29.12.2009 | 11:22
Rósirnar Lífsstílsnámskeið hefst 4. janúar
Rósirnar
Lífsstílsnámskeið
Forgangsraðaðu og settu sjálfa þig í fyrsta sæti !
Rósirnar Lífsstílsnámskeið fer af stað að nýju 4. janúar. Fyrir nýja meðlimi er fyrsta vikan frí til prufu.
Yfir-Rós og kennari er Berglind en hún hefur talsverða reynslu af þolfimikennslu með mjög blandaða hópa.
Tímarnir eru opnir fyrir konur sem þurfa mikið aðhald, mikinn stuðning og hvatningu. Konur sem hafa leitað árangurslaust leiða til að breyta um lífsstíl geta fundið hér hjá okkur þann stuðning sem þær þurfa. Margt verður í boði til að aðstoða í átt til hinnar beinu brautar, einstakt aðhald, góð fræðsla, ómetanlegur stuðningur, einföld en mjög fjölbreytt leikfimi 3 sinnum í viku, þar sem boðið er upp á styrkjandi og liðkandi æfingar sem bæta líkamlegt þrek og andlega líðan. Engin hopp eða högg á líkamann, aðeins léttar æfingar sem koma öllum í gott form. Unnið með raunhæf, en háleit markmið - eitt skref í einu
Það sem er frábært við námskeiðið okkar er að alltaf opið fyrir nýjar konur þótt námskeiðið sé í eðli sínu lokað. Alltaf er hægt að koma nýr í hópinn og tekið er fagnandi á móti hverri og einni. Í hópnum ríkir einstakt andrúmsloft og mikil eining. Við vinnum með framtíðina í huga. Það er ekki einblínt á vigtun og mælingar heldur horfum við á spegilinn og metum okkur sjálfar út frá honum. Við munum hafa sem markmið að láta okkur líða vel með okkur sjálfar, auka sjálfstraustið og í leiðinni að ná tökum á mataræðinu og þyngdinni. Námskeiðið verður opið fyrir konur sem þurfa á því að halda að vera í svona hópi, þurfa að fá stuðning, þurfa að fá hvatningu - og vilja það :)
Þetta er dásamlegur félagsskapur, ómetanleg hvatning og styrkur og aðstaðan í Mecca Spa er hreint út sagt frábær.
Tölvupósturinn verður mikið notaður sem samskiptatæki þar sem sendar verða hvatningar og fræðsla og einnig geta meðlimir sent inn matardagbækur sínar til að fá álit - en hitaeiningar verða ekki taldar í þessu námskeiði J Markmiðið er að borða léttar máltíðir 4-6 sinnum á dag, borða flestan mat en fá sér einu sinni á diskinn. Að auki eru stuðningsfundir aðra hverja viku, á miðvikudögum kl. 16:30, þar sem við hittumst og spjöllum um allt milli himins og jarðar. Deilum hinum ýmsu málum með hinum í hópnum, tjáum okkur í algjörum trúnaði. Þær taka þátt sem vilja :)
Hópurinn er með nokkurskonar matarklúbb þar sem hist verður nokkrum sinnum í vetur. Búið er að hafa einn matarklúbb í haust og það var meiriháttar vel heppnað. Nokkrar taka sig saman, elda nýjar og hollar uppskriftir og bjóða hinum í klúbbnum að koma og borða. Þannig náum við að smakka hollar uppskriftir sem við kannski myndum ekki elda annars, lærum að elda þær, hristum saman hópinn og njótum samverunnar og styðjum í leiðinni hver aðra. Þær taka þátt sem vilja :) Næsti matarklúbbur verður í janúar.
Hópurinn hittist að auki nokkrum sinnum yfir veturinn og gerir eitthvað skemmtilegt saman. Fáum góða fyrirlesara til að hvetja okkur áfram, sýnikennslu í matargerð, snyrtikvöld, huggulegar stundir í pottinum, út að borða, diskóþema, kvöldgöngur í vor, endalausar hugmyndir :)
Tímatafla:
Mánudagar 18:00
Miðvikudagar 18:00
Föstudagar 17:30
Laugardagar kl. 11:00 sem Gunnur sjúkraþjálfari sér um. Fjölbreytt en hefðbundin leikfimi, þrekhringur og fleira þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Verð á vornámskeið eru:
Fyrir 3 mánaða kort kr. 28.000
Fyrir 6 mánaða kort kr. 50.000
Innifalið í verðinu er aðgangur í alla opna tíma í Mecca Spa, aðgangur í tækjasal, ráðgjöf og stuðningur. Aðgangur í sundlaug og heitan pott og að auki fá korthafar afslátt í snyrtistofunni.
Athugið að flest stéttarfélög og mörg fyrirtæki niðurgreiða líkamsrækt fyrir félagsmenn/starfsmenn sína.
Skráið ykkur hjá Berglindi í síma 891-6901 eða á netfangið e.berglind@simnet.is
Um bloggið
Elísa Berglind Sigurjónsdóttir
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Ágúst 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
Tenglar
Mínir tenglar
- Mecca Spa
- Frábært blogg í baráttu við átröskun
- Stúdíó Sóleyjar
- Yoga með Maggý Dásamlegt yoga, Meðgöngu og mömmu yoga.
- Fit - Pilates á Íslandi Frábært æfingaprógramm
- Ragga Nagli Frábær síða full af fróðleik og góðum pistlum
- Umfjöllun um Átröskun hjá Sölva
- Overeaters Anonymous
- Greysheet Anonymous
- Hug-mynd, Hugur/líkami/sál
- Cafe Sigrún
- Góð heilsuræktarhugleiðing
- Hvað er í matnum
- Upplýsingasíða um fæðuofnæmi
- Heimilis uppskriftir
- Heilsubankinn
- MFM Miðstöðin
- Geðhjálp
- Kærleiksvefur Júlla
- Átaksblogg
- Elín Helga Egilsdóttir
Spurt er
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.