Ég ætla að lifa lífinu lifandi

 

  • Í dag er dagur í frábæra lífinu mínu.
  • Ég byrja eða held ótrauð áfram breytta lífsstílnum mínum í dag. Ég ætla að sætta mig við fortíðina og líta á hana sem nauðsynlegan hluta af mér og einstaka reynslu sem ég nýti mér framvegis í þeim eina tilgangi að gera mig sterkari.
  • Allir góðir hlutir koma til mín í dag. Ég ætla að vera hugrökk og láta hverjum degi nægja sína þjáningu. Ég ætla að taka einn dag í einu.
  • Ég er þakklát fyrir að vera á lífi. Lífið er yndislegt ef maður lætur ekkert aftra sér frá því að njóta þess.
  • Ég sé fegurð alls staðar í kringum mig. Ég lít í kringum mig og sé fegurð fjalla, trjáa, mína eigin fegurð, fegurð fjölskyldunnar minnar, fegurð lífsins. Lífið er fegurð.
  • Ég er full af eldmóð og finn tilgang í lífi mínu. Það er ástæða fyrir því að ég fæddist. Ég ætla að njóta þess að vera til.
  • Ég gef mér tíma til að hlæja og brosa á hverjum degi. En ég ætla líka að muna að það koma dagar þegar allt virðist ömurlegt. Þá ætla ég ekki að refsa mér fyrir að vera niðurdregin. Ég ætla að muna að niðursveiflan þarf ekki að vera löng og ég kann leiðir til að stytta hana.
  • Ég er vakandi og ég er lifandi. Ég ætla að gera það sem ég get til að halda því áfram.
  • Ég einblíni á allt það góða í lífinu , umhverfinu og þakka fyrir allt. Ég er ákaflega þakklát fyrir allt sem ég hef. Þegar ég hugsa um allt sem ég hef í kringum mig og alla möguleikana sem við mér blasa þá er ég þakklát. Ég ætla líka að muna að vera þakklát fyrir allt sem ég hef fengið að reyna. Reynslan hefur mótað mig og styrkt mig.
  • Ég ætla að hafa frið innra með mér og vera sátt við sjálfa mig og allt í kringum mig.
  • Ég ætla að elska sjálfa mig og njóta þess að vera ég, vera með mér og gera það sem ég get fyrir sjálfa mig svo mér líði vel áfram.
  • Ég er frjáls til að vera ég sjálf og ég ætla að muna hve frelsið til að vera ég sjálf er dýrmætt.
  • Ég er einstök manneskja. Engin önnur manneskja er eins og ég.
  • Ég er þakklát fyrir að vera ég.
  • Ég ætla að búa mér til raunhæf markmið til að geta gert líf mitt eins og ég vil hafa það.
  • Ég ætla að taka lítil skref í einu og horfa á einn dag í einu.
  • Deginum í gær get ég ekki breytt, hann er fortíð, hann er búinn og farinn. Ég get lært af honum og tileinkað mér með skynsemi og þakklæti það sem miður fór til að geta gert betur. Ég get litið á allt það góða sem gerðist og nýtt mér það sem lærdóm til að halda áfram að gera vel. Morgundagurinn er framtíð, óráðin gáta sem ég get ekki séð hvernig verður og get því ekki ákveðið hvernig verður.
  • En það sem gerist í dag er nútíð. Ég get ráðið því. Ég get haft áhrif á það sem ég geri í dag, það sem ég geri núna. Það ætla ég að gera. Ég lifi fyrir daginn í dag og geri mitt allra besta til að dagurinn í dag verði besti dagurinn minn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Elísa Berglind Sigurjónsdóttir

Höfundur

Rósirnar heilsurækt, breytt og betri líðan
Rósirnar heilsurækt, breytt og betri líðan
Berglind er leiðbeinandi hjá Rósunum heilsurækt, Hátúni 12, Reykjavík. Hægt er að koma á tvö námskeið hjá Rósirnar heilsurækt: Breytt og betri líðan (BBL)og Zumba/lates. BBL er lokað námskeið. Þetta er hópur kvenna sem vill breyta og bæta sína líðan og setja sig sjálfar í fyrsta sæti. Zumba/lates er byggt upp þannig að fyrstu 30-35 mínúturnar er Zumba og styrktaræfingar úr fit-pilates prógramminu teknar í restina. Frábær námskeið! Leitaðu upplýsinga! e.berglind@simnet.is
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Spurt er

Hefur þú prófað fit pilates?

Nýjustu myndir

  • auglýsing 10092011
  • konulíkami IIII
  • konulíkami III
  •  MG 4782(20x25)
  • MECCA II

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband