Svölurnar Fit-Pilates mix

 

Svölurnar Svölu í Mecca Spa

Margar höfum við konur verið í leikfimi eða yoga á meðgöngu og á fyrstu mánuðunum eftir fæðingu barnsins og höfum við þá jafnvel getað haft krílin með. Þegar tíminn líður og börnin eldast aðeins þá viljum við auðvitað halda áfram í leikfiminni - en nú án barnanna. Margar okkar hafa hætt í leikfimi þegar börnin eru nokkurra mánaða, oftar en ekki vegna þess að tímasetning námskeiða hentar okkur ekki.

Mecca Spa er frábær líkamsræktarstöð, lítil og heimilisleg og þar svífur yndislegur andi yfir öllu.

Í boði í vetur verða tvö námskeið. Annarsvegar í hádeginu á þriðjudögum og fimmtudögum og hinsvegar á mánudags- og miðvikudagskvöldum. Tímarnir verða um klukkustund að lengd.

Kvöldtímarnir verða að öllum líkindum kl. 19:15 eða 19:30.  

Hádegistímarnir verða kl. 12:00 og boðið verður upp á barnapössun.

Kennari er Berglind. Berglind hugsar af alúð um sínar konur og veitir einstaklingsmiðaða aðstoð og hvatningu. Á námskeiðinu verður byggt á jákvæðu hugarfari, sjálfstrausti, kærleika og brosi!

Leikfimin verður byggð að langmestu leyti upp á Fit-Pilates Grunnur, blöndu af Fit-Pilates Power og Fit-Pilates Teygjur og jafnvægi sem er nýtt prógram sem er að byrja nú í haust. Fit-Pilates er einfalt en mjög fjölbreytt æfingaform, styrkjandi og liðkandi æfingar sem bæta líkamlegt þrek og andlega líðan. Engin hopp eða högg á líkamann, aðeins léttar æfingar sem koma öllum í gott form.

Fit - Pilates þjálfar djúpvöðva líkamans, gefur langa fallega vöðva, sléttan kvið, grönn læri, sterkt bak, betri líkamsstöðu og aukinn liðleika.

  • Skemmtilegar æfingar, styrkjandi og móta flottar línur líkamans
  • Enginn hamagangur og læti en virkilega vel tekið á
  • Æfingar á boltanum veita þægilegt vöðva og líffæranudd
  • Fit-Pilates er leikfimi fyrir þá sem vilja sjá línurnar verða flottari

Fit - Pilates þjálfar alla kviðvöðva, vöðva neðra baks, vöðva umhverfis hryggsúluna, lærvöðva að innan og utan, mjaðmir og rassvöðva. Þegar þessir vöðvar hafa styrkst er stoðkerfi líkamans komið með meiri stuðning. Þá uppgötvar fólk nýjan og áður óþekktan styrk og jafnvægi sem nýtist vel í betri líkamsstöðu í daglega lífinu og í öðrum íþróttagreinum. Fólk fær ekki aðeins meiri orku, snerpu og hraða, heldur einnig betri vörn gegn meiðslum vegna fleiri virkra vöðva til dæmis í miðjunni, betra jafnvægis og meiri liðleika. Algjörlega frábært æfingakerfi.

 

Námskeiðið hefur fengið nafnið Svölurnar.

Lengd hvers námskeiðs er 8 vikur, 2x í viku og verð kr. 15.900. Þátttakendur fá aðgang að tækjum, gufu, laug og potti á meðan á námskeiði stendur.

ATH. Greiða þarf aukalega fyrir barnapössun.

 

Þetta er mjög flott námskeið, hentar öllum aldurshópum og þú ættir ekki að láta þetta framhjá þér fara!

Þær sem vilja geta fengið vigtun, ummáls- og fitumælingu í upphafi og í lok hvers námskeiðs.

Settu sjálfa þig í fyrsta sæti - skráðu þig núna!

Allar nánari upplýsingar eru hjá Berglindi í e.berglind@simnet.is

Ef þú vinnur vaktavinnu þá gæti þetta hentað þér þar sem hægt er að fá einn tíma fyrri part og einn tíma seinni part.

 

Í kærleika og gleði

Berglind

 

Fit Pilates Stretch & Balance / Teygjur og Jafnvægi

Nýtt prógramm með meiri áherslu á fjölbreyttar teygjur með stóru æfingaboltunum. Æfingarnar eru sambland af Fit Pilates og Yoga æfingum. Tímar sem hugsaðir eru til að auka liðleika, virkja dýpri öndun og jafnvægi.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Elísa Berglind Sigurjónsdóttir

Höfundur

Rósirnar heilsurækt, breytt og betri líðan
Rósirnar heilsurækt, breytt og betri líðan
Berglind er leiðbeinandi hjá Rósunum heilsurækt, Hátúni 12, Reykjavík. Hægt er að koma á tvö námskeið hjá Rósirnar heilsurækt: Breytt og betri líðan (BBL)og Zumba/lates. BBL er lokað námskeið. Þetta er hópur kvenna sem vill breyta og bæta sína líðan og setja sig sjálfar í fyrsta sæti. Zumba/lates er byggt upp þannig að fyrstu 30-35 mínúturnar er Zumba og styrktaræfingar úr fit-pilates prógramminu teknar í restina. Frábær námskeið! Leitaðu upplýsinga! e.berglind@simnet.is
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Spurt er

Hefur þú prófað fit pilates?

Nýjustu myndir

  • auglýsing 10092011
  • konulíkami IIII
  • konulíkami III
  •  MG 4782(20x25)
  • MECCA II

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband