Saga Öldu - uppbyggjandi lesning

Saga Öldu.

 

Ég heiti Alda og langar að deila með ykkur smá hluta af lífshlaupi mínu sem að ég vona að verði einhverjum sem les hvatning til betra lífs.  Árið 2005 fór ég á námskeið hjá Fjólu ( sem kenndi þá í Baðhúsinu en nú í Mecca Spa )

Ég var mikill þunglyndissjúklingur, fékk kvíðaköst og var mjög félagsfælin allt frá árinu 1997, byrjaði sem fæðingarþunglyndi og endaði með sjálfsvígstilraun.  Ég fór ekki úr húsi, svaraði ekki síma, dró fyrir glugga og var rík af pillum sem varð að pillukokteil, ný skilin enda vart hægt að búa með mér, sjálfsvirðingin farin ásamt öllu öðru. Þegar ég ákvað að fara til Fjólu var sófinn minn helsti staður en ég manaði mig til þessa að stíga skrefið og gleymi ekki þegar ég fór af stað með tárin í augunum, skíthrædd, sveitt og skjálfandi á beinunum. Þetta var að fara með mig og ég hugsaði : Hvað er ég að gera..ég get þetta aldrei !  Ég var allt of þung og mæddist við að ganga upp örfáar tröppur.....og ég var á leið í hopp og hlaup...hélt ég !  

Ég var komin á staðinn og var að snúa við er ég mætti þessari yndislegu konu Fjólu sem brosti fyrir allan heiminn og spurði mig hvort ég væri að koma á námskeið.

Búmm...ég gat ekki snúið við og sem betur fer því ég fullyrði að þetta námskeið gjörsamlega bjargaði lífi mínu.  Byrjunin var erfið og asminn gerði mér erfitt fyrir en erfiðara að hætta þar sem hvatningin, stuðningurinn og jákvæðnin hennar Fjólu efldi mig og hvatti áfram.  Eftir tvö námskeið og fullt hús af verðlaunum var ég orðin lyfjalaus, 16 kílóum léttari og flott kona sem gat allt.  Nú er árið 2010 og í dag hóf ég för með Fjólu og Rósunum hennar og Berglindar í Mecca Spa á ný ( ekkert séð klettinn minn Fjólu í rúm 4 ár ) og hlakka til að takast á við æfingarnar og fjörið sem fylgir með í pakkanum.  Ég er svo þakklát og vona að þessi tjáning mín hjálpi einhverjum sem nú gengur í gegnum myrkur og vill stíga inn í óttann og enda í ljósinu =)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæra Alda, þakka þér kærlega fyrir að deila þessu með mér og hinum stelpunum. Það er frábært að þér líði vel í dag og alltaf svo fallegt að sjá líf fólks breytast í átt að hinu góða.

Innilega til hamingju með góðan árangur og gangi þér áfram vel.

Hlakka tila ð vera með þér í rósunum í vetur

Bestu kveðjur

Berglind Ósk :)

Berglind Ósk Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Elísa Berglind Sigurjónsdóttir

Höfundur

Rósirnar heilsurækt, breytt og betri líðan
Rósirnar heilsurækt, breytt og betri líðan
Berglind er leiðbeinandi hjá Rósunum heilsurækt, Hátúni 12, Reykjavík. Hægt er að koma á tvö námskeið hjá Rósirnar heilsurækt: Breytt og betri líðan (BBL)og Zumba/lates. BBL er lokað námskeið. Þetta er hópur kvenna sem vill breyta og bæta sína líðan og setja sig sjálfar í fyrsta sæti. Zumba/lates er byggt upp þannig að fyrstu 30-35 mínúturnar er Zumba og styrktaræfingar úr fit-pilates prógramminu teknar í restina. Frábær námskeið! Leitaðu upplýsinga! e.berglind@simnet.is
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Spurt er

Hefur þú prófað fit pilates?

Nýjustu myndir

  • auglýsing 10092011
  • konulíkami IIII
  • konulíkami III
  •  MG 4782(20x25)
  • MECCA II

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband