Þú ert best eins og þú ert

Gömul kínversk kona átti tvo leirpotta sem hún hengdi á sitthvorn endann á langri stöng sem hún bar á öxlum sínum. Á hverju degi sótti hún vatn langa leið í uppsprettu fjarri heimilinu. Annar potturinn var sprunginn eftir endilöngu og var því aðeins hálffullur þegar heim kom. Hinn potturinn var fullkominn og skilaði sér alltaf fullur af vatni eftir þessa löngu leið heim að húsinu.

Svona gekk þetta í tvö ár, daglega gekk gamla konan með pottana að uppsprettunni og daglega kom hún heim með aðeins einn og hálfan pott af vatni.

Auðvitað var fullkomni potturinn ánægður með sína frammistöðu en sprungni potturinn skammaðist sín og leið mjög illa þar sem frammistaða hans var aðeins til hálfs við það sem hann var skapaður til að gera.

Eftir tveggja ára vinnu talaði hann til konunnar við uppsprettuna. "Ég skammast mín fyrir frammistöðu mína, vegna sprungunnar á hlið minni lekur helmingurinn af vatninu burt á leiðinni heim. Þú ættir að henda mér og fá þér nýjan pott."

Gamla konan brosti, "Hefur þú tekið eftir að þín hlið við götuna er blómum skreytt, á meðan engin blóm vaxa hinum megin götunnar? Vegna þess að ég hef alltaf vitað af þessum galla þínum, þá sáði ég fræjum á þinni hlið götunnar og á hverjum degi þegar við göngum heim vökvar þú blómin mín. Ég hef um árabil getað týnt þessi fallegu blóm og skreytt heimili mitt með þeim. Af því þú ert eins og þú ert, þá hef ég fengið að njóta fegurðar blómanna."

 

Enginn er eins og ég og enginn er eins og þú. Engin okkar er eins. Við höfum allar okkar galla, en gallar okkar geta jafnframt verið okkar helstu kostir. Við erum stórkostlegar eins og við erum. Ef okkur hefði verið ætlað að vera eins og aðrir, þá værum við þannig. Eyðum ekki lífinu í að óska þess að við værum öðruvísi en við erum. Hættum að reyna að þröngva sjálfum okkur inn í einhver fyrirfram skipulögð form og mót sem einhverjir sem við jafnvel þekkjum ekki hafa búið til. Við eigum ekki heima þar. Við eigum heima þar sem okkur líður vel, þar sem við finnum frið í sálinni, þar sem við erum sáttar. Láttu sjálfstraustið ráða, settu þér þín eigin mörk þar sem þú sjálf ræður ríkjum, fyrir þig sjálfa og engan annan. Þú er yfirmaður þíns lífs.

Þú er sú sem sáir fyrir þitt líf, þú uppskerð og þú færð að njóta ávaxtanna.

 

Ekki láta annað fólk stjórna

því hvernig þér líður á

daginn. Taktu afstöðu fyrir

þitt líf og settu þér markmið

sem henta þér. Þú ert

stórkostleg kona og þú átt

skilið að upplifa það besta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Elísa Berglind Sigurjónsdóttir

Höfundur

Rósirnar heilsurækt, breytt og betri líðan
Rósirnar heilsurækt, breytt og betri líðan
Berglind er leiðbeinandi hjá Rósunum heilsurækt, Hátúni 12, Reykjavík. Hægt er að koma á tvö námskeið hjá Rósirnar heilsurækt: Breytt og betri líðan (BBL)og Zumba/lates. BBL er lokað námskeið. Þetta er hópur kvenna sem vill breyta og bæta sína líðan og setja sig sjálfar í fyrsta sæti. Zumba/lates er byggt upp þannig að fyrstu 30-35 mínúturnar er Zumba og styrktaræfingar úr fit-pilates prógramminu teknar í restina. Frábær námskeið! Leitaðu upplýsinga! e.berglind@simnet.is
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Spurt er

Hefur þú prófað fit pilates?

Nýjustu myndir

  • auglýsing 10092011
  • konulíkami IIII
  • konulíkami III
  •  MG 4782(20x25)
  • MECCA II

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband