Í dag hef ég gert allt rétt :)

Kæri Drottinn.

Í dag hef ég gert allt rétt. Ég hef ekki slúðrað, ekki orðið reið, ekki verið gráðug, fúl, vond eða sjálfselsk.

Ég hef ekki vælt, kvartað, blótað eða borðað súkkulaði. Og ég hef ekki sett neitt á kreditkortið mitt.

En ég fer á fætur eftir nokkrar mínútur og ég mun þurfa mun meiri hjálp eftir það.

Góði Guð, þú hlýtur að elska kaloríur fyrst þú gerðir svona margar. Eftir því sem ég eldist þeim mun erfiðara er fyrir mig að grennast því líkaminn og fitan eru orðin svo góðir vinir.

Ég er viss um að inni í mér er mjó manneskja sem er að reyna að komast út, en yfirleitt næ ég að róa hana með nokkrum bitum af súkkulaðiköku.

Flestir, eins og til dæmis ég, þyngjast mest á ákveðnum stöðum eins og bakaríum og veitingastöðum.

Ég hef komist að því að þegar ég bæti á mig tveimur kílóum þá er það bjúgur, en þegar ég missi 2 kíló þá er það fita.

Takk fyrir allt.


Amen.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.10.2011 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Elísa Berglind Sigurjónsdóttir

Höfundur

Rósirnar heilsurækt, breytt og betri líðan
Rósirnar heilsurækt, breytt og betri líðan
Berglind er leiðbeinandi hjá Rósunum heilsurækt, Hátúni 12, Reykjavík. Hægt er að koma á tvö námskeið hjá Rósirnar heilsurækt: Breytt og betri líðan (BBL)og Zumba/lates. BBL er lokað námskeið. Þetta er hópur kvenna sem vill breyta og bæta sína líðan og setja sig sjálfar í fyrsta sæti. Zumba/lates er byggt upp þannig að fyrstu 30-35 mínúturnar er Zumba og styrktaræfingar úr fit-pilates prógramminu teknar í restina. Frábær námskeið! Leitaðu upplýsinga! e.berglind@simnet.is
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Spurt er

Hefur þú prófað fit pilates?

Nýjustu myndir

  • auglýsing 10092011
  • konulíkami IIII
  • konulíkami III
  •  MG 4782(20x25)
  • MECCA II

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband