13.9.2010 | 12:35
Ný vika – jákvætt hugarfar – betri líðan
Nú er rúmlega vika liðin af námskeiðinu.
Það er meira en að segja það að drífa sig af stað í ræktina, sérstaklega þegar maður hefur legið í dvala í langan tíma. Andlega hliðin okkar er oft ekki upp á marga fiska og líkamlega erum við ef til vill mjög slæmar.
Það sem er svo gott við Rósirnar, er að allar konurnar koma saman á sínum eigin forsendum, hver og ein með sitt eigið markmið. Hver og ein er í hópnum fyrir sig sjálfa. Við erum allar staddar á mismunandi stað með okkur sjálfar og eigum allar okkar sögu. Sú saga er misjöfn eins og við erum margar. En gleymum því ekki að sameiginlegt markmið okkar allra er þó samt lífsstílsbreyting. Við erum hér allar til að breyta og bæta okkar lífsstíl, bæta okkar andlegu og líkamlegu líðan. Við erum hér til að takast á við mataræði, styrkjast, liðkast og sumar þurfa að léttast - eflaust eru ástæðurnar jafn margar og við erum margar.
Þegar einar dyr lokast opnast aðrar, en við horfum oft svo lengi og með svo mikilli eftirsjá á dyrnar sem lokuðust að við tökum ekki eftir öllum þeim dyrum sem standa opnar.
Við lokuðum einum dyrum þegar við tókum ákvörðun um að breyta um lífsstíl. Við ákváðum að loka dyrunum að lítilli eða engri hreyfingu, óheppilegu mataræði og líkamlegri- og andlegri vanlíðan og opna í staðinn dyrnar breyttum og bættum lífsstíl. Þær dyr standa galopnar fyrir okkur núna. Við höfum þennan möguleika, þetta val, að fara innfyrir opnu dyrnar og njóta þess sem þar er að finna.
Skrefin sem við þurfum að stíga núna eru lítil og þau eru mörg. Þegar ákvörðun hefur verið tekin um að breyta lífsstíl og taka upp nýja lifnaðarhætti þá verðum við fyrst og fremst að sætta okkur við að Róm var ekki byggð á einum degi". Þetta tekur tíma og gerist alls ekki fyrsta daginn. Bestur árangur næst með mörgum litlum skrefum, teknum einu í einu.
Grundvöllurinn fyrir því að ná árangri og breyta lífsstíl er Jákvætt Hugarfar og Góð Sjálfsmynd. Við komumst ákaflega langt með jákvæðu hugarfari. Mjög margt sem aflaga fer í lífinu fer á þann veg vegna neikvæðra hugsana okkar og lélegs sjálfsmats.
Það krefst einungis einnar jákvæðrar hugsunar að sigra heilan her af neikvæðum hugsunum! Snertirðu eitt einasta hjarta með gjörð þinni nærðu meiri árangri en þúsund manns sem beygja höfuð sitt í bæn.
Neikvæðar hugsanir eru akkilesarhæll margra. Oft eru þessar neikvæðu hugsanir meira að segja ósjálfráðar. Þær læðast upp að okkur og taka völdin án þess að við gerum neitt til að verjast. En það er hægt að verjast, það er hægt að ná tökum á neikvæðum hugsunum og neikvæðu hugarfari. Með því að vera meðvitaðar og með því að segja alltaf eitthvað jákvætt í staðinn fyrir þetta neikvæða getum við smám saman breytt hugarfari okkar í jákvæða átt.
Eins og ég sagði í upphafi þá er rúmlega vika búin af námskeiðinu okkar. Mæting hefur verið mjög góð og ég hvet ykkur allar til að vera duglegar að mæta áfram. Leikfimin sem við erum í er mjög fjölbreytt, vel blönduð og mun gefa ykkur mikið. En - eins og venjulega þá veltur árangur á manni sjálfum. Það sem þú leggur inn á reikninginn þinn - það geturðu tekið út með vöxtum. Það er engin verðbólga að þvælast fyrir okkur hér. Við uppskerum bara eins og við sáum.
Það hefur enginn þurft að leiða þig í freistni - þangað hefurðu gengið ein og óstudd.
Breyttu hugsun þinni og þú breytir heimi þínum!
Við förum nú smám saman að taka á mataræðinu. Ágætt að koma hreyfingu að sem sjálfsögðum hlut í okkar lífsins rútínu áður en við höldum af stað í mataræðið. Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að það eru ekki allar Rósirnar sem þurfa á ráðleggingum í mataræði að halda, en ég reikna þó með að flestar ykkar vilji stuðning og hvatningu í sambandi við matinn.
Við verðum stöðugt að næra líkamann á því sem hann þarfnast til að endurnýja sig. Góð næring er nauðsynleg og að borða oft og þá minna í einu gefur okkur jafnari blóðsykur og heldur okkur í jafnvægi út daginn. Við öðlumst meiri orku og afköstum meiru. Góð næring er jafn nauðsynleg og góð líkamsrækt. Þegar við nýtum daginn í að borða jafnt og þétt þá höldum við blóðsykrinum í lagi og okkur gengur betur að halda okkur frá sætindum og því að borða of mikið. Löngun í sykur og sætindi minnkar til muna þegar við breytum mataræðinu á þennan hátt. Minnkandi neysla á sykri og sætindum bætir heilsu okkar á allan hátt, minnkar stress, andlega vanlíðan, þreytu, slen, höfuðverk, meltingartruflanir og svona mætti lengi telja. Hæfileg vatnsdrykkja hjálpar einnig mjög mikið til.
Þú munt komast upp á lag með það að njóta. Njóta þess að hreyfa þig og njóta þess að borða. Þú munt læra að setja þér markmið og fara eftir þeim. Það eina sem þú þarft er virkilegur VILJI til að gera það sem þú ætlar þér og þú þarft að TRÚA því að þetta sé hægt.
Breyttan lífsstíl þarf að taka í smáum skrefum og ætla sér ekki um of. Ekki einblína á vigt og málband og það að telja hitaeiningar. Breyttan lífsstíl þarf að skoða með því hugarfari að mæta í ræktina reglulega, borða reglulega - jafnt og þétt yfir daginn, snúa neikvæðum hugsunum yfir í jákvæðar og bæta sjálfsmyndina. Horfa í spegilinn og brosa. Reyndu að borða sem flestan mat og minnka brauðmagn og athugaðu líka að unnar matvörur innihalda oft óæskileg efni. Hafa ber í huga að allur matur inniheldur orku. Það er alveg sama hvaða matur það er. En við þurfum orku til að lifa. Líttu á þetta þannig að bíll þarf orku til að geta keyrt - líkaminn okkar þarf orku til að geta lifað og starfað eðlilega. Við þurfum orku til að geta sinnt okkar daglegu störfum. Öll umframorka sem innbyrt er breytist í það sem er í daglegu tali kölluð líkamsfita. Með öðrum orðum, það sem gerist er að þessi umframorka sest utan á líkama okkar og veldur okkur vanlíðan og getur á vissum tímapunkti orðið lífshættulegt.
Gott ráð er að skrá niður allt sem borðað er á daginn, þá sérðu hvað þú ert að láta ofan í þig og þú sérð hvenær þú ert að borða og hversu mikið. Þú þarft að finna þína leið - kannski hentar það þér ekki að skrá niður - en prófaðu og athugaðu.
Mig langar til að setja upp nokkra punkta og ég bið ykkur um að hugleiða:
- Að við erum ekki í megrun og við erum ekki í átaki. Við erum að gera það sem við þurfum að gera til að breyta um lífsstíl í þeim tilgangi að bæta andlega og líkamlega líðan okkar
- Að það tekur líkama okkar um það bil 21 dag að losna við vana og venja sig að breyttum aðstæðum. 21 Dag. Þolinmæði er dyggð!
- Að það er mjög gott þegar við byrjum nýjan lífsstíl að huga að eftirfarandi: Þolinmæði - jákvæðni - Bros - Meðvitund
- Að heilsan er okkar dýrmætasta eign - hugsum vel um heilsuna
- Að hugsa í lausnum - það eru engin vandamál til, bara lausnir
- Að það ert ÞÚ sem ert að breyta um lífsstíl fyrir ÞIG og það ert ÞÚ sem uppskerð
- Að borða EKKI færri en 4-6 litlar máltíðir á dag á tveggja til fjögurra tíma fresti
- Að fara aldrei svöng í matvörubúð
- Að taka með nesti í vinnuna (eða í heimsóknir) til að vera undirbúin
- Að drekka vel af vatni á hverjum degi. Ekki minna en 3-4 glös
- Að skipuleggja máltíðir fyrirfram og skrá hvað er borðað
- Að fá sér aðeins einu sinni á diskinn. Undir öllum kringumstæðum
- Að taka vítamín og bætiefni eftir þörfum
- Að standa frammi fyrir speglinum hvern dag og brosa mót sjálfri þér J
- Að segja við sjálfa þig - í dag er dagurinn þegar ég ætla að vera hamingjusöm
- Að segja við sjálfa þig - hamingjan er ferðalag, ekki áfangastaður
- Að segja við sjálfa þig - ég er eins og ég er - alveg dásamleg eins og ég er
- Að passa að fá nægan nætursvefn
- Að það gerir þetta enginn fyrir þig. Þetta er þitt sköpunarverk og þú nýtur ávaxtanna af erfiðinu J
Takk fyrir að lesa :) Njótið dagsins!
Knús
Berglind
Um bloggið
Elísa Berglind Sigurjónsdóttir
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Ágúst 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
Tenglar
Mínir tenglar
- Mecca Spa
- Frábært blogg í baráttu við átröskun
- Stúdíó Sóleyjar
- Yoga með Maggý Dásamlegt yoga, Meðgöngu og mömmu yoga.
- Fit - Pilates á Íslandi Frábært æfingaprógramm
- Ragga Nagli Frábær síða full af fróðleik og góðum pistlum
- Umfjöllun um Átröskun hjá Sölva
- Overeaters Anonymous
- Greysheet Anonymous
- Hug-mynd, Hugur/líkami/sál
- Cafe Sigrún
- Góð heilsuræktarhugleiðing
- Hvað er í matnum
- Upplýsingasíða um fæðuofnæmi
- Heimilis uppskriftir
- Heilsubankinn
- MFM Miðstöðin
- Geðhjálp
- Kærleiksvefur Júlla
- Átaksblogg
- Elín Helga Egilsdóttir
Spurt er
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.