Hvernig höndlum við hamingjuna?

Stundum heyri ég fólk, sérstaklega konur tala um að þessi eða hinn eða þetta eða hitt geri þær ekki hamingjusamar. Þangað til aðeins fyrir örfáum árum trúði ég því að hamingja mín væri undir öðrum eða öðru komin. Mikið væri lífið ósanngjarnt ef við bærum ábyrgð á hamingju annarra.

Lífið okkar er alltaf fullt af hindrunum. Það koma upp ýmis mál sem við vitum ekki hvernig við eigum að snúa okkur út úr. Við upplifum þessi mál oft eins og nú sé lífi okkar hreinlega lokið. Sama má segja um suma daga þar sem verkefni hlaðast upp. Við sjáum ekki út úr augunum fyrir verkefnum. Lífi okkar er lokið. En er það svo?

Nei, auðvitað ekki. Ekkert tímabil í lífi okkar er gallalaust og hindrunarlaus. Því síður fyrirhafnarlaust. Við þurfum að hafa fyrir þessu. Því fyrr sem við gerum okkur grein fyrir því, þeim mun betra verður líf okkar. Við þurfum að taka ákvörðun um að velja hamingju, að velja það að hafa hamingjuna í okkar lífi. Lífið er fullt af lausnum. Við öllum uppákomum eru til lausnir. Líttu í kringum þig og sjáðu lausnina. Ó, hve líf okkar yrði mikið einfaldara ef við hugsuðum meira í lausnum!

Við erum alltaf að bíða. Við getum ekki orðið hamingjusamar núna af því að við erum í skóla og verðum að klára það helst á núll-einni, með tíu í öllu! Kannski erum við að bíða eftir því að geta farið aftur í nám. Þurfum að klára að safna pening, borga upp þetta lán, gera þetta, gera hitt - og þá get ég farið í nám. Á meðan er lífið í bið. Og við lufsumst áfram.

Hættum að bíða. Förum að gera :) Hættum að bíða eftir því að við eignumst börn. Hættum að bíða eftir því að börnin verði stór og fari að heiman. Hugsið ykkur allan tímann sem við eyðum í að bíða eftir öllum sköpuðum hlutum.

Mjög þekkt í samfélaginu á Íslandi er biðin eftir að „losna við helvítis aukakílóin" (afsakið orðbragðið). Það er bara hreinlega eins og við konur getum ekki verið hamingjusamar nema við losnum við síðustu 3 kílóin, síðustu 10, 20, 25 kílóin, eða meira. Svo jafnvel þegar við erum búnar að losna við 25 kíló þá erum við samt ennþá í biðstöðu vegna þess að við erum ekki enn lausar við síðustu 2-3 kílóin. Hundóánægðar með okkur jafnvel. „Djöfullinn (aftur afsakið) af hverju get "ég" ekki orðið 55 kíló. "Ég" hangi alltaf í þessum ömurlegu 58 kg! Þessi ofdýrkun á kílóatölu er svoleiðis gjörsamlega að fara með okkur konur.

Auðvitað er ekki hollt að burðast með of mörg aukakíló. Það veit hvert mannsbarn. Það getur beinlínis verið lífshættulegt. En þótt kílóin séu mörg er alveg hægt að vera hamingjusamur. Það er hægt! Það er líka hægt að vera hamingjusamur á meðan verið er að vinna í því að fækka kílóunum. Lífið þarf ekki að vera í bið á meðan. Það er líka hægt að vera hamingjusamur þótt við séum 10 kílóum þyngri en við vildum vera. Þetta snýst um viðhorf og skynsemi.

Hættu að bíða sífellt eftir tilefni til að verða hamingjusöm, hættu að drepa tímann því tíminn er þitt eigið líf. Lifðu lífinu lifandi. Njóttu augnabliksins. Þú átt bara þetta eina líf.

Mundu að núna er stundin til að vera hamingjusöm! Veldu þér þína hamingju!

 

Með ást og hamingju,

Berglind


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Elísa Berglind Sigurjónsdóttir

Höfundur

Rósirnar heilsurækt, breytt og betri líðan
Rósirnar heilsurækt, breytt og betri líðan
Berglind er leiðbeinandi hjá Rósunum heilsurækt, Hátúni 12, Reykjavík. Hægt er að koma á tvö námskeið hjá Rósirnar heilsurækt: Breytt og betri líðan (BBL)og Zumba/lates. BBL er lokað námskeið. Þetta er hópur kvenna sem vill breyta og bæta sína líðan og setja sig sjálfar í fyrsta sæti. Zumba/lates er byggt upp þannig að fyrstu 30-35 mínúturnar er Zumba og styrktaræfingar úr fit-pilates prógramminu teknar í restina. Frábær námskeið! Leitaðu upplýsinga! e.berglind@simnet.is
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Spurt er

Hefur þú prófað fit pilates?

Nýjustu myndir

  • auglýsing 10092011
  • konulíkami IIII
  • konulíkami III
  •  MG 4782(20x25)
  • MECCA II

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband