Bloggfærslur mánaðarins, desember 2011
13.12.2011 | 22:10
Þú ert þinnar gæfu smiður
Þú ert þinnar gæfu smiður. Þú þarft að vera sátt við sjálfa þig til að geta verið sátt við lífið. Hamingja þín er ekki bundin í annarri manneskju. Þú skapar þína eigin hamingju. Það ert þú sem hefur val, þú velur fyrir þitt líf. Ef þú ákveður að vera hamingjusöm í því sem þú tekur þér fyrir hendur, þá muntu ljóma og vaxa í lífi og leik. Þú munt öðlast betri hæfni til að gefa af þér kærleika og hlýju.
Hver og ein okkar ber ábyrgð á sinni eigin innri líðan, sinni eigin hamingju og eigin viðbrögðum. Þú getur aldrei komið þessum hlutum yfir á aðra og gert aðra þar með ábyrga fyrir því sem þú gerir, það sem þér finnst eða hvernig þú bregst við aðstæðum og orðum. Þú stjórnar þér rétt eins og aðrir stjórna sjálfum sér. Þar liggur jafnvægið í samskiptum milli fólks.
Nú er dásamlegur tími hjá okkur öllum - aðventan og jólin á næsta leyti. Tími sem ætti að einkennast af kærleika og hlýju. Það er boðskapurinn sem skiptir máli. Andlegu gæðin, ekki veraldlegu gæðin. Þetta er tími samskipta og nærveru. Tími fjölskyldunnar. Allar ættum við að huga að því að koma fram við aðra eins og viljum að komið sé fram við okkur. Við höfum ennþá tækifæri til að gefa af okkur af kærleika og af hlýju. Það er aldrei of seint að segja við vin, maka, börn, fjölskyldu hversu mikið okkur þykir til þeirra koma og hversu mikla birtu þau færa í okkar tilveru. Bestu gjafirnar sem við gefum eru ekki veraldlegs eðlis heldur er það kærleikur, væntumþykja og hlýhugur.
Hugsum um kærleikann fyrst og fremst því þegar upp er staðið þá er það kærleikur og hlýja sem gefa okkur möguleika á hamingju. Kærleikur og hlýja í garð okkar sjálfra og náungans.
Njótum lífsins og njótum dagsins, með hvert öðru, fyrir okkur sjálf og fyrir kærleikann.
Örlítil saga til umhugsunar:
Maður nokkur refsaði 3ja ára gamalli dóttur sinni fyrir það að eyða heilli rúllu af gylltum pappír. Ekki var mikið til af peningum og reiddist hann þegar barnið reyndi að skreyta lítið box til að setja undir jólatréð.
Engu að síður færði litla stúlkan föður sínum boxið á jóladagsmorgun og sagði: "Þetta er handa þér pabbi". Við þetta skammaðist faðir stúlkunnar sín fyrir viðbrögð sín daginn áður. En reiði hans gaus upp aftur þegar hann áttaði sig á því að boxið var tómt. Hann kallaði til dóttur sinnnar, "veistu ekki að þegar þú gefur einhverjum gjöf, þá á eitthvað að vera í henni?"
Litla stúlkan leit upp til pabba síns með tárin í augunum og sagði: "Ó pabbi boxið er ekki tómt. Ég blés fullt af kossum í það. Bara fyrir þig pabbi." Faðirinn varð miður sín. Hann tók utan um litlu stúlkuna sína og bað hana að fyrirgefa sér.
Það er sagt að mörgum árum seinna, þegar faðir stúlkunnar lést, þá fór stúlkan gegnum eigur hans og þar fann hún gyllta boxið frá því á jólunum forðum við rúmstokkinn hans. Þar hafði hann haft það alla tíð. Þegar honum leið ekki vel gat hann tekið upp ímyndaðan koss og minnst allrar ástarinnar sem barnið hans hafði gefið honum og sett í boxið.
Í vissum skilningi höfum við allar lifandi mannverur tekið á móti gylltum boxum frá börnunum okkar, fjölskyldum og vinum, fullum af skilyrðislausri ást og kossum. Það getur enginn gefið dýrmætari gjöf. Lærðu að hlusta á það sem heimurinn segir þér. Hlustaðu á orðin, ekki ímynda þér merkinguna. Hlustaðu og trúðu.
Í dag skaltu gefa þér augnablik og njóta stórrar handfylli af minningum og mundu að þær verma hjarta þitt og bráðna þar, en ekki í höndum þínum. Góð minning lifir að eilífu og gefur þér frið í hjarta og sólskin í lífið.
Með ást og friði
Berglind
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Elísa Berglind Sigurjónsdóttir
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Ágúst 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
Tenglar
Mínir tenglar
- Mecca Spa
- Frábært blogg í baráttu við átröskun
- Stúdíó Sóleyjar
- Yoga með Maggý Dásamlegt yoga, Meðgöngu og mömmu yoga.
- Fit - Pilates á Íslandi Frábært æfingaprógramm
- Ragga Nagli Frábær síða full af fróðleik og góðum pistlum
- Umfjöllun um Átröskun hjá Sölva
- Overeaters Anonymous
- Greysheet Anonymous
- Hug-mynd, Hugur/líkami/sál
- Cafe Sigrún
- Góð heilsuræktarhugleiðing
- Hvað er í matnum
- Upplýsingasíða um fæðuofnæmi
- Heimilis uppskriftir
- Heilsubankinn
- MFM Miðstöðin
- Geðhjálp
- Kærleiksvefur Júlla
- Átaksblogg
- Elín Helga Egilsdóttir
Spurt er
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar