Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011

Haust 2011, Rósir og Fit-pilates

Mecca Spa er frábær líkamsræktarstöð á besta stað í Kópavogi – Nýbýlavegi.  Þetta er lítil og heimilisleg heilsurækt þar sem yndislegur andi svífur yfir öllu. 

Í vetur mun BBL heilsurækt bjóða upp á tvö fit-pilates námskeið auk Rósanna.

 

Fit-pilates:

Boðið verður upp á byrjendanámskeið í fit-pilates. Þau námskeið standa í 4 vikur og eru ætluð þeim sem ekki hafa verið áður í fit-pilates eða hafa ekki verið lengi í þjálfun eða eru eitthvað tæpir í líkamanum. Þessir tímar munu að sjálfsögðu taka vel á líka en ég mun þó setja upp meiri teygjur og jafnvægisæfingar en í hinu námskeiðinu.

Á námskeiðið fyrir þá sem eru lengra komnir geta þeir komið sem hafa verið í fit-pilates áður, t.d. þeir sem voru sl. vetur. Þetta verða fjölbreyttir pilates tímar sem taka vel á. Einn tími í viku verður púl og power þar sem við munum taka verulega vel á því, brenna vel og svitna.

Einungis 15 komast að á hvort námskeið.

 

Breytt og bætt líðan - Rósirnar:

Rósirnar verða með hefðbundnu sniði í vetur. Ég ætla þó að setja stöðvaþjálfun inn núna einu sinni í viku þar sem ég tel það þjálfunarform einstaklega gott og árangursríkt. Einn dagur í viku verður góð brennsla, dans eða leikir eða hvað sem okkur dettur í hug að gera og sundið verður svo áfram á mánudögum. Miðvikudagstímarnir, kósýtíminn, verður uppbyggður þannig að við tökum pilatesæfingar í upphafi tímans, förum svo í slökun og endum á góðum teygjum.

Matarklúbburinn verður á sínum stað og þemu. Ég er að hugsa um að það gæti kannski verið pínu sniðugt að hafa fræðslu og svoleiðis á matarklúbbskvöldunum. Þá myndu koma næringarþerapisti, grasalæknir, hómópati, matreiðslumaður, förðunarfræðingur – eða eitthvað í þessum dúr, til að fræða okkur og hvetja áfram.

Knús á ykkur og ég hlakka til að sjá ykkur sem flestar!

Allar nánari upplýsingar og skráning:

e.berglind@simnet.is

Sími 891-6901

Kærleikskveðja

Berglind

 

 

Ef þú vilt að draumar þínir rætist þá þarftu að vakna.

Dagurinn í dag er einstakur dagur því hann kemur

aldrei aftur. Njóttu þess að vera til í dag, opnaðu

hugann og hugsaðu jákvætt. Ekki líta til baka með

eftirsjá og vanlíðan. Horfðu heldur fram á við,

brostu á móti sólinni og lífinu og nýttu fortíðina

til að byggja þig upp. Þú getur verið jafn

hamingjusöm og þú ákveður að vera.

 

 

Mánudagur

Þriðjudagur

Miðvikudagur

Fimmtudagur

Sundlaug - Rósir BBL
17:05 - 18:00
Sundleikfimi

Stóri salur - Rósir BBL Berglind
17:00 - 18:00
Brennsla og gleði

Litli salur - Rósirnar Berglind
17:00 - 18:00
Pilates, teygjur, slökun

Stóri salur - Rósir BBL Berglind
17:00 - 18:00
Hringþjálfun og stöðvar

Stóri salur - BBL Berglind
18:15 - 19:05
Fit-pilates byrjendur/rólegt

 

Stóri salur - BBL Berglind
18:15 - 19:05
Fit-pilates byrjendur/rólegt

 

Stóri Salur - BBL Berglind
19:15 - 20:15
Fit-pilates fjölbreytni

 

Stóri Salur - BBL Berglind
19:15 - 20:15
Fit-pilates fjölbreytni

Stóri salur - BBL Berglind
19:15 - 20:15
Fit-pilates púl og power


 

 

 

 

 

 

 

 

 


Stundaskrá haust 2011 (birt með fyrirvara um breytingar)

Tímataflan okkar er sem hér segir:

Rósirnar - Breytt og bætt líðan

Mánudagar kl. 17:00 sundleikfimi

Þriðjudagar kl. 17:00 Brennsla

Miðvikudagar kl. 17:00 Fit-pilates, teygjur, slökun og kósýheit

Fimmtudagar kl. 17:00 Stöðvaþjálfun, þrekhringur, interval, eftirbruni

 

Fit-Pilates

Mánudagar kl. 19:00 Grunnurinn/fjölbreytni

Miðvikudagar kl. 19:00 Grunnurinn/fjölbreytni

Fimmtudagar kl. 19:00 Pilates æfingar - power/brennsla/interval/þrekhringur/stöðvar (þetta verða hörku púltímar)

 

Stanslaust fjör og skemmtilegheit :)


Um bloggið

Elísa Berglind Sigurjónsdóttir

Höfundur

Rósirnar heilsurækt, breytt og betri líðan
Rósirnar heilsurækt, breytt og betri líðan
Berglind er leiðbeinandi hjá Rósunum heilsurækt, Hátúni 12, Reykjavík. Hægt er að koma á tvö námskeið hjá Rósirnar heilsurækt: Breytt og betri líðan (BBL)og Zumba/lates. BBL er lokað námskeið. Þetta er hópur kvenna sem vill breyta og bæta sína líðan og setja sig sjálfar í fyrsta sæti. Zumba/lates er byggt upp þannig að fyrstu 30-35 mínúturnar er Zumba og styrktaræfingar úr fit-pilates prógramminu teknar í restina. Frábær námskeið! Leitaðu upplýsinga! e.berglind@simnet.is
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Spurt er

Hefur þú prófað fit pilates?

Nýjustu myndir

  • auglýsing 10092011
  • konulíkami IIII
  • konulíkami III
  •  MG 4782(20x25)
  • MECCA II

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband