Ķ upphafi feršalagsins

 

Góšan daginn elsku fallegu Rósir :)

Nżtt įr er nś hafiš og hugur okkar allra eflaust uppfullur af allskonar hugmyndum um žaš hvernig viš getum fariš aš žvķ aš lįta okkur lķša betur į įrinu 2012 heldur en į įrinu 2011.

Žaš er ein grundvallarregla sem žarf aš uppfylla įšur en haldiš er af staš:

„Žaš gerist ekki neitt hjį okkur ef jįkvęša hugarfariš er ekki meš ķ för"

Žaš er hįklassa stašreynd aš hreyfing og hollar matarvenjur eiga aš vera hlutir sem viš gerum af žvķ aš okkur langar til žess, okkur lķšur vel af žvķ og okkur finnst žaš gaman. Žetta į ekki aš snśast um aš massa samviskubit sem viš buršumst meš vegna „ófullkomins" mataręšis, hreyfingarleysis eša almenns nennuleysis. Samviskubit er tilfinning sem algjör óžarfi er aš buršast meš, žaš gerir okkur enn leišari og fęrir okkur enn lengra frį raunhęfum markmišum. Sameinumst og fylgjum samviskubitinu til grafar.

„Dagurinn ķ dag er bestur, žvķ ķ dag hefuršu allt sem žś žarfnast"

Žaš er nefnilega mįliš. Ķ dag höfum viš žaš sem viš žörfnumst. Viš lifum besta lķfinu meš žvķ aš njóta žess sem viš upplifum nśna. Hvaš getum viš gert akkśrat nśna til aš okkur lķši sem best? Viš gerum žaš ekki meš žvķ aš finna okkur sjįlfum allt til forįttu, refsa okkur endalaust fyrir litlu smįatrišin sem ekki ganga upp, tala illa um okkur sjįlfar ķ huganum eša ķmynda okkur allt žaš versta sem getur gerst. Nei, viš gerum žaš meš žvķ aš hrósa okkur sjįlfum fyrir allt sem viš gerum vel, viš gerum žaš meš žvķ aš fyrirgefa sjįlfum okkur misgjöršir og mistök og meš žvķ aš sętta okkur viš okkur eins og viš erum.

„Žaš vęri lķtiš variš ķ skóginn ef ašeins fuglarnir meš fallegustu röddina myndu syngja"

Viš erum allar yndislegar, skemmtilegar, góšar, kęrleiksrķkar, fallegar og frįbęrar. Einfaldlega af žvķ aš viš erum viš. Žaš er engin önnur manneskja eins og ég eša žś. Hver og ein okkar hefur sķna sérstöšu. Aušvitaš erum viš misjafnar, en žaš er lķka žaš sem gerir lķfiš stórfenglegt. Viš höfum allar okkar sögu aš segja og žaš er mismikiš sem hefur į daga okkar drifiš. Lķfiš er nśiš og lķfiš er stutt, en žaš er sannarlega gott. Lķfiš er fullt af ónżttum tękifęrum sem viš höfum til aš gera góša hluti enn skemmtilegri og breyta neikvęšum hugsunum ķ jįkvęšar hugsanir.

„Žegar einar dyr ķ lķfinu lokast žį opnast ašrar"

Bęttur lķfsstķll er ekkert annaš en hugarfarsbreyting. Um leiš og viš lokum fyrir neikvęšar tilfinningar, hugsanir og athafnir, žį opnum viš  fyrir jįkvęšar tilfinningar, jįkvętt hugarfar og upplifanir. Eyšum ekki tķmanum ķ aš sakna einhvers sem viš höfum ekki. Žaš segir sig sjįlft aš žaš, aš sitja heima og berja sjįlfa sig nišur fyrir aš vera ekki svona eša hinsegin ķ śtliti, oršum eša gjöršum, gerir ekki annaš en aš drepa nišur alla möguleika į góšri nżtingu į góšri orku og jįkvęšni. Horfum į žaš sem viš höfum. Lķfiš okkar er stśtfullt af möguleikum sem viš getum nżtt okkur. Hvaš langar okkur aš gera?

„Gęrdagurinn er fortķšin - ekkert sem žś gerir ķ dag breytir žvķ sem geršist ķ gęr"

Hvaš ętli viš höfum eytt mörgum dżrmętum stundum lķfs okkar ķ  hugsanir um fortķšna og eftirsjį gagnvart öllu žvķ sem viš geršum eša geršum ekki. Hvaš ętli viš höfum oft boršaš allt of stóra matarskammta eingöngu af žvķ aš viš vorum aš syrgja eitthvaš sem viš rįšum ekki einu sinni viš? Ķ einskęrri vanlķšan og vonleysi höfum viš refsaš okkur fyrir aš hafa ekki framkvęmt svona eša hinsegin. Eyšum orkunni ķ eitthvaš annaš en stöšugan samanburš viš eitthvaš og einhverja. Žetta er allt spurning um hugarfar. Jįkvętt hugarfar og horfa fram į veginn. Lķta į okkur sem manneskjur og virša okkar persónurétt. Viš erum yndislegar manneskjur og viš eigum rétt į aš lķša vel. Viš höfum rétt til aš setja okkur mörk og segja jį eša nei įn žess aš žurfa aš śtskżra hvers vegna. Viš höfum rétt til aš takast į viš lķfiš eins og viš viljum og žurfum. Viš getum aldrei stjórnaš žvķ hvaš ašrir segja og gera eša bregšast viš ašstęšum. Viš berum allar įbyrgš į okkar eigin lķšan og okkur ber aš hugsa fyrst og fremst um aš uppfylla okkur sjįlfar.

„Ekkert gerist bara meš žvķ aš smella fingrum"

Breyting į lķfsstķl tekur tķma og žaš er heldur ekki įreynslulaust feršalag. Viš eigum įn nokkurs vafa eftir aš fara tvö skref įfram og eitt afturįbak į leišinni. Viš žurfum aš lęra aš gefa okkur sjįlfum leyfi til aš vera ekki fullkomnar og aš gera ekki allt į fullkominn hįtt. Setjum upp nokkrar megin leišbeiningar sem viš munum fara eftir ķ breyttum lķfsstķl. Boršum morgunmat, hįdegismat, millimįl og kvöldmat og setjum bara einu sinni į diskinn. Viš ęttum allar aš hreyfa okkur į einhvern hįtt aš algjöru lįgmarki 3x ķ viku. Žaš er sagt aš žaš taki lķkamann um 21 dag aš venjast og ašlagast breytingum. Žaš er ekki sķšur hugurinn sem žarf žessa ašlögun.

Förum kįtar og glašar, fullar af jįkvęšni og hugrekki af staš ķ breytta og bętta lķšan.

 Tökum einn dag ķ einu - lifum ķ nśinu.

Meš viršingu og kęrleika

Ykkar Berglind


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Um bloggiš

Elísa Berglind Sigurjónsdóttir

Höfundur

Rósirnar heilsurækt, breytt og betri líðan
Rósirnar heilsurækt, breytt og betri líðan
Berglind er leišbeinandi hjį Rósunum heilsurękt, Hįtśni 12, Reykjavķk. Hęgt er aš koma į tvö nįmskeiš hjį Rósirnar heilsurękt: Breytt og betri lķšan (BBL)og Zumba/lates. BBL er lokaš nįmskeiš. Žetta er hópur kvenna sem vill breyta og bęta sķna lķšan og setja sig sjįlfar ķ fyrsta sęti. Zumba/lates er byggt upp žannig aš fyrstu 30-35 mķnśturnar er Zumba og styrktaręfingar śr fit-pilates prógramminu teknar ķ restina. Frįbęr nįmskeiš! Leitašu upplżsinga! e.berglind@simnet.is
Jan. 2025
S M Ž M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Spurt er

Hefur þú prófað fit pilates?

Nżjustu myndir

  • auglýsing 10092011
  • konulíkami IIII
  • konulíkami III
  •  MG 4782(20x25)
  • MECCA II

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frį upphafi: 0

Annaš

  • Innlit ķ dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir ķ dag: 0
  • IP-tölur ķ dag: 0

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband