Mömmu Fit Pilates

Þann 19. maí hefst í Baðhúsinu Brautarholti Fit-Pilates námskeið fyrir nýjar mömmur.

Námskeiðið er hugsað þannig að mömmurnar geti komið með börnin með sér og haft þau í salnum hjá sér á meðan þær eru að gera æfingar. Æfingarnar eru margar hverjar þannig gerðar að hægt er að vera með börnin í fanginu á meðan æfingarnar eru iðkaðar. Fit-Pilates tónlistin er ákaflega mjúk, falleg og þægileg.

Fit-Pilates þjálfar djúpvöðva líkamans, gefur langa og fallega vöðva, sléttan kvið, grönn læri, sterkt bak, betri líkamsstöðu og aukinn liðleika. Fit-Pilates samanstendur af skemmtilegum og styrkjandi æfingum sem móta flottar línur líkamans. Enginn hamagangur og læti en það er vel tekið á. Æfingar á boltum veita þægilegt vöðva og líffæranudd. Fit-Pilates er æfingakerfi sem þú heldur áfram að stunda heima hjá þér og heldur þér þannig í formi. Fit-Pilates er leikfimi fyrir þá sem vilja sjá línurnar verða flottari.

Mömmu Fit-Pilates námskeiðið byrjar Miðvikudaginn 19. maí kl. 10:30 í Baðhúsinu Brautarholti og lýkur 24. júní, 5 vikur, 15 Fit-Pilates tímar og allt að 6 mömmumorgnar.

Tímar verða á Mánudögum, Miðvikudögum og Fimmtudögum kl. 10:30 í Freyjusal á 1. hæð. Haldið verður utan um hópinn á jákvæðan og uppbyggilegan hátt með því að senda pistla og fróðleik, upplýsingar um mataræði og hreyfingu, uppskriftir og gullkorn, hvatningu og greinar og hvað eina sem upp í hugann kemur. Samskipti utan Pilates tíma og mömmumorgna munu fara fram í gegnum tölvupóstinn.

Mömmumorgnarnir verða auglýstir betur síðar. Á mömmumorgnum munu þátttakendur geta rætt saman um það sem upp hefur komið með börnin eða þær sjálfar, um tilfinningar, okkur sjálfar, um gleði, um uppgötvanir, um bleyjuskipti, um brjóstagjöf, um svefninn. Allt milli himins og jarðar. Gefa ráð, þiggja ráð. Oft upplifa nýbakaðar mæður sig einangraðar og finna fyrir depurð. Mörgum mæðrum finnst þetta óeðlilegt ástand og fara jafnvel enn lengra niður fyrir vikið. Ég hef mikinn áhuga á því að vera með uppbyggjandi tíma þar sem konurnar geta talað saman, stutt hverja aðra og deilt því sem þær eru að ganga í gegnum.

Námskeiðsgjald er kr. 15.000. Innifalið er aðgangur að búningsklefum, gufubaði og heitum potti.

Við erum tvær sem skiptum námskeiðinu á milli okkar. Annars vegar undirrituð og hinsvegar Tanía. Tanía hefur séð um nokkur Mömmu Fit Pilates námskeið, hún hefur verið með Meðgöngu Fit Pilates og hún er einnig búin með námskeiðið Fullfrísk.

Athugið að leita eftir „grænu ljósi“ hjá lækni eða ljósmóður áður en þið farið af stað að hreyfa ykkur, ef þið eruð tiltölulega nýbúnar að eiga.

Endilega bendið þeim á sem þið teljið að gætu nýtt sér námskeiðið :)

Frábært námskeið fyrir nýjar mömmur og krílin þeirra :)
Skráning hafin á e.berglind@simnet.is

Lúv,

Berglind

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Elísa Berglind Sigurjónsdóttir

Höfundur

Rósirnar heilsurækt, breytt og betri líðan
Rósirnar heilsurækt, breytt og betri líðan
Berglind er leiðbeinandi hjá Rósunum heilsurækt, Hátúni 12, Reykjavík. Hægt er að koma á tvö námskeið hjá Rósirnar heilsurækt: Breytt og betri líðan (BBL)og Zumba/lates. BBL er lokað námskeið. Þetta er hópur kvenna sem vill breyta og bæta sína líðan og setja sig sjálfar í fyrsta sæti. Zumba/lates er byggt upp þannig að fyrstu 30-35 mínúturnar er Zumba og styrktaræfingar úr fit-pilates prógramminu teknar í restina. Frábær námskeið! Leitaðu upplýsinga! e.berglind@simnet.is
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Spurt er

Hefur þú prófað fit pilates?

Nýjustu myndir

  • auglýsing 10092011
  • konulíkami IIII
  • konulíkami III
  •  MG 4782(20x25)
  • MECCA II

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband