Bloggfærslur mánaðarins, október 2011
26.10.2011 | 22:53
Í dag hef ég gert allt rétt :)
Kæri Drottinn.
Í dag hef ég gert allt rétt. Ég hef ekki slúðrað, ekki orðið reið, ekki verið gráðug, fúl, vond eða sjálfselsk.
Ég hef ekki vælt, kvartað, blótað eða borðað súkkulaði. Og ég hef ekki sett neitt á kreditkortið mitt.
En ég fer á fætur eftir nokkrar mínútur og ég mun þurfa mun meiri hjálp eftir það.
Góði Guð, þú hlýtur að elska kaloríur fyrst þú gerðir svona margar. Eftir því sem ég eldist þeim mun erfiðara er fyrir mig að grennast því líkaminn og fitan eru orðin svo góðir vinir. Ég er viss um að inni í mér er mjó manneskja sem er að reyna að komast út, en yfirleitt næ ég að róa hana með nokkrum bitum af súkkulaðiköku.
Flestir, eins og til dæmis ég, þyngjast mest á ákveðnum stöðum eins og bakaríum og veitingastöðum.
Ég hef komist að því að þegar ég bæti á mig tveimur kílóum þá er það bjúgur, en þegar ég missi 2 kíló þá er það fita.
Takk fyrir allt.
Amen.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.10.2011 | 15:12
Góð vísa aldrei of oft kveðin :)
Ég ætla að lifa lífinu lifandi
Í dag er nýr dagur í frábæra lífinu mínu
Í dag ætla ég að halda ótrauð áfram í ferðalaginu mínu í átt að breyttri og bættri líðan. Ég ætla að sætta mig við fortíðina og líta á hana sem nauðsynlegan hluta af sjálfri mér og einstaka reynslu sem ég nýti mér framvegis í þeim eina tilgangi að gera mig sterkari
Í dag koma góðir hlutir til mín. Ég ætla að vera hugrökk og láta þessum degi nægja sína þjáningu. Ég ætla að taka einn dag í einu
Í dag er ég þakklát fyrir að vera á lífi. Lífið mitt er yndislegt ef ég læt ekkert aftra mér frá því að njóta þess
Í dag ætla ég að sjá fegurðina sem í kringum mig er. Ég ætla að líta í kringum mig og sjá fegurð fjalla, trjáa, mína eigin fegurð, fegurð fjölskyldunnar minnar, fegurð lífsins. Lífið er fegurð.
Í dag er ég full af eldmóð og finn tilgang með lífi mínu. Það er ástæða fyrir því að ég fæddist og ég ætla að njóta þess að vera til
Í dag gef ég mér tíma tíma til að hlæja og brosa. En ég ætla líka að muna að það koma dagar þegar allt virðist glatað. Þá ætla ég ekki að refsa mér fyrir að vera niðurdregin. Ég ætla að muna að niðursveiflan þarf ekki að vera löng og ég finn heppilegar leiðir til að stytta hana
Í dag er ég vakandi og ég er lifandi. Ég ætla að gera það sem ég get til að halda því áfram
Í dag einblíni ég á allt það góða í lífinu, umhverfinu og þakka fyrir allt. Þegar ég hugsa um allt sem ég hef í kringum mig og alla möguleikana sem við mér blasa þá verð ég þakklát. Ég ætla líka að muna að vera þakklát fyrir allt sem ég hef fengið að reyna. Reynslan hefur mótað mig og styrkt mig
Í dag ætla ég að hafa frið innra með mér og vera sátt við sjálfa mig og allt í kringum mig
Í dag ætla ég að elska sjálfa mig fyrir að ég er eins og ég er. Ég ætla að njóta þess að vera ég og gera allt það sem ég get fyrir sjálfa mig svo mér líði vel áfram
Í dag er ég frjáls til að vera ég sjálf og ég ætla að muna hve frelsið til að vera ég sjálf er dýrmætt. Í dag er ég innilega þakklát fyrir að vera ég því ég er best eins og ég er
Í dag er ég einstök manneskja. Engin önnur manneskja er eins og ég
Í dag ætla ég að búa mér til raunhæf markmið til að geta gert líf mitt eins og ég vil hafa það
Í dag ætla ég að taka lítil skref í einu og lifa fyrir þennan dag
Í dag ætla ég að muna að deginum í gær get ég ekki breytt, hann er fortíð, hann er búinn og farinn. Ég get lært af honum og tileinkað mér með skynsemi og þakklæti það sem miður fór til að geta gert betur. Á sama hátt get ég litið á allt það góða sem gerðist og nýtt mér það sem lærdóm til að halda áfram að gera vel. Morgundagurinn er framtíð, óráðin gáta sem ég get ekki séð hvernig verður og get því ekki ákveðið hvernig verður
Í dag ætla ég að muna að hvað svo sem gerist þá er dagurinn í dag nútíðin. Ég hef ákveðin völd til að ráða hvað gerist í dag. Ég get haft áhrif á það sem ég geri í dag, það sem ég geri núna. Það ætla ég að gera. Ég lifi fyrir daginn í dag og geri mitt allra besta til að dagurinn í dag verði besti dagurinn minn
Í dag ætla ég að muna að lífið er yndislegt, það er fullt af lausnum sem eru svör við spurningum mínum. Ég ætla að finna þessar lausnir í staðinn fyrir að sitja föst á sama stað
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Elísa Berglind Sigurjónsdóttir
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Ágúst 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
Tenglar
Mínir tenglar
- Mecca Spa
- Frábært blogg í baráttu við átröskun
- Stúdíó Sóleyjar
- Yoga með Maggý Dásamlegt yoga, Meðgöngu og mömmu yoga.
- Fit - Pilates á Íslandi Frábært æfingaprógramm
- Ragga Nagli Frábær síða full af fróðleik og góðum pistlum
- Umfjöllun um Átröskun hjá Sölva
- Overeaters Anonymous
- Greysheet Anonymous
- Hug-mynd, Hugur/líkami/sál
- Cafe Sigrún
- Góð heilsuræktarhugleiðing
- Hvað er í matnum
- Upplýsingasíða um fæðuofnæmi
- Heimilis uppskriftir
- Heilsubankinn
- MFM Miðstöðin
- Geðhjálp
- Kærleiksvefur Júlla
- Átaksblogg
- Elín Helga Egilsdóttir
Spurt er
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar