15.3.2011 | 11:44
Þriðjudagur og áfram höldum við :)
Góðan daginn elsku stelpurnar mínar!
Hvað er að frétta? Hvernig hafið þið það á þessum annars fína Drottins degi?
Ráðgátan leyst (fann þetta á netinu um daginn).....
Fyrsta daginn skapaði Guð hundinn. Guð sagði: "Sittu allan daginn við dyrnar á húsinu þínu og geltu að öllum sem ganga inn eða ganga framhjá. Lífshlaup þitt mun verða 20 ár." Þá sagði hundurinn: "Það er alltof langur tími til þess að vera geltandi, hafðu árin frekar tíu og ég gef þér til baka hin tíu." Guð samþykkti þetta.
Annan daginn skapaði Guð apann. Guð sagði: "Skemmtu fólki, framkvæmdu apabrögð og komdu fólki til að hlægja. Lífshlaup þitt mun verða 20 ár". Þá sagði apinn: "Framkvæma apabrögð í tuttugu ár, ég held ekki. Hundurinn gaf til baka tíu og ég ætla að gera það líka." Guð samþykkti það.
Þriðja daginn skapaði Guð kúna. Guð sagði: "Þú þarft að fara út á tún með bóndanum og dvelja þar allan daginn og þjást undir sólinni, svo munt þú eignast kálfa og mjólka þannig að bóndinn geti séð fyrir fjölskyldu sinni. Lífshlaup þitt mun verða 60 ár." Kýrin sagði: "Svo erfitt líf í sextíu ár, gefðu mér frekar tuttugu og ég gef til baka fjörutíu ár." Guð samþykkti það.
Á fjórða degi skapaði Guð manninn. Guð sagði: "Borðaðu, sofðu, leiktu þér, giftu þig svo og njóttu lífsins. Lífshlaup þitt mun verða 20 ár. Þá sagði maðurinn. "Hvað, bara 20 ár? Heyrðu, ég tek mín tuttugu og þau fjörutíu sem kýrin gaf til baka og tíu árin frá apanum og svo tíu árin sem hundurinn gaf til baka, það gera samtals áttatíu ár. Er það í lagi?" "Það er í lagi", sagði Guð.
Svo þarna er kominn skýringin á því hvers vegna við borðum, sofum, leikum okkur og njótum lífsins fyrstu 20 árin, svo þrælum við í sólinni næstu 40 árin til þess að sjá fjölskyldu okkar farborða, svo næstu 10 árin þar á eftir högum við okkur eins og apar til þess að hafa ofan fyrir barnabörnunum og síðustu tíu árin sitjum við á veröndinni og geltum að öllum sem koma eða ganga framhjá.
Þetta var lausn gátunnar um lífið................eða þannig sko.
Ég hvet ykkur til að vera duglegar að koma í leikfimina og ekki hika við að senda mér tölvupóst eða hringja í mig ef það er eitthvað sem ég get hjálpað ykkur með eða ef þið viljið spjalla :)
Hlakka til að sjá ykkur í kvöld, njótið dagsins og verið góðar við ykkur sjálfar með því að hugsa fallega um ykkur og til ykkar.
4 lykilatriði hvers dags:
Þolinmæði - Jákvæðni - Bros - Sjálfsmeðvitund
Vertu þolinmóð - þú breytir ekki líðan og lífsstíl á einum degi. Það verða alltaf nokkur skrefin afturábak, en það er allt í lagi því við vitum að við getum svo vel risið upp aftur og haldið áfram.
Vertu jákvæð - allt sem þú gerir byggist upp á jákvæðu hugarfari. Þú getur haft áhrif á alla þætti lífs þíns með því að byggja upp jákvætt hugarfar og snúa neikvæðum hugsunum upp í jákvæðar hugsanir. Lífsstílsbreyting og heilsuefling er hugarfarsbreyting.
Vertu brosandi - bros smitar. Ef þú brosir til annarra þá er næstum því bókað að þú færð bros til baka. Ef þú brosir framan í eigin spegilmynd um leið og þú lítur í spegil að morgni, þá geturðu haft áhrif á það hvernig dagurinn þinn verður. Ákveddu fyrir þig sjálfa að morgni hvernig dag þú vilt upplifa.
Vertu sjálfsmeðvituð - það að vera meðvituð um sjálfa þig og það sem þú ert að takast á við getur skipt sköpum fyrir þann árangur sem þú munt. Að hafa hugann við markmiðið skiptir máli. Þú sáir, þú uppskerð og þú nýtur ávaxtanna. Þú.
Hafið Gullnu regluna á bak við eyrað:
Borðum flestan mat og sem fjölbreyttastan, fáum okkur einu sinni á diskinn og hreyfum okkur að lágmarki þrisvar í viku!
Kærleikur og ást
Berglind
Um bloggið
Elísa Berglind Sigurjónsdóttir
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Ágúst 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
Tenglar
Mínir tenglar
- Mecca Spa
- Frábært blogg í baráttu við átröskun
- Stúdíó Sóleyjar
- Yoga með Maggý Dásamlegt yoga, Meðgöngu og mömmu yoga.
- Fit - Pilates á Íslandi Frábært æfingaprógramm
- Ragga Nagli Frábær síða full af fróðleik og góðum pistlum
- Umfjöllun um Átröskun hjá Sölva
- Overeaters Anonymous
- Greysheet Anonymous
- Hug-mynd, Hugur/líkami/sál
- Cafe Sigrún
- Góð heilsuræktarhugleiðing
- Hvað er í matnum
- Upplýsingasíða um fæðuofnæmi
- Heimilis uppskriftir
- Heilsubankinn
- MFM Miðstöðin
- Geðhjálp
- Kærleiksvefur Júlla
- Átaksblogg
- Elín Helga Egilsdóttir
Spurt er
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.