Hvernig meðhöndlum við lífið?

Berglind i

Allar upplifum við lífið á ólíkan hátt, en samt deilum við margar hverjar svo líkum tilfinningum.

 

Eins og ég hef sagt á þessum vef þá hef ég gengið í gegnum margt í mínu lífi. Þrautagangan hefur verið mjög erfið og ef ég ætti að teikna þessa göngu upp í línurit þá yrði það línurit ansi bratt, upp og niður. Þannig virkar átröskun og þunglyndi, upp og niður. Maður á nokkra mjög góða daga og maður á nokkra mjög slæma daga. Að lifa svona lífi í meira en 20 ár er algjör viðbjóður. Við þekkjum það öll sem höfum gengið þennan veg.

 

Ég á dagbók sem ég hélt yfir 3 vikna tímabil þegar ég var að byrja í OA í lok ágúst 2004. Þetta 3ja vikna tímabil er það eina sem ég er ekki búin að henda af öllum vinnuplöggum frá því þegar ég var að hefja bataferli. Þetta er rosaleg lesning.

 

Mig langar að segja ykkur frá fyrsta fundinum mínum. Þetta er orðrétt upp úr dagbók:

 

„Síðasta mánudag, 30. ágúst 2004, fór ég á minn fyrsta OA fund. Ég var búin að vera í nokkrar vikur að velta því fyrir mér hvort ég ætti að fara, hvort ég ætti heima þarna. Kannski er ég í bullandi afneitun? Ég ákvað að mæta á OA fund þar sem tekið væri á móti nýliðum. Það var sumsé 30/8 sl. Með hjartað í brókunum og lömuð af kvíða lét ég mig hafa það. Ég vafraði um húsið, hafði auðvitað aldrei komið þarna fyrr og rataði ekki um neitt. Alltaf að mæta einhverju fólki en starði bara niður í gólf og forðaðist að horfa á neinn. En allt í einu kemur til mín stelpa og spyr mig hvort ég sé að koma í nýliðamóttöku! Shit! Jæja, þar með var ísinn brotinn, og já, ég var að koma í nýliðamóttöku. Ég spjallaði við hana Jónu, köllum hana það, og svo kom Gummi, köllum hann það. Mér fannst mjög skrýtið að tala við karlmann sem viðurkenndi að vera með bulemiu. En mér leið ögn betur að hafa loksins talað við fólk sem var líka með bulemiu. Eftir mína 18 ára baráttu við átröskun hafði ég loksins hitt annað fólk sem var líka að glíma við sama ruglið.

Svo hófst fundurinn og shit hvað allir voru jafn veikir og ég. Það var alveg ótrúlega að heyra hvað allir höfðu fram að færa. Þarna var allskonar fólk, matarfíklar, bulemíur, anorexíur og fólk sem glímdi við þetta allt eins og ég. Ég fann sjálfa mig einhversstaðar í öllum frásögnunum. Ég ákvað strax á þessum fundi að bata vildi ég fá og ég skyldi fá hann. En..... ég var ekki alveg tilbúin..... Ég var ekki alveg tilbúin að viðurkenna vanmáttinn, ekki alveg tilbúin að viðurkenna að ég yrði að fara í fráhald frá sykri. Var ekki alveg tilbúin að viðurkenna algjört stjórnleysi, þetta hömluleysi.

 

Ég var ekki tilbúin til að sleppa öllu nartinu mínu. Að hætta að borða allt þetta sem mér finnst svo gott að borða. Öllu heldur – ég var ekki tilbúin að kveðja þennan „besta vin" (versta vin) sem alltaf hefur verið til staðar fyrir mig í gleði og sorg. Aðallega sorg auðvitað. Maturinn minn. Þessi unaðslegi matur. Þetta ÓGEÐ. En ég var þó staðráðin í að mæta á fleiri fundi hjá OA. Ég ákvað þarna að ég þyrfti ekki að fara strax í fráhald. Fyrst, já fyrst ætlaði ég að kveðja „allt“ með því að borða það í síðasta skipti. Þess vegna bað ég ekki neinn eftir fyrsta fundinn um að verða sponsorinn minn.

 

Og þess vegna kom ég við í 10-11 og keypti mér nammi til að borða á leiðinn heim. Þess vegna hámaði ég í mig marga skammta af kvöldmat og gúffaði í mig nammi um kvöldið en sleppti því að kasta upp. Þetta sama kvöld ákvað ég að ég ætti eftir að borða „þetta og þetta og þetta og þetta“ áður en ég gæti hafið mitt fráhald. Shit hvað maður er ógeðslega sick! Þannig að á þriðjudaginn eftir hádegi kom ég við í bakaríi á leiðinni heim og át svakalega -> nei, það var á miðvikudeginum, á þriðjudeginum hitti ég einmitt mömmu og systur mína á kaffihúsi og fékk mér stóra sneið af kökiu „í síðasta skiptið“ og borðaði hverja ögn af henni og langaði svoooo í meira. Var geðveikislega fegin þegar þær höfnuðu matarboði frá mér því þá vissi ég að ég bæti eldað eitthvað sérstakt fyrir mig „í síðasta skipti“ og svo gúffaði ég í mig poppi og einhverju ógeðslegu magni um kvöldið – og kastaði þvílíkt upp. Það brást ekki.  Svo kom miðvikudagurinn já. Ég fór út um morguninn, keyrði um, tók átköst í bílnum, fór inn á Esso til að kasta upp og ákvað svo að fara heim um hádegisbilið en kom við í bakaríi á leiðinni heim og át svakalega, lá svo heima í uppköstum allan daginn og gat ekkert mætt í skólann.“

 

Viku seinna var ég komin með sponsor. 

 

Ég ætla að hætta hér – að minnsta kosti í bili.

  

Ég fór rosalega langt niður en flaug svo mjög hátt upp í gegnum sporavinnu í OA samtökunum. Ég gafst aldrei upp. Hélt alltaf áfram að sækja fundi þrátt fyrir að hafa „fallið“. Ég fór alltaf á fund, sagði frá falli og mér var alltaf vel tekið, ég var peppuð upp, hvött áfram – þú getur þetta – áfram með þig!

   

Og það er þetta sem við viljum gera. Ekki níða okkur niður þótt það gangi illa í dag. Það kemur dagur eftir þennan dag, við vitum það. Við tökum einn dag í einu. Stundum – eins og ég þurfti á tímabili að gera, þá er nóg að taka eina klukkustund fyrir í einu.

 

Það er allt hægt. Lífið er óskaplega mikils virði. Það er óskaplega mikils virði að borða reglulega jafnt og þétt yfir daginn og hreyfa sig 3-4x í viku. Sú hreyfing þarf að vera þess eðlis að okkur finnist gaman að henni. Það á hvorki að leiðinlegt að hreyfa sig né að borða reglulega og hollt :)

 

Ég er meira en fús til að miðla ykkur af reynslu minni. Ef þið viljið spyrja mig eða vita meira endilega sendið mér póst :)

Þið getið lesið söguna mína hér http://www.rosirnar.blog.is/blog/rosirnar/entry/1043370/

 

Það er svo merkilegt að í OA þá vorum við öll að glíma meira og minna við sömu tilfinningarnar og sömu fíknina, þótt við værum öll mismunandi í laginu. Margar stelpurnar voru miklu mjórri en ég, margar svipaðar og ég, svo var fólk sem var örugglega 100 kílóum þyngra en ég - eða jafnvel meira. En við áttum það sameiginlegt að glíma við nákvæmlega sömu tilfinningarnar gagnvart mat. Við þjáðumst algjörlega eins. Ég bara kastaði upp og svelti mig til skiptis. Aðrir borðuðu endalaust. Enn aðrir borðuðu nánast aldrei en hugsuðu ekki um neitt annað en mat.

 

Í Rósunum vinnum við út frá raunhæfum og heilbrigðum markmiðum í átt til betra lífs, í átt að bættum lífsstíl.

 

Með kærleika í hjarta

 

Berglind


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá maður veit eiginlega ekki hvernig eða hvað maður á skrifa við svona erfiða lífsreynslusögu.

Þegar maður er sjálfur í yfirþyngd, þá reikar hugur manns oft að því hversu auðvelt lífið hlýtur að vera þegar maður er grannur.  Maður er með svo miklar ranghugmyndir, að það eitt og sér að vera ekki feitur auðveldi lífið. 

En lífið er órannsakanlegt og því ómögulegt að segja til um hvað sé að fara gerast. 

 En þessi lesning á lífi þínu Berglind hefur frætt mig og aðra um hluti sem ég t.d hef lítið vitað um áður. Það er hægt að fara í öfgar í allar áttir og því mikilvægt að finna jafnvægi sem hentar hverjum og einum. 

Þú ert komin á rétta braut og vonandi muntu halda áfram á henni. 

Þú ert alla vega að gera góða hluti í leikfiminni hjá okkur rósunum. 

Sé þig á námskeiðinu sem hefst á ´miðvikudaginn. :):)

Berglind Ósk Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 22:10

2 identicon

Takk Berglind,

Já, öfgarnar geta svo sannarlega verið í allar áttir. Skondið að pæla í því að þegar ég var grennst þá leið mér verst. Samt hélt ég að ef ég yrði grennri þá yrði allt fullkomið.

Knús :)

Berglind (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Elísa Berglind Sigurjónsdóttir

Höfundur

Rósirnar heilsurækt, breytt og betri líðan
Rósirnar heilsurækt, breytt og betri líðan
Berglind er leiðbeinandi hjá Rósunum heilsurækt, Hátúni 12, Reykjavík. Hægt er að koma á tvö námskeið hjá Rósirnar heilsurækt: Breytt og betri líðan (BBL)og Zumba/lates. BBL er lokað námskeið. Þetta er hópur kvenna sem vill breyta og bæta sína líðan og setja sig sjálfar í fyrsta sæti. Zumba/lates er byggt upp þannig að fyrstu 30-35 mínúturnar er Zumba og styrktaræfingar úr fit-pilates prógramminu teknar í restina. Frábær námskeið! Leitaðu upplýsinga! e.berglind@simnet.is
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Spurt er

Hefur þú prófað fit pilates?

Nýjustu myndir

  • auglýsing 10092011
  • konulíkami IIII
  • konulíkami III
  •  MG 4782(20x25)
  • MECCA II

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband