Jólapæling

Tvær vikur til jóla - tæpar!

 

Það er stuttur tími. Það finnst allavega sumum. En í raun er það alveg nógur tími. Það er nógur tími ef við hugsum það þannig. Ég er að heyra fólk í kringum mig tala um að „þessu sé ekki lokið og hinu sé ekki lokið, það verða ekki jól ef ég geri ekki þetta og geri ekki hitt".

 

Hver er hinn eiginlegi tilgangur jólanna? Þá er ég ekki að tala um hinn trúarlega tilgang - sem er jú TILGANGURINN með jólunum - en læt aðra um að segja frá því.

 

Jólin eru hátíð. Á jólum hittum við marga vini og ættingja sem við höfum ekki hitt lengi. Á jólum njótum við þess að gefa öðrum gjafir, njótum þess að þiggja gjafir, njótum þess að hvíla okkur, njótum þess að borða góðan mat og njótum þess að vera saman. Sérstaklega ættum við að njóta þess að vera saman. Fjölskylda og vinir. Samvera af lífi og sál. Njóta tónlistar saman og spila.

 

Boðskapur jólanna er fallegur og hann snýst um okkur öll sem manneskjur.

 

Af hverju eru svona margir að tapa sér í stressi fyrir því að þrífa veggi, loft, innan úr skápum, bak við skápa, bóna og hvað þetta nú allt heitir? Börnin standa stóreyg hjá og skilja þetta ekki. Við gleymum þeim alveg á meðan. Hlaupandi búð úr búð til að kaupa flottustu gjafirnar til að gefa. Börnin dragast með okkur inn í þetta og hundleiðist. Svo vinnum við miklu meira en fullan vinnudag og börnin hanga og bíða. Þetta er oft svona. Við konur erum þreyttar, við erum útbrunnar, langar að gera allt en sjáum ekki fram á að hafa tíma. Okkur langar að sinna börnunum en ef við setjumst niður til að gera eitthvað „annað" þá fáum við það á tilfinninguna að við séum að „stelast". Samviskubitið er að drepa mann. Heyrði meira að segja talað um „jólasamviskubit" í dag!

 

Bakstur. Matargerð. Innkaup. Sem flestar smákökusortir. Kaupa konfekt, sælgæti, allar tegundir af steikum og meðlæti. Allar tegundir af ís og eftirréttum. Fyrir utan að búa helst allt til. Mann langar að gera allt. Allt. Kaupa allt handa börnunum.

 

Svo bætast við fjárhagsáhyggjur. Mann langar að gefa öllum svo flott og fínt í jólagjöf og það verður til þess að oft er eytt langt um efni fram - bara til að geta keypt gjafir handa öðrum. Það er vel hægt að gefa öðrum gjafir án þess að rústa fjárhagnum hjá sjálfum sér. Það er gaman að gefa, það er alveg ábyggilegt. Það er yndislegt að gefa.  

 

En þarf þetta að vera svona? Stöldrum aðeins við og hugleiðum....

 

Erum við ekki að missa okkur í of miklum verkum  og tilstandi vegna jólanna? Það er alveg saman hvað við gerum eða gerum ekki - 24. desember rennur upp, hann líður hjá og 25. desember kemur svo.  

 

Jólin eru gleðitími fjölskyldunnar og samverustund. Tími hvíldar og jafnvel leti. Við þurfum að hugsa um okkur sjálf líka. Við þurfum að gefa okkur sjálfum gjöf ekki bara hugsa um hina. Gjöfin sem við gefum okkur sjálfum er sú að við hugsum um okkur, gerum það sem er best fyrir okkur og látum okkur líða vel. Ef okkur líður vel þá eru yfirgnæfandi líkur á því að öðrum í fjölskyldunni okkar líði vel. Við smíðum og sköpum okkar hamingju sjálf. Að gefa okkur sjálfum fallegar hugsanir, bros, kærleika og ástúð er besta gjöf sem við getum gefið - því við gefum öðrum svo mikið í leiðinni.

 

Hvað gerir það til þótt það verði ekki búið að skúra allt húsið á aðfangadag? Hvað gerir það til þótt það séu til dæmis ekki  bakaðar 10 sortir af smákökum? Hvað gerir það til þótt við sleppum því stundum að búa til konfekt? Eða hengja upp seríur og jólaskraut út um ALLT hús? Því ekki að fara meðalveginn og ná með því að eiga fleiri yndislegar stundir með fjölskyldunni?

 

Allt of margar konur stressast upp og líður ekki nógu vel í undirbúningi jólanna vegna allra þeirra verka sem þær þurfa að inna af hendi. Mörg þessara verka þarf ekki nauðsynlega að vinna - jólin má halda alveg jafn hátíðleg þótt þessi verk séu ekki unnin. Ég hef séð alltof margar konur fara illa með sig í undirbúningi jólanna og þær enda svo með því að vera dauðþreyttar á aðfangadag og ná alls ekki að slaka á og njóta. Á þetta nokkuð að vera svona?

 

Á jólum verðum við að huga að þeim sem minna mega sín. Það eru ekki allir jafn heppnir. Sumir eiga ekki fjölskyldu, vini, peninga, ást, heimili, mat. Sumir eru hræðilega veikir. Eiga ekki heilsu. Við megum ekki gleyma þeim öllum. Við þurfum að gefa þeim gaum. Oft þarf ekki mikið til að gleðja aðra. „Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt" kvað Einar Ben. Mikið rétt. Það er með ólíkindum hvað eitt bros getur gert stórt kraftaverk. Eitt handtak, ein hjálpandi hönd. Eitt gott orð sem sagt er, hvatning á réttu augnabliki. Allt getur haft óskaplega mikið gott að segja.

 

Lítum í spegil á hverjum degi og segjum við okkur sjálfar hvað við erum frábærar og hvað við eigum skilið að vera hamingjusamar J Segjum við okkur að þetta sé dagurinn sem við ætlum að gera það sem við GETUM og ÞURFUM til að okkur líði vel.

 

Við getum engu breytt um það sem er liðið. Dagurinn í gær er búinn. Það er sama hversu heitt við óskum okkur að það breytist - það gerist ekki. Hann er búinn. Dagurinn á morgun er ekki byrjaður. Við vitum ekki ennþá hvað hann mun færa okkur. En daginn í dag eigum við og hann getum við haft áhrif á. Með jákvæðu hugarfari og að setja okkur sjálfar í fyrsta sæti gerum við daginn í dag að kraftaverkadegi sem mun færa okkur dásemdarhorfur til framtíðar.

 

Hvað sem á dynur - við berum alltaf ábyrgð á okkur sjálfum og okkar eigin líðan. Ef við öxlum þessa ábyrgð þá erum við á fagurgrænni grein :)

 

Kærleikur

Berglind

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Elísa Berglind Sigurjónsdóttir

Höfundur

Rósirnar heilsurækt, breytt og betri líðan
Rósirnar heilsurækt, breytt og betri líðan
Berglind er leiðbeinandi hjá Rósunum heilsurækt, Hátúni 12, Reykjavík. Hægt er að koma á tvö námskeið hjá Rósirnar heilsurækt: Breytt og betri líðan (BBL)og Zumba/lates. BBL er lokað námskeið. Þetta er hópur kvenna sem vill breyta og bæta sína líðan og setja sig sjálfar í fyrsta sæti. Zumba/lates er byggt upp þannig að fyrstu 30-35 mínúturnar er Zumba og styrktaræfingar úr fit-pilates prógramminu teknar í restina. Frábær námskeið! Leitaðu upplýsinga! e.berglind@simnet.is
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Spurt er

Hefur þú prófað fit pilates?

Nýjustu myndir

  • auglýsing 10092011
  • konulíkami IIII
  • konulíkami III
  •  MG 4782(20x25)
  • MECCA II

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband