10.1.2011 | 11:16
Mánudagur - ný vika - bjarstýni og jákvæðni
Nú er ný og yndisleg vika að fara í hönd og bjartsýni og jákvæðni er tilvalinn ferðafélagi nú sem fyrr.
Mig langar að senda ykkur mína allra bestu strauma inn í þessa viku. Sendi aðeins það besta til ykkar því það eigið þið skilið. Þið eigið skilið að umvefja ykkur sjálfar sælu og gleði og vera þakklátar ykkur sjálfum fyrir að gefa ykkur tækifæri á því að að næra ykkur, bæði á sál og líkama. Eins og ég sagði við ykkur í síðustu viku þá má líta á þá ákvörðun að breyta um lífsstíl sem tækifæri til að gera allt sem við getum til að okkur sjálfum líði sem best. Á hverjum degi.
Við erum í forgangi í okkar lífi. Ef við hugsum ekki vel um okkur sjálfar þá drögum við úr möguleikanum á því að hugsa vel um aðra. Við eigum aðeins eina heilsu og ef heilsan klikkar þá skerðast lífsgæði okkar. Það er alveg ljóst. Möguleikar okkar á því að bæta heilsuna eru hér og nú.
Reglubundin hreyfing er það besta sem við getum gert fyrir andlega heilsu okkar ekki síður en líkamlega heilsu. Einn læknir sagði við mig fyrir nokkrum árum þegar ég stóð frammi fyrir því að berjast fyrir lífinu eða gefast upp: „besti vinur þunglyndis og depurðar er hreyfingaleysi". Ég var svo brjálæðislega þunglynd og veik af átröskun að fyrir mér voru bara tvær leiðir. Uppgjöf eða barátta. Í mörg ár barðist ég fyrir bættri heilsu minni. Datt niður á botninn og krafsaði mig upp aftur. Aftur og aftur. En ég hafði alltaf leiðarljós.
Mitt leiðarljós var bjarstýni og jákvæðni. Það er allt hægt - það sem við þurfum er vilji og löngun. Jafnvel auðmýkt og fúsleiki. Að viðurkenna fyrir sjálfri sér að enginn annar gerir hlutina fyrir mann. Allt í kringum okkur er aðstoð að fá. Þið allar hafið ákveðið að gera eitthvað fyrir ykkur sjálfar - setja ykkur sjálfar í forgang. Þið kusuð BBL sem ykkar leið. Hér er aðhald, hér er hvatning, hér er stuðningur. Í hópnum getum við fengið þann stuðning sem við þurfum því allar erum við að glíma við eitthvað í lífinu. Það sem er svo skemmtilegt og gott við hópinn er að við erum staddar á svo mismunandi stað. Sumar eru á byrjunarreit - aðrar komnar miklu lengra. En við erum allar hér af því við kusum svo.
Enginn gerir þetta fyrir okkur. Jóna í næsta húsi fer ekki að hreyfa sig til að okkar heilsa batni. Við hreyfum okkur ekki til að Sigga á fjórðu hæð fái bætta heilsu. Nei, við þurfum að hugsa um að við erum að gera þetta fyrir okkur sjálfar - engan annan. Við framkvæmum og uppskerum eins og við sáum.
Breyting á lífsstíl er ferðalag og BBL er breytt og bætt líðan. Þetta er upphafið að einhverju alveg dásamlegu. Hugsum þetta ferðalag einn dag í einu - eitt skref í einu. Markmiðið sem við getum sett okkur í upphafi er að breyta mynstrinu og bæta líðanina. Það er langtímamarkmið. Skammtímamarkmiðin eru unnin einn dag í einu. Andleg næring er jafn nauðsynleg og líkamleg. Við þurfum að tileinka okkur þá góðu aðferð að nota jákvæðar hugsanir í stað neikvæðra. Það krefst æfingar, en er ákaflega árangursríkt ef það er notað. Hugsum fallega um okkur sjálfar og til okkar sjálfra.
Heilsubankabókin:
Leiðbeiningar um notkun:
- 1. Taktu "LÍKAMSRÆKT" inn 3x - 5x í viku, 15mín - 60mín í senn, allt árið
- 2. Nærðu líkamann á hollum og næringarríkum mat
- 3. Sjáðu til þess að þú fáir nægan svefn ( 8 klst á sólarhring)
- 4. Hugsaðu jákvætt um sjálfa þig oft á dag og vertu bjartsýn
- 5. Mundu að það eru í raun ekki til vandamál heldur aðeins lausnir við þeim málum sem við stöndum frammi fyrir í hvert sinn
- 6. Besti vinur þunglyndis og depurðar er hreyfingarleysi
- 7. Hamingjan er ekki í fortíðinni, hamingjan er ekki í framtíðinni, hamingjan er í hjarta þínu núna
- 8. Hugsaðu um einn dag í einu og taktu lítil skref og þú nærð markmiðum þínum
- 9. Skrifaðu matardagbók að minnsta kosti einn dag í viku
- 10. Þakkaðu fyrir hvern dag. Þakkaðu fyrir það sem þú hefur en ekki það sem þú hefur ekki
Andleg næring er jafn nauðsynleg og líkamleg. Við þurfum að tileinka okkur þá góðu aðferð að nota jákvæðar hugsanir í stað neikvæðra. Það krefst æfingar, en skilar sér margfalt til baka.
Hugsum fallega um okkur sjálfar og til okkar sjálfra.
Kærleikskveðja
Berglind
Um bloggið
Elísa Berglind Sigurjónsdóttir
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Ágúst 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
Tenglar
Mínir tenglar
- Mecca Spa
- Frábært blogg í baráttu við átröskun
- Stúdíó Sóleyjar
- Yoga með Maggý Dásamlegt yoga, Meðgöngu og mömmu yoga.
- Fit - Pilates á Íslandi Frábært æfingaprógramm
- Ragga Nagli Frábær síða full af fróðleik og góðum pistlum
- Umfjöllun um Átröskun hjá Sölva
- Overeaters Anonymous
- Greysheet Anonymous
- Hug-mynd, Hugur/líkami/sál
- Cafe Sigrún
- Góð heilsuræktarhugleiðing
- Hvað er í matnum
- Upplýsingasíða um fæðuofnæmi
- Heimilis uppskriftir
- Heilsubankinn
- MFM Miðstöðin
- Geðhjálp
- Kærleiksvefur Júlla
- Átaksblogg
- Elín Helga Egilsdóttir
Spurt er
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæhæ!
Guðdómlegur pistill :)
Er í óða önn að tileinka mér þetta
Kveðja,
Móða
Móða (IP-tala skráð) 10.1.2011 kl. 18:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.