4.10.2010 | 09:28
Ný og dásamleg Rósa-vika
Nú er kominn nýr mánuður og við búnar að vera einn mánuð í heilsurækt. Þessi mánuður er búinn að vera frábær og dásamlegt að sjá allar yndislegu Rósirnar í hverri viku.
Mig langar að ítreka að við erum allar í Rósunum af persónulegum ástæðum þótt við séum hér eflaust allar til að breyta og bæta lífsstíl okkar. Hver og ein okkar hefur einnig sínar sérstöku ástæður fyrir veru sinni í hópnum. Sumum finnst gott að vera í hóp og stunda líkamsrækt. Sumar eru með til að grennast. Enn aðrar eru með til þess eingöngu að hreyfa sig, bæta lífsstílinn og breyta hugarfarinu. Við erum á mismunandi mataræði, þurfum mismikið af fæðu daglega. En við erum allar saman og það gerir hópinn okkar svo yndislegan.
Ég er ofsalega ánægð með hópinn okkar og það eru svo mikil forréttindi fyrir mig að fá að vera með ykkur. Ég vil byggja hópinn okkar upp af jákvæðni og kærleika. Við erum dásamlegar konur - allar staddar á mismunandi stað í lífinu.
Margar konur hugsa stanslaust um vigtina. Vigtin getur verið okkar helsti óvinur. Ef við einblínum um of á vigtina getur það tafið ferðalag okkar á leið til betra lífs. Við setjum okkur takmark um að léttast um x-mörg kíló fyrir x-langan tíma. Svo kemur að vigtunardegi og vigtin sýnir ekki það sem við viljum sjá. Hvað gerist? Jú, við verðum daprar, leiðar, sjokkeraðar, brjálaðar, vonsviknar og svo framvegis. Þótt við ætlum okkur ekki að verða það - þá gerist það samt. Þessar tilfinningar skjóta upp kollinum jafnvel þótt við vitum að við höfum staðið okkur vel, höfum ekkert svindlað, höfum farið oft í ræktina, höfum misst sentimetra. Samt kemur þessi depurð og þetta vonleysi. Okkur finnst við vera á byrjunarreit. Allt út af einhverjum dauðum hlut sem við stígum á til að sjá einhverja tölu.
En hugsið ykkur! Okkur líður líka svona þótt við vitum að við höfum gert það sem við ætluðum ekki, þótt við höfum ekki mætt í ræktina, ekki borðað hollt, ekki farið eftir markmiðinu. Það kemur sama tilfinningin. Þetta er algjörlega huglægt. Allt er þetta í höfðinu á okkur.
Margir halda að hugsanir komi út frá tilfinningum, en þessu er öfugt farið. Fyrst kemur hugsun - svo koma tilfinningar. Grípum neikvæðar hugsanir áður en þær valda okkur vanlíðan. Grípum jákvæðar hugsanir og nýtum þær til að láta okkur líða vel.
Það skiptir í raun engu máli hvort við erum þetta mörg kíló eða ekki. Okkur þarf að líða vel með okkur sjálfar og finna fyrir ánægju yfir eigin tilveru. Það er algjört grundvallaratriði. Þar byrjum við vinnuna - þaðan getum við síðan farið og gert allt sem við viljum. Út frá eigin vellíðan. Að vera ánægðar með okkur sjálfar.
Af hverju erum við að vera að vigta okkur ef það gefur okkur ekki neitt annað en sársauka? Við þurfum þess einmitt ekki :) Gleymum vigtinni. Horfum í spegil. Að sjálfsögðu getum við vigtað okkur - en látum tölurnar á vigtinni ekki stjórna því hvernig okkur líður.
Ef við sjáum okkur feitar - þá sjá aðrir okkur örugglega feitar, ef við sjáum okkur fallegar - þá sjá aðrir okkur fallegar, ef við brosum framan í heiminn - þá brosir heimurinn framan í okkur.
Finnum okkur góðar og haldbærar jákvæðar rökhugsanir í staðinn fyrir þessar neikvæðu sem eru ekki skynsamar og eiga ekki við rök að styðjast. Þær eiga ekki að vera þarna :)
Setjum okkur það markmið fyrst og fremst að sættast við okkur sjálfar og hugsa jákvætt. Allt sem við gerum byggist á hugarfarinu. Ég sagði fyrir helgina að jákvæðni væri á sama stað og neikvæðnin - í okkar eigin huglægu fylgsnum - fylgsnum hugans. Það er dásamlegt að lifa og vera í jákvæðni.
Við getum sagt eitthvað fallegt við okkur sjálfar á hverjum degi. Ein mjög góð vinkona mín, sem er að berjast við sjálfa sig þessa dagana skrifaði mér um helgina og sagði:
Ég er minn besti vinur. Ég elska mig eins og ég er og ég stend við bakið á mér þegar ég þarf stuðning, hrós og ást. Ég mun grípa mig þegar ég dett og ég mun vera þar til að rífa mig upp aftur. Ég mun elska mig þrátt fyrir galla og mistök. Ég þarf ekki að sýnast fyrir sjálfri mér. Ég þarf ekki að vera fullkomin - ég er sjálfri mér nóg."
Þetta er akkúrat málið. Við erum sjálfum okkur nóg :)
Við erum allar svo einstakar og svo yndislegar. Við vitum þetta en við þurfum að læra að trúa því. Enginn er eins og við. Það er það fallega við lífið.
Lífið er alltaf fullt af vandamálum. Það er best að horfast í augu við það og ákveða að vera hamingjusamur þrátt fyrir það.
Mig langar að minna ykkur á að vera óhræddar við að biðja mig eða Fjólu um einkaviðtal ef ykkur langar til að spjalla eða fá ráð.
Knús til ykkar yndislegu Rósir og njótið nýrrar viku
Berglind
Um bloggið
Elísa Berglind Sigurjónsdóttir
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Ágúst 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
Tenglar
Mínir tenglar
- Mecca Spa
- Frábært blogg í baráttu við átröskun
- Stúdíó Sóleyjar
- Yoga með Maggý Dásamlegt yoga, Meðgöngu og mömmu yoga.
- Fit - Pilates á Íslandi Frábært æfingaprógramm
- Ragga Nagli Frábær síða full af fróðleik og góðum pistlum
- Umfjöllun um Átröskun hjá Sölva
- Overeaters Anonymous
- Greysheet Anonymous
- Hug-mynd, Hugur/líkami/sál
- Cafe Sigrún
- Góð heilsuræktarhugleiðing
- Hvað er í matnum
- Upplýsingasíða um fæðuofnæmi
- Heimilis uppskriftir
- Heilsubankinn
- MFM Miðstöðin
- Geðhjálp
- Kærleiksvefur Júlla
- Átaksblogg
- Elín Helga Egilsdóttir
Spurt er
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.