Rósirnar Heilsurækt - breytt og betri líðan - haustönn 2012

 

Rósirnar Heilsurækt - Breytt og betri líðan

Staðsetning: Sjálfsbjargarhúsið Reykjavík - Hátúni 12 jarðhæð og sundlaug Sjálfsbjargar Hátúni 12

 

Stundatafla haustannar:

Mánudagar kl. 17:00 Stöðvar eða brennsla (vel tekið á)

Þriðjudagar kl. 18:00 Vatnsballetsundleikfimizumba (fjör og kraftur í sundlauginni)

Miðvikudagar kl. 17:00 Stöðvar eða brennsla (vel tekið á)

Fimmtudagar kl. 17:00 Kósý (pilates, slökun og teygjur)

Fyrsti tíminn verður þriðjudaginn 4. september kl. 18:00 í sundlauginni

 

Það verða tvö verð í gangi, annars vegar fyrir 4x í viku og hins vegar fyrir 2x í viku og ég hvet ykkur til að koma sem oftast í leikfimi.

Verðskrá – 16 vikur (september til desember):

2x í viku kr. 30.000

3x-4x í viku kr. 38.000

 

Þær sem vilja aðstoð við að breyta mataræði og matarvenjum munu fá aðstoð. Gefnir verða út matseðlar vikunnar ásamt uppskriftum. Sem fyrr þá er áherslan hjá mér að leiðbeina með breyttan lífsstíl. Ég hef enga trú á megrunarkúrum því ég veit að eina leiðin til að bæta líðanina og jafnvel minnka líkamsummálið er að breyta vana og venjum til frambúðar með aðferðum sem drepa okkur ekki úr leiðindum.

Þetta verður frábærlega skemmtilegur heilsuvetur, fullur af gleði og kærleika. Við munum njóta samvista við hverja aðra,hreyfa okkur að lágmarki 3x í viku, hittast í matarklúbbum, hafa þematíma og Guð má vita hvað fleira okkur dettur í hug að gera.

Allar nánari upplýsingar fyrirspurnir og skráning í síma 891-6901 eða á e.berglind@simnet.is

Sjáumst 4. september :)

Kærleikskveðja Berglind

 

 


 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hlakka til 

Dagbjört Kristín Bárðardóttir (IP-tala skráð) 12.8.2012 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Elísa Berglind Sigurjónsdóttir

Höfundur

Rósirnar heilsurækt, breytt og betri líðan
Rósirnar heilsurækt, breytt og betri líðan
Berglind er leiðbeinandi hjá Rósunum heilsurækt, Hátúni 12, Reykjavík. Hægt er að koma á tvö námskeið hjá Rósirnar heilsurækt: Breytt og betri líðan (BBL)og Zumba/lates. BBL er lokað námskeið. Þetta er hópur kvenna sem vill breyta og bæta sína líðan og setja sig sjálfar í fyrsta sæti. Zumba/lates er byggt upp þannig að fyrstu 30-35 mínúturnar er Zumba og styrktaræfingar úr fit-pilates prógramminu teknar í restina. Frábær námskeið! Leitaðu upplýsinga! e.berglind@simnet.is
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Spurt er

Hefur þú prófað fit pilates?

Nýjustu myndir

  • auglýsing 10092011
  • konulíkami IIII
  • konulíkami III
  •  MG 4782(20x25)
  • MECCA II

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband