Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010

Áramótakveðja

cat_4

Elsku yndislegu blómin mín,

Mig langar til að senda ykkur mínar innilegustu og ljúfustu kveðjur með ósk um að árið 2011 verði ykkur kærleiksríkt og gott.

Árið sem nú er að kveðja okkur hefur verið ágætt. Yndislegar konur iðkuðu líkamsræktina sína í hópnum mínum og get ég með stolti sagt að árangur þessara kvenna er flottur. Ég mæli árangur þeirra ekki út frá því hvort sentimetrum eða kílóum fækkaði, heldur met ég árangur þeirra út frá því hvernig þær hugsa um sjálfar sig, hvernig þær bera sig, hvernig þeim líður andlega.

Markmið okkar númer eitt, tvö og þrjú er að líða vel í eigin líkama. Vera stoltar af okkur sjálfum og sáttar við eigin gjörðir og verk. Bera virðingu fyrir okkur sjálfum, brosa mót eigin spegilmynd á hverjum degi og hugsa jákvætt.

Hugsa út frá lausnum en ekki út frá vanda. Oft stöndum við frammi fyrir því að hlutirnir fara ekki eins og við óskuðum eftir. Þá þurfum við styrk til að bregðast við og finna lausn. Þennan styrk ætlum við að finna og varðveita. Ég hef stundum sagt að það séu ekki til nein vandamál heldur aðeins lausnir.  

Horfum með bjartsýni og jákvæðni yfir til ársins 2011 og gerum okkar allra besta til að setja okkur sjálfar í forgang, hugsa um heilsuna - því við eigum bara eina heilsu - og brosa, gefa af okkur af kærleika og gleði.

 

Njótið áramótanna hvar sem þið verðið og hvað sem þið munið hafa fyrir stafni.

 

Ást og friður

Berglind


Fit-Pilates fjölbreytni

Viltu styrkjast? Liðkast? Viltu stinna og langa vöðva?  

Ég byrja með nýtt 8 vikna námskeið 10. janúar 2011 og verða tímarnir 2x í viku - á mánudags- og miðvikudagskvöldum kl. 19:30 - 20:30        

Verð kr. 19.000.

 

Innifalið í verðinu er aðgangur að tækjasal, heitum potti, gufu og sundlaug og fleiru.

Auk þess er 10% afsláttur í glæsilega snyrti- og nuddstofu Mecca Spa 

 

Þetta er mjög flott og skemmtilegt námskeið - ekki láta það framhjá þér fara!

Skráðu þig strax - takmarkaður fjöldi kemst að.

Tileinkum okkur kærleika, jákvæðni og gleði.

Fit-Pilates fjölbreytni er byggt á blöndu úr Fit-Pilates prógramminu sem er einfalt en mjög fjölbreytt æfingaform með áherslu á miðju líkamans og stoðkerfi hans. Æfingarnar eru styrkjandi og liðkandi og bæta líkamlegt þrek og andlega líðan. Engin hopp eða högg á líkamann, aðeins frábærar æfingar á stóru æfingaboltunum sem koma öllum í gott form.

 

Fit-Pilates fjölbreytni þjálfar alla kviðvöðva, djúpvöðva, vöðva neðra baks, vöðva umhverfis hryggsúluna, lærvöðva að innan og utan, mjaðmir og rassvöðva. Þegar þessir vöðvar hafa styrkst er stoðkerfi líkamans komið með meiri stuðning.

 

Allar nánari upplýsingar í síma 891-6901 eða á e.berglind@simnet.is  

Með kærleika og gleði í hjarta

Berglind

 

 

 


BBL Breytt og bætt líðan

Viltu bæta andlega og líkamlega líðan þína?

 

© Persónuleg og einstaklingsmiðuð þjónusta

© Aðhald, stuðningur, hvatning, fræðsla

© Fjölbreytt hreyfing 3-4x í viku, 1x sund, 1x kósý, 2x brennsla

© Styrkjandi og liðkandi æfingar - engin hopp eða högg

© Aðstoð við að skipuleggja máltíðir dagsins og skammtastærðir

© Aðstoð við raunhæfa markmiðasetningu - eitt skref í einu

© Alltaf opið fyrir nýja þátttakendur

© Ýmsar skemmtilegar uppákomur og mikil fjölbreytni

© Þetta er líkamsrækt sem hentar konum af öllum stærðum og gerðum og á öllum aldri, sem hafa löngun til að gera breytingar og bæta líf sitt.

 

Fyrsti tími á nýju ári verður miðvikudaginn 5. janúar kl. 17:00

Mánudagar 17:15 SUND

Þriðjudagar 17:00 FJÖLBREYTNI

Miðvikudagar 17:00 KÓSÝ

Fimmtudagar 17:00 FJÖLBREYTNI

a) 3 mánuðir (jan, feb, mars)

b) 5 mánuðir (jan, feb, mars, apr, maí)

Markmiðið er að okkur líði vel með okkur sjálfar, hugsum jákvætt, aukum sjálfstraustið og í leiðinni að við náum tökum á mataræðinu og þyngdinni - án þess að fara í megrun. Látum heilbrigða skynsemi og jákvætt hugarfar ráða för. Reynum við að missa okkur ekki í útlitsdýrkun og einbeitum okkur að raunhæfum markmiðum og breyttri og bættri líðan.

Vinnum að því að gera hreyfingu og reglulegt mataræði að sjálfsögðum hlut í okkar lífi. Einblínum ekki á vigtun og mælingar heldur hugsum við um eitt skref í einu.

Hugsað verður ákaflega vel um allar konur, mikil alúð og skýr hugsjón.

Hafðu samband sem fyrst í síma 891-6901 eða e.berglind@simnet.is og fáðu upplýsingar um það sem þú vilt vita nánar um :)

Skráðu þig núna! Forgangsraðaðu og settu sjálfa þig í fyrsta sæti!

Hlakka til að sjá þig

Berglind


Jólin handan við hornið

 

Hver er sinnar gæfu smiður. Þú þarft að vera sáttur við sjálfan þig til að geta verið sáttur við lífið. Það eru ekki aðrir sem gera okkur hamingjusöm, við sköpum okkar eigin hamingju. Ef við erum hamingjusöm í því sem við erum að gera, þá munum við ljóma og vaxa í lífi og leik. Við munum öðlast betri hæfni til að gefa af okkur kærleika og hlýju.

 

Við berum öll ábyrgð á okkar eigin innri líðan, okkar eigin hamingju, okkar eigin viðbrögðum. Við getum aldrei komið þessum hlutum yfir á aðra og gert aðra þar með ábyrga fyrir því sem við gerum. Við stjórnum okkur sjálf og aðrir stjórna sjálfum sér. Þar liggur jafnvægið í samskiptum milli fólks. Það er að fara svo dásamlegur tími í hönd, tími samskipta og nærveru. Við ættum öll að huga að því að koma fram við aðra eins og við viljum að komið sé fram við okkur :)

 

Nú eru jólin rétt handan við hornið. Það gefur okkur tækifæri til að gefa af okkur af kærleika og af hlýju. Bestu gjafirnar sem við gefum eru ekki veraldlegs eðlis heldur er það kærleikur og væntumþykja.

 

Hugsum um kærleikann fyrst og fremst því það er heila málið. Þegar upp er staðið þá er það kærleikur og hlýja sem gefa okkur möguleika á hamingju.

 

Ég ætla að láta fylgja hér litla sögu sem ég fann á netinu um daginn og mér finnst eiga heima í okkar þjóðfélagslegu aðstæðum í dag.

 

Njótum lífsins og njótum dagsins, með hvert öðru, fyrir okkur sjálf og fyrir kærleikann.

 

"Maður nokkur refsaði 3ja ára gamalli dóttur sinni fyrir það að eyða heilli rúllu af gylltum pappír. Ekki var mikið til af peningum og reiddist hann þegar barnið reyndi að skreyta lítið box til að setja undir jólatréð.

 

Engu að síður færði litla stúlkan föður sínum boxið á jóladagsmorgun og sagði: "Þetta er handa þér pabbi". Við þetta skammaðist faðir stúlkunnar sín fyrir viðbrögð sín daginn áður. En reiði hans gaus upp aftur þegar hann áttaði sig á því að boxið var tómt. Hann kallaði til dóttur sinnnar, "veistu ekki að þegar þú gefur einhverjum gjöf, þá á eitthvað að vera í henni?"

 

Litla stúlkan leit upp til pabba síns með tárin í augunum og sagði: "Ó pabbi boxið er ekki tómt. Ég blés fullt af kossum í það. Bara fyrir þig pabbi." Faðirinn varð miður sín. Hann tók utan um litlu stúlkuna sína og bað hana að fyrirgefa sér.

 

Það er sagt að mörgum árum seinna, þegar faðir stúlkunnar lést, og hún fór í gegnum eigur hans hafi hún fundið gyllta boxið frá því á jólunum forðum við rúmstokkinn hans, þar hafði hann haft það alla tíð; þegar honum leið ekki vel gat hann tekið upp ímyndaðan koss og minnst allrar ástarinnar sem barnið hans hafði gefið honum og sett í boxið.

 

Í vissum skilningi höfum við allar lifandi mannverur tekið á móti gylltum boxum frá börnunum okkar, fjölskyldum og vinum, fullum af skilyrðislausri ást og kossum. Það getur enginn gefið dýrmætari gjöf.

 

Í dag skaltu gefa þér augnablik og njóta stórrar handfylli af minningum og mundu að þær verma hjarta þitt og bráðna þar, en ekki í höndum þínum."

 


BBL Breytt og bætt líðan

Nú er námskeiði haustsins að ljúka á næstum dögum.

Smávægis breytingar frá skipulagi haustsins munu verða á nýju námskeiði eftir áramótin. Fjóla mun ekki kenna ásamt Berglindi heldur mun Berglind verða ein.

Viltu bæta andlega og líkamlega líðan þína?

 

©       Persónuleg og einstaklingsmiðuð þjónusta

©       Aðhald, stuðningur, hvatning, fræðsla

©       Fjölbreytt hreyfing - 4 sinnum í viku, 1x sund, 1x kósý, 2x fjölbreytni

©       Styrkjandi og liðkandi æfingar, m.a. fit-pilates

©       Góðar æfingar - engin hopp og högg

 

©       Aðstoð við að skipuleggja máltíðir dagsins og skammtastærðir

©       Aðstoð við raunhæfa markmiðasetningu - eitt skref í einu

©       Alltaf opið fyrir nýja þátttakendur

©       Ýmsar skemmtilegar uppákomur og mikil fjölbreytni

©       Hentar ekki síður konum sem ekki hafa verið í þjálfun lengi eða aldrei

 

Fyrsti tími á nýju ári verður miðvikudaginn 5. janúar kl. 17:00

 

Mánudagar 17:15  SUND

Þriðjudagar 17:00  FJÖLBREYTNI

Miðvikudagar 17:00 KÓSÝ

Fimmtudagar 17:00 FJÖLBREYTNI

 

a)       3 mánuðir (jan, feb, mars)

b)       5 mánuðir (jan, feb, mars, apr, maí)

 

Markmiðið er að okkur líði vel með okkur sjálfar, hugsum jákvætt, aukum sjálfstraustið og í leiðinni að við náum tökum á mataræðinu og þyngdinni - án megrunarsjónarmiða. Einungis heilbrigð skynsemi og jákvætt hugarfar með í för.

 

Við ætlum að breyta um lífsstíl og læra að gera hreyfingu og reglulegt mataræði að sjálfsögðum hlut í okkar lífi. Einblínum ekki á vigtun og mælingar heldur vinnum við útfrá raunhæfum markmiðum og hugsum um eitt skref í einu. Hugsað verður ákaflega vel um allar konur, mikil alúð og skýr hugsjón.

 

Hafðu samband við Berglindi sem fyrst í síma 891-6901 eða e.berglind@simnet.is

 

Forgangsraðaðu og settu sjálfa þig í fyrsta sæti !

 

Hlakka til að sjá þig

Berglind hefur langa og góða reynslu af kennslu í blönduðum hópum auk fit-pilates kennslu.

 

 

 

 

 

 


Um bloggið

Elísa Berglind Sigurjónsdóttir

Höfundur

Rósirnar heilsurækt, breytt og betri líðan
Rósirnar heilsurækt, breytt og betri líðan
Berglind er leiðbeinandi hjá Rósunum heilsurækt, Hátúni 12, Reykjavík. Hægt er að koma á tvö námskeið hjá Rósirnar heilsurækt: Breytt og betri líðan (BBL)og Zumba/lates. BBL er lokað námskeið. Þetta er hópur kvenna sem vill breyta og bæta sína líðan og setja sig sjálfar í fyrsta sæti. Zumba/lates er byggt upp þannig að fyrstu 30-35 mínúturnar er Zumba og styrktaræfingar úr fit-pilates prógramminu teknar í restina. Frábær námskeið! Leitaðu upplýsinga! e.berglind@simnet.is
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Spurt er

Hefur þú prófað fit pilates?

Nýjustu myndir

  • auglýsing 10092011
  • konulíkami IIII
  • konulíkami III
  •  MG 4782(20x25)
  • MECCA II

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 591

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband