málið. Þegar upp er staðið þá er það kærleikur og hlýja sem gefa okkur möguleika á hamingju.
Ég ætla að láta fylgja hér litla sögu sem ég fann á netinu um daginn og mér finnst eiga heima í okkar þjóðfélagslegu aðstæðum í dag.
Njótum lífsins og njótum dagsins, með hvert öðru, fyrir okkur sjálf og fyrir kærleikann.
"Maður nokkur refsaði 3ja ára gamalli dóttur sinni fyrir það að eyða heilli rúllu af gylltum pappír. Ekki var mikið til af peningum og reiddist hann þegar barnið reyndi að skreyta lítið box til að setja undir jólatréð.
Engu að síður færði litla stúlkan föður sínum boxið á jóladagsmorgun og sagði: "Þetta er handa þér pabbi". Við þetta skammaðist faðir stúlkunnar sín fyrir viðbrögð sín daginn áður. En reiði hans gaus upp aftur þegar hann áttaði sig á því að boxið var tómt. Hann kallaði til dóttur sinnnar, "veistu ekki að þegar þú gefur einhverjum gjöf, þá á eitthvað að vera í henni?"
Litla stúlkan leit upp til pabba síns með tárin í augunum og sagði: "Ó pabbi boxið er ekki tómt. Ég blés fullt af kossum í það. Bara fyrir þig pabbi." Faðirinn varð miður sín. Hann tók utan um litlu stúlkuna sína og bað hana að fyrirgefa sér.
Það er sagt að mörgum árum seinna, þegar faðir stúlkunnar lést, og hún fór í gegnum eigur hans hafi hún fundið gyllta boxið frá því á jólunum forðum við rúmstokkinn hans, þar hafði hann haft það alla tíð; þegar honum leið ekki vel gat hann tekið upp ímyndaðan koss og minnst allrar ástarinnar sem barnið hans hafði gefið honum og sett í boxið.
Í vissum skilningi höfum við allar lifandi mannverur tekið á móti gylltum boxum frá börnunum okkar, fjölskyldum og vinum, fullum af skilyrðislausri ást og kossum. Það getur enginn gefið dýrmætari gjöf.
Í dag skaltu gefa þér augnablik og njóta stórrar handfylli af minningum og mundu að þær verma hjarta þitt og bráðna þar, en ekki í höndum þínum."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2010 | 21:51
BBL Breytt og bætt líðan
Nú er námskeiði haustsins að ljúka á næstum dögum.
Smávægis breytingar frá skipulagi haustsins munu verða á nýju námskeiði eftir áramótin. Fjóla mun ekki kenna ásamt Berglindi heldur mun Berglind verða ein.
Viltu bæta andlega og líkamlega líðan þína?
© Persónuleg og einstaklingsmiðuð þjónusta
© Aðhald, stuðningur, hvatning, fræðsla
© Fjölbreytt hreyfing - 4 sinnum í viku, 1x sund, 1x kósý, 2x fjölbreytni
© Styrkjandi og liðkandi æfingar, m.a. fit-pilates
© Góðar æfingar - engin hopp og högg
© Aðstoð við að skipuleggja máltíðir dagsins og skammtastærðir
© Aðstoð við raunhæfa markmiðasetningu - eitt skref í einu
© Alltaf opið fyrir nýja þátttakendur
© Ýmsar skemmtilegar uppákomur og mikil fjölbreytni
© Hentar ekki síður konum sem ekki hafa verið í þjálfun lengi eða aldrei
Fyrsti tími á nýju ári verður miðvikudaginn 5. janúar kl. 17:00
Mánudagar 17:15 SUND
Þriðjudagar 17:00 FJÖLBREYTNI
Miðvikudagar 17:00 KÓSÝ
Fimmtudagar 17:00 FJÖLBREYTNI
a) 3 mánuðir (jan, feb, mars)
b) 5 mánuðir (jan, feb, mars, apr, maí)
Markmiðið er að okkur líði vel með okkur sjálfar, hugsum jákvætt, aukum sjálfstraustið og í leiðinni að við náum tökum á mataræðinu og þyngdinni - án megrunarsjónarmiða. Einungis heilbrigð skynsemi og jákvætt hugarfar með í för.
Við ætlum að breyta um lífsstíl og læra að gera hreyfingu og reglulegt mataræði að sjálfsögðum hlut í okkar lífi. Einblínum ekki á vigtun og mælingar heldur vinnum við útfrá raunhæfum markmiðum og hugsum um eitt skref í einu. Hugsað verður ákaflega vel um allar konur, mikil alúð og skýr hugsjón.
Hafðu samband við Berglindi sem fyrst í síma 891-6901 eða e.berglind@simnet.is
Forgangsraðaðu og settu sjálfa þig í fyrsta sæti !
Hlakka til að sjá þig
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2010 | 11:12
Hvað er að frétta?
Góðan dag elsku fallegu Rósir.
Upp er runninn enn einn föstudagurinn. Er ekki alveg magnað að það séu eiginlega bara tveir vikudagar í viku hverri? Föstudagur og mánudagur?
Það er skrýtið andrúmsloft sem liggur yfir öllu þessa dagana finnst mér. Ótrúlegasta fólk er í lægð dögum saman. Ég hef heyrt í konum undanfarið sem segjast jafnvel aldrei áður hafa sokkið jafn langt niður og núna.
En hvað er að valda þessari ógurlegu lundarfarslegu lægð? Allt og auðvitað ekkert líka. Það þarf ekkert alltaf að finna endalausar skýringar og ástæður fyrir öllu. Stundum líður okkur bara hreinlega ekki vel og við þurfum ekkert endilega að kryfja það til mergjar. Við þurfum að vera meðvitaðar um að við megum eiga okkar niður daga, það er enginn heimsendir, en við verðum líka að vera meðvitaðar um það að við þurfum að fara upp úr lægðinni líka. Lægðir eru ekki komnar til að vera - munið það!
Ég hef sagt ykkur frá mörgum misjöfnum köflum úr mínu lífi og líf mitt hefur verið ansi hreint skrautlegt. Ég hef hoppað á milli þess að vera kát og glöð og þess að vera döpur og leið og með engan lífsvilja.
En í dag sit ég og hugsa (í staðinn fyrir að festa hugann við námsbækurnar - hahhh! já, líkt mér að finna mér eitthvað annað að gera en að læra......!) svo mikið að mig verkjar, hugsa til þeirra sem ekki líður vel. Hugsa til allra þeirra sem á þessari stundu eiga í baráttu við sjálfa sig og sjá ekki neinn tilgang með neinu. Úff, - ég var þarna sjálf. Ég var á þessum sama stað. Ég sat meira og minna í þessum sömu sporum í hátt í þrjá áratugi. Bíddu, ertu hundrað ára? Nei, nefnilega ekki. Ég er þrjátíu og níu ára og hef eytt mest öllum árum lífs míns í baráttuna um það að ákveða hvort þetta allt sé virkilega þess virði. Ég hef fundið svarið og svarið er já. Lífið er þess virði.
Það er tvennt sem stendur upp úr svona eftir á sem hefur haldið í mér lífinu og komið mér á þann stað sem ég er á í dag.
Í fyrsta lagi eru það yndislegu börnin mín og yndislega fjölskyldan mín. Börnin mín hef ég alltaf haft hjá mér, en fjölskyldunni hef ég reynt að ýta frá mér með misgóðum árangri. En þau fóru aldrei, voru skammt undan - sem betur fer. Ég einangraði mig frá öllu og öllum. En í raunni má kannski segja að ég hafi einangrað mig mest frá mér sjálfri því ég hef afneitað sjálfri mér að nánast öllu leyti. Neitaði mér algjörlega að njóta nokkurs skapaðs hlutar. Um leið og ég fór að njóta einhvers þá sá ég til þess með einhverju móti að ég eyðileggði það.
Húmor í depurð og lægð
En í öðru lagi hefur húmor fyrir sjálfri mér haldið í mér lífinu. Ég á ákaflega auðvelt með að sjá spaugilegu hliðarnar á nánast hvaða kringumstæðum sem er. EFTIRÁ nota bene. Eftir að hafa legið í rúminu í þrjá daga í þunglyndiskasti, grenjandi og volandi þá fór ég á endanum á fætur, þvingaði sjálfa mig til að líta til baka, horfa yfir þessa þrjá daga og setja mig aðeins útfyrir kassann og reyna að horfa á sjálfa mig út frá öðru sjónarhorni.
Ég hef nú stundum verið sögð kaldhæðin:
Einu sinni hittust feitur maður
og mjór á götu. Feiti: Þegar
maður sér þig heldur maður
að það sé hungursneið í landinu!"
Mjói: Já, þegar maður sér
þig heldur maður
að það sé þér að kenna!"
- * - * - * - * - * - * -
Róni gekk upp að konu á
Laugaveginum. Ég hef ekki
borðað í fjóra daga!"
Konan leit á rónann og
sagði: Ég vildi óska
að ég hefði þennan
viljastyrk!"
Vitið þið það, þegar maður er í sjúklegu þunglyndi þá er maður hrikalega fyndinn/hlægilegur/sorglegur, vonandi skiljið þið hvað ég er að meina. Þetta er svo sannarlega ekki meint neikvætt, þvert á móti. Maður er svo uppfullur af ranghugmyndum, fullur af sjálfsásökunum, sjálsmyndin í svo miklu ólagi, sjálfstraustið nákvæmlega ekkert. Maður er í svo rosalegum kassa, sér ekkert út fyrir hann, sér ekkert jákvætt, allt er svo ömurlegt. Jafnvel fyndnustu brandarar eru það leiðinlegasta sem maður veit um. Maður dettur inn í ótrúlega skrýtinn heim sem er fullur af ranghugmyndum. Í raun má segja að ekkert í þeim heimi eigi við rök að styðjast. Maður sér ekkert gott. Jafnvel uppáhaldsmaturinn manns bragðast illa. Brad Pitt er ekki einu sinni sexý!
Dæmigerð niðursveifla hjá mér byrjaði kannski ekki á öðru en því að einhver sem ég bauð góðan daginn, sem gat verið hvar sem er og hver sem er, bauð mér ekki góðan daginn á móti. Hausinn á mér fór á hvolf og ég fór að hugsa allt það versta. Hvað hafði ég gert af mér nú? Gerði ég eitthvað rangt? Djöfull er ég ömurleg! Af hverju bauð hann/hún ekki góðan daginn? Allar þessar ímynduðu hugsanir leiddu svo til þess að ég fór að efast um sjálfa mig og á innan við hálftíma kannski var ég orðin ógeðslega ljót, heimsk, feit, bólugrafin, leiðinleg, frek og Guð má vita hvað. Ég fór í rusli í vinnuna, læddist meðfram veggjum svo enginn myndi nú þurfa" að verða á vegi mínum af því að ég var svo ógeðsleg. Ég bauð kannski góðan daginn þegar ég mætti, en sagði svo varla aukatekið orð meira allan daginn, nema ég nauðsynlega þyrfti. Og það fyndna er að allan daginn var ég svo sár innan í mér, hugsaði og hugsaði um hvað ég væri ömurleg, enginn vildi tala við mig því ég væri svo leiðinleg, ömurleg, ljót, feit. Blabla. Sat gráti nær og beið eftir því að vinnudagurinn myndi klárast svo ég kæmist heim og gæti lokað og læst og haldið öllum úti. Þá þyrfti enginn að sjá mig.
Svona beisikklí var þetta. Ég kom svo við í búðinni á leiðinni heim, keypti djöfuldóm af einhverju til að borða því ég þurfti að refsa mér fyrir að vera svona ömurleg og þörfin fyrir átköst og uppköst var gríðarleg. Ég hélt svo að allt yrði gott ef ég myndi loka mig af heima, enginn þyrfti að sjá mig né heyra og ég bara næði að verða grönn (sko, ég var grönn, sá það bara ekki sjálf þá, en hef séð myndir eftirá og já, ég var grönn).
Oft entist ég heila vinnuviku í þessum pakka og lá svo heima alla helgina í biluðu þunglyndi. En börnin voru alltaf hjá mér og ég náði mér alltaf á endanum upp. Við vorum miklir félagar og það var gaman hjá okkur þremur saman. Í hvert einasta skipti þegar ég var að rísa upp úr lægð þá gat ég horft yfir dagana á undan og gert á ákveðinn hátt grín að sjálfri mér - ekki neikvætt grín, heldur jákvætt, því það er alveg rosalegt hvað þetta er sjúkt.
Ég veit ekki hvað ég er búin að skrifa margar samtalsbækur í huganum. Þá á ég við samtöl sem ég á við hina og þessa manneskjuna, ímynduð samtöl þar sem ég er að verja sjálfa mig fyrir að vera ömurlega ljót og feit og leiðinleg og asnaleg. Eða ég var að segja kannski mína meiningu, mína skoðun, segja ef mér sárnaði. En ég sagði samt aldrei neitt upphátt. Ég gæti ímyndað mér að þessi bókaflokkur teldi kannski eittþúsund bindi eða svo.
Og vitið þið - þetta er brjálæðislega fyndið. Það er svo fyndið að horfa afturá bak í tímann og velta fyrir sér hvað maður var svakalega ruglaður - en á meðan hugsar maður líka - mikið ofboðslega var ég veik. Ekki hlægilegt, kaldhæðnislega fyndið. Ég get hlegið að sjálfri mér. En að sjálfsögðu myndi ég ekki hlæja að öðrum - þú hlærð að þér, ég hlæ að mér. Þetta er svo ofboðslega mikið rugl. Ég hef reynt að kenna stelpum sem hafa fengið ráðleggingar hjá mér, að hafa húmor fyrir sjálfum sér. Það er mikið atriði að geta haft húmor fyrir sjálfum sér. Jákvæðan og heilbrigðan húmor.
Sveiflurnar eru rosalegar. Sem dæmi um sveiflur þá voru til dæmis föt sem ég hafði keypt í einhverri uppsveiflunni allt í einu orðin svo hryllilega ljót og hálfvitaleg að það var komin þessi fína nýja ástæða til að ásaka sjálfa mig og hakka mig í spað. Hvernig gastu verið svona ógeðslega mikill hálfviti að halda að þú gætir notað svona föt? Hvernig datt þér í hug að kaupa þetta? Og allt eftir því.
Kannist þið við einhverja svona líðan? Að skammast og rífast og niðurlægja ykkur sjálfar út af hverju sem er? Endalaust? Finna nýjar og nýjar ástæður í sjálfsásakanir og niðurrif?
Spor í rétta átt
En Sporin í rétta átt verða stigin í smáum skrefum og það er ekkert annað en ögrun á okkur sjálfar. Þegar ég tala um Spor í rétta átt þá má alveg líka tala um bataferli. Spor í rétta átt eru þín spor - í réttu áttina fyrir þig.
Það er ekkert víst að sporin í réttu áttina fyrir mig séu sporin í réttu áttina fyrir þig :)
Spor í rétta átt eru þau spor sem þú ákveður að stíga. Sporin sem þú stígur í áttina frá óreglulegu mataræði, óreglulegri hreyfingu, of stórum matarskömmtum, sporin frá því að hugsa ekki nægjanlega vel um sjálfa þig.
Allt eru þetta spor í rétta átt. Áttina að þinni vellíðan. Því þegar öllu er á botninn hvolft þá erum það víst elskulegu við sjálfar sem þurfum að bera ábyrgðina á því að okkur sjálfum líði vel. Við erum við stjórnvölinn. Það fær sér enginn einu sinni á diskinn fyrir þig og þú nýtur svo ávaxtanna af því. Því miður. Og það er enginn sem getur mætt í ræktina fyrir þig og það eru svo vöðvarnir á þér sem styrkjast. Ohhhh, CRAP! það væri nú samt voða þægilegt ef það væri þannig!
Í bata ferlinu mínu las ég nokkur ljóð sem opnuðu augun mín. Ég man ekki hvað stelpan heitir sem skrifaði ljóðin en ég fann þau á http://frontpage.simnet.is/hugskot/ á sínum tíma. Yndislega skemmtilega skrifuð ljóð og ég fann mig algjörlega tilfinningalega í þeim mörgum:
Ósýnilegur
Þú getur orðið ósýnilegur
vegna eigin minnimáttarkenndar.
Þú getur hreinlega horfið
og misst alla útgeislun.
Þú getur orðið grár og daufur
eins og lítil mús
vegna þinnar eigin
niðurdrepandi skoðunar
á sjálfum þér.
Það tekur enginn eftir þér!
þú skilur ekkert í því!
Þú ert vonsvikinn og hissa,
því enginn veitir þér athygli!
Hvernig eiga aðrir að sjá
það sem alls ekki er til staðar
það sem læðist meðfram veggjum,
laumast út í horn (í hljóðri bæn)
og biðst stöðugt afsökunar á tilveru sinni?
Að lokum:
Endilega sendið mér línur kæru konur. Segið mér frá því hvernig ykkur líður og hvernig ykkur gengur.
Ef þið viljið fá viðtal - ekki hika við að biðja um það :)
Góða helgi,
knús og kærleikur
Berglind
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.11.2010 | 09:26
Ohhhh :) eða Ohhhh :( Já, lífið er spurning um hugarfar!
Ég opnaði góða spakmælabók í morgun og þar stóð: Ef við fáumst til að viðurkenna að lífið sé erfitt þá skiptir það ekki lengur svo miklu máli". Ég þurfti nú að melta þetta góða stund, spá og spekúlera og komst svo að þeirri niðurstöðu að það er mikið satt til í þessu.
Ef við fáumst til að viðurkenna að lífið sé erfitt þá skiptir það ekki lengur svo miklu máli. Við erum oft að velta okkur upp úr líðandi stund og því sem þegar er liðið og gjarnan festumst við þar. Við gleymum að það kemur dagur eftir þennan dag og það sem gerðist í gær er liðið. Lífið er erfitt. En það er ekki erfitt í neikvæðri merkingu ef við kjósum að taka því þannig. Við ráðum okkar eigin viðhorfum. Við vitum það. Við getum ákveðið það þegar við förum framúr á morgnana hvaða viðhorf við ætlum að hafa að leiðarljósi þann daginn.
Þótt lífið geti verið erfitt þarf það ekki endilega að þýða það sama og að það geti aldrei verið gaman, þau mál sem upp komi geti aldei verið yfirstíganleg, að okkur sé ekki leyfilegt að eiga glaða daga, að okkur sé ekki leyfilegt að njóta lífsins lystisemda. Leyfum okkur að vera glaðar, hamingjusamar, ánægðar, sáttar, kærleiksríkar og brosmildar og látum hverjum degi nægja sína þjáningu í sátt og í samlyndi við okkar hugarfar.
Þótt lífið geti verið erfitt þá er það bara þannig. Tökum lífið í sátt. Viðurkennum að lífið er erfitt á stundum og hvað með það? Hættum endalausu strögli og baráttu við að reyna að hafa lífið okkar fullkomið og sættum okkur við að lífið er ekki dans á rósum. Leyfum því að vera þannig og gerum gott úr því sem gott er! Njótum lífsins og allra þeirra einstaklega góðu stunda sem þar er að finna.
Ást og kærleikur
Knús,
Berglind
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.10.2010 | 09:28
Ný og dásamleg Rósa-vika
Nú er kominn nýr mánuður og við búnar að vera einn mánuð í heilsurækt. Þessi mánuður er búinn að vera frábær og dásamlegt að sjá allar yndislegu Rósirnar í hverri viku.
Mig langar að ítreka að við erum allar í Rósunum af persónulegum ástæðum þótt við séum hér eflaust allar til að breyta og bæta lífsstíl okkar. Hver og ein okkar hefur einnig sínar sérstöku ástæður fyrir veru sinni í hópnum. Sumum finnst gott að vera í hóp og stunda líkamsrækt. Sumar eru með til að grennast. Enn aðrar eru með til þess eingöngu að hreyfa sig, bæta lífsstílinn og breyta hugarfarinu. Við erum á mismunandi mataræði, þurfum mismikið af fæðu daglega. En við erum allar saman og það gerir hópinn okkar svo yndislegan.
Ég er ofsalega ánægð með hópinn okkar og það eru svo mikil forréttindi fyrir mig að fá að vera með ykkur. Ég vil byggja hópinn okkar upp af jákvæðni og kærleika. Við erum dásamlegar konur - allar staddar á mismunandi stað í lífinu.
Margar konur hugsa stanslaust um vigtina. Vigtin getur verið okkar helsti óvinur. Ef við einblínum um of á vigtina getur það tafið ferðalag okkar á leið til betra lífs. Við setjum okkur takmark um að léttast um x-mörg kíló fyrir x-langan tíma. Svo kemur að vigtunardegi og vigtin sýnir ekki það sem við viljum sjá. Hvað gerist? Jú, við verðum daprar, leiðar, sjokkeraðar, brjálaðar, vonsviknar og svo framvegis. Þótt við ætlum okkur ekki að verða það - þá gerist það samt. Þessar tilfinningar skjóta upp kollinum jafnvel þótt við vitum að við höfum staðið okkur vel, höfum ekkert svindlað, höfum farið oft í ræktina, höfum misst sentimetra. Samt kemur þessi depurð og þetta vonleysi. Okkur finnst við vera á byrjunarreit. Allt út af einhverjum dauðum hlut sem við stígum á til að sjá einhverja tölu.
En hugsið ykkur! Okkur líður líka svona þótt við vitum að við höfum gert það sem við ætluðum ekki, þótt við höfum ekki mætt í ræktina, ekki borðað hollt, ekki farið eftir markmiðinu. Það kemur sama tilfinningin. Þetta er algjörlega huglægt. Allt er þetta í höfðinu á okkur.
Margir halda að hugsanir komi út frá tilfinningum, en þessu er öfugt farið. Fyrst kemur hugsun - svo koma tilfinningar. Grípum neikvæðar hugsanir áður en þær valda okkur vanlíðan. Grípum jákvæðar hugsanir og nýtum þær til að láta okkur líða vel.
Það skiptir í raun engu máli hvort við erum þetta mörg kíló eða ekki. Okkur þarf að líða vel með okkur sjálfar og finna fyrir ánægju yfir eigin tilveru. Það er algjört grundvallaratriði. Þar byrjum við vinnuna - þaðan getum við síðan farið og gert allt sem við viljum. Út frá eigin vellíðan. Að vera ánægðar með okkur sjálfar.
Af hverju erum við að vera að vigta okkur ef það gefur okkur ekki neitt annað en sársauka? Við þurfum þess einmitt ekki :) Gleymum vigtinni. Horfum í spegil. Að sjálfsögðu getum við vigtað okkur - en látum tölurnar á vigtinni ekki stjórna því hvernig okkur líður.
Ef við sjáum okkur feitar - þá sjá aðrir okkur örugglega feitar, ef við sjáum okkur fallegar - þá sjá aðrir okkur fallegar, ef við brosum framan í heiminn - þá brosir heimurinn framan í okkur.
Finnum okkur góðar og haldbærar jákvæðar rökhugsanir í staðinn fyrir þessar neikvæðu sem eru ekki skynsamar og eiga ekki við rök að styðjast. Þær eiga ekki að vera þarna :)
Setjum okkur það markmið fyrst og fremst að sættast við okkur sjálfar og hugsa jákvætt. Allt sem við gerum byggist á hugarfarinu. Ég sagði fyrir helgina að jákvæðni væri á sama stað og neikvæðnin - í okkar eigin huglægu fylgsnum - fylgsnum hugans. Það er dásamlegt að lifa og vera í jákvæðni.
Við getum sagt eitthvað fallegt við okkur sjálfar á hverjum degi. Ein mjög góð vinkona mín, sem er að berjast við sjálfa sig þessa dagana skrifaði mér um helgina og sagði:
Ég er minn besti vinur. Ég elska mig eins og ég er og ég stend við bakið á mér þegar ég þarf stuðning, hrós og ást. Ég mun grípa mig þegar ég dett og ég mun vera þar til að rífa mig upp aftur. Ég mun elska mig þrátt fyrir galla og mistök. Ég þarf ekki að sýnast fyrir sjálfri mér. Ég þarf ekki að vera fullkomin - ég er sjálfri mér nóg."
Þetta er akkúrat málið. Við erum sjálfum okkur nóg :)
Við erum allar svo einstakar og svo yndislegar. Við vitum þetta en við þurfum að læra að trúa því. Enginn er eins og við. Það er það fallega við lífið.
Lífið er alltaf fullt af vandamálum. Það er best að horfast í augu við það og ákveða að vera hamingjusamur þrátt fyrir það.
Mig langar að minna ykkur á að vera óhræddar við að biðja mig eða Fjólu um einkaviðtal ef ykkur langar til að spjalla eða fá ráð.
Knús til ykkar yndislegu Rósir og njótið nýrrar viku
Berglind
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Elísa Berglind Sigurjónsdóttir
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Ágúst 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
Tenglar
Mínir tenglar
- Mecca Spa
- Frábært blogg í baráttu við átröskun
- Stúdíó Sóleyjar
- Yoga með Maggý Dásamlegt yoga, Meðgöngu og mömmu yoga.
- Fit - Pilates á Íslandi Frábært æfingaprógramm
- Ragga Nagli Frábær síða full af fróðleik og góðum pistlum
- Umfjöllun um Átröskun hjá Sölva
- Overeaters Anonymous
- Greysheet Anonymous
- Hug-mynd, Hugur/líkami/sál
- Cafe Sigrún
- Góð heilsuræktarhugleiðing
- Hvað er í matnum
- Upplýsingasíða um fæðuofnæmi
- Heimilis uppskriftir
- Heilsubankinn
- MFM Miðstöðin
- Geðhjálp
- Kærleiksvefur Júlla
- Átaksblogg
- Elín Helga Egilsdóttir
Spurt er
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar