11.8.2010 | 21:38
Rósirnar - breyttur og bættur lífsstíll
Rósirnar í Mecca Spa:
Breyttur og bættur lífsstíll
Tímarnir eru opnir fyrir konur sem þurfa mikið aðhald, mikinn stuðning og góða hvatningu. Konur sem hafa leitað árangurslaust leiða til að breyta um lífsstíl geta fundið hjá Rósunum þann stuðning sem þær þurfa. Rósirnar henta einnig konum sem ekki hafa verið í þjálfun lengi eða jafnvel aldrei.
Rósirnar heilsurækt býður upp á frábæra aðstoð í átt að breyttum lífsstíl - einstakt aðhald, góð fræðsla, ómetanlegur stuðningur, einföld en mjög fjölbreytt leikfimi 4x sinnum í viku. Leikfimin samanstendur af sundleikfimi einu sinni í viku, kósý tíma einu sinni í viku og fjölbreyttri leikfimi tvisvar sinnum í viku, þar sem boðið er upp á styrkjandi og liðkandi æfingar sem bæta líkamlegt þrek og andlega líðan. Engin hopp eða högg á líkamann, aðeins frábærar æfingar sem koma öllum í gott form.
Það sem er stórkostlegt við Rósirnar er að alltaf er opið fyrir nýjar konur. Alltaf er hægt að koma nýr í hópinn og tekið er fagnandi á móti hverri og einni Rós. Við erum ekki að vinna út frá skammtímasjónarmiðum. Rósirnar eru ekki hugsaðar sem stutt námskeið, tímabil eða megrun heldur lífsstílsbreyting. Þetta er ferðalag. Við ætlum að breyta um lífsstíl og læra að gera hreyfingu og reglulegt mataræði að sjálfsögðum hlut í okkar lífi.
Í þessu námskeiði er ekki einblínt á vigtun og mælingar heldur horfum við á spegilinn og metum okkur sjálfar út frá honum. Að sjálfsögðu verður þó boðið upp á fitumælingar, ummálsmælingar og vigtun fyrir þær sem þess óska. Við munum hafa sem markmið að láta okkur líða vel með okkur sjálfar, hugsa jákvætt, auka sjálfstraustið og í leiðinni að ná tökum á mataræðinu og þyngdinni.
Námskeiðið er opið fyrir konur sem þurfa á því að halda að vera í svona hópi, þurfa að fá stuðning og hvatningu - og vilja það :) Raunhæf, en háleit markmið - eitt skref í einu.
Tölvupósturinn er mikið notaður sem samskiptatæki fyrir hvatningu og fræðslu, spurningar og svör :) Rósir geta sent inn matardagbækur til að fá álit og góð ráð. Markmiðið er að borða léttar máltíðir 4-6 sinnum á dag, borða fjölbreytta fæðu og fá sér einu sinni á diskinn.
Rósirnar eru með matarklúbb sem hittist á 4-6 vikna fresti. Þrjár Rósir taka sig saman í hvert sinn og elda hollan og góðan mat, prófa frábærar uppskriftir og bjóða svo hinum Rósunum í klúbbnum að koma og borða. Mikið fjör og alltaf gaman.
Rósirnar gera margt annað skemmtilegt saman yfir veturinn. Til dæmis diskóþema, kántrýþema, rokkþema, aðventukvöld, spákvöld, kaffihúsaspjall, kósýstund í pottinum og margt fleira!
Í vetur verðum við með sérstakt konukvöld þar sem okkur verður boðið í verslunina COSMO og þar getum við mátað föt og spjallað og notið góðrar kvöldstundar í ró og næði.
Berglind og Fjóla munu í vetur sinna Rósunum af mikilli alúð og af innilegri hugsjón þar sem hver og ein Rós fær einstaklingsmiðaða þjónustu, hvatningu og aðhald.
Þetta er án efa besta lífsstílsnámskeið sem er í boði í haust.
Við byrjum miðvikudaginn 1. september:
Mánudagar 17:15 - SUNDLEIKFIMI (Fjóla)
Þriðjudagar 17:00 (Fjóla)
Miðvikudagar 17:00 - KÓSÝ (Berglind)
Fimmtudagar 17:00 (Berglind)
Verð:
Í boði er fjögurra mánaða tímabil í Rósunum frá september til áramóta.
Kr. 50.000 fyrir 4 skipti í viku
Kr. 45.000 fyrir 3 skipti í viku (sundinu t.d. sleppt)
Endilega ef þú hefur spurningar eða vilt skrá þig sendu þá póst :) e.berglind@simnet.is
Við erum líka á facebook http://www.facebook.com/rosirnar
Með kærleika og knúsi
Berglind og Fjóla
Um bloggið
Elísa Berglind Sigurjónsdóttir
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Ágúst 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
Tenglar
Mínir tenglar
- Mecca Spa
- Frábært blogg í baráttu við átröskun
- Stúdíó Sóleyjar
- Yoga með Maggý Dásamlegt yoga, Meðgöngu og mömmu yoga.
- Fit - Pilates á Íslandi Frábært æfingaprógramm
- Ragga Nagli Frábær síða full af fróðleik og góðum pistlum
- Umfjöllun um Átröskun hjá Sölva
- Overeaters Anonymous
- Greysheet Anonymous
- Hug-mynd, Hugur/líkami/sál
- Cafe Sigrún
- Góð heilsuræktarhugleiðing
- Hvað er í matnum
- Upplýsingasíða um fæðuofnæmi
- Heimilis uppskriftir
- Heilsubankinn
- MFM Miðstöðin
- Geðhjálp
- Kærleiksvefur Júlla
- Átaksblogg
- Elín Helga Egilsdóttir
Spurt er
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.