Hefur þú sögu að segja?

Yndisleg stelpa sem ég er búin að vera svo heppin að fá að kynnast hefur haldið úti bloggsíðu um meðferð sem hún hefur verið í til að fá bata við átröskun. Hún heitir Supriya Sunneva og býr í Danmörku. Slóðin á bloggið hennar er: http://uppleid.wordpress.com/ Hvet ykkur til að lesa og fylgjast með :)

Þetta er frábærlega vel skrifað blogg hjá henni, ofsalega heiðarlega skrifað og hún lýsir sínum tilfinningum á mjög einlægan hátt. Ég er búin að fylgjast með hennar skrifum frá því hún byrjaði aðblogga í ágúst.

Undanfarnar vikur höfum við Supriya rætt mikið um það hvað við getum gert til að hjálpa öðrum átröskunarsjúklingum. Supriya fær mörg bréf í hverri viku frá stelpum og konum sem heyja þessa hörðu baráttu við átröskun. Gleymum því heldur ekki að strákar þjást líka. Þörfin fyrir hjálp er mikil, það finnum við daglega. Aðstandendur sjúklinga hafa einnig mikið sent henni póst og spurt hvað þeir geti gert til að hjálpa sínum nánustu sem þjást og berjast.

Supriya hefur hjálpað mjög mörgum sem sent hafa henni tölvupóst. Hún er mjög einlæg og henni þykir raunverulega vænt um að geta hjálpað, hún hefur áhuga og hún hefur skilning. Það hjálpar mjög mikið að tala um sjúkdóminn við þá sem hafa glímt við það sama, hafa sömu reynslu, þekkja sömu tilfinningarnar. Það hjálpaði mér til dæmis mjög mikið á sínum tíma að tala við aðila sem deildi þessari reynslu með mér.

Nýjasti vinkillinn hennar Supriyu er að óska eftir reynslusögum úr heimi átraskana. Hvort sem um er að ræða anorexíu, bulemiu, ofát eða aðra „misnotkun“ á mat. Við höfum heyrt sögur frá fólki sem þjálfaði fyrir fitness keppnir og veiktist mjög illa af átröskun, höfum heyrt sögur af fólki sem glímir við vöðvafíkn. Það er gott að lesa reynslusögur, þar finnur maður oft eitthvað sem maður getur samsamað sér með.

Ef þú hefur sögu að segja, sögu sem gæti hjálpað öðrum í þeirra baráttu, endilega sendu póst til Supriyu supriyakolandavelu@gmail.com eða mín e.berglind@simnet.is og sagan verður birt á blogginu. Að sjálfsögðu þarf ekki að koma fram undir nafni. Við útbjuggum smá spurningalista / gátlista fyrir fólk til að hafa til hliðsjónar þegar það skrifar söguna sína, ef það myndi kannski hjálpa til við skrifin. Við sendum listann ef þið óskið. En, umfram allt, sagan má ekki innihalda lýsingar á því hvernig aðferðum var beitt í þínum veikindum. Sagan má ekki verða vettvangur fyrir þá sem eru virkir í sjúkdómnum að lesa og fá meiri upplýsingar um hvað sé hægt að gera, hvaða aðferðum er hægt að beita.  Ofát er líka átröskun og það eru mjög margir sem glíma við það að hafa enga stjórn á matarvenjum sínum.

Þetta er okkar hjartans mál. Ég er búin að vera í marga mánuði að velta fyrir mér hvað ég geti lagt af mörkum fyrir þá sem eru veikir, vilja bata en komast hvergi í hjálp. Við erum búnar að tala mikið saman, ég og Supryia og eins vitum við um stelpur sem hafa mikið til málanna að leggja og eru fullar af áhuga að gera eitthvað til að aðstoða. Ég hef rætt mikið um þessi mál við góða vinkonu mína sem þekkir þennan heim út og inn. Við viljum hjálpa. Við viljum leggja okkar af mörkum. Þörfin er til staðar og við getum hjálpað.

Í maí 2009 tók ég við Lífsstílshóp í Mecca Spa af Fjólu Þorsteinsdóttur. Hún hafði unnið frábærlega gott starf með konurnar sem þar voru.  Hópinn kallaði Fjóla Rósirnar því það nafn er fallegt, jákvætt og hlaðið kærleika. Einkar viðeigandi fyrir hóp sem þennan. Í þennan hóp hafa leitað konur sem búnar eru að prófa margar aðferðir við að ná tökum á þyngdinni, búnar að prófa alla mögulega og ómögulega megrunarkúra. Konur sem hafa jafnvel ekki farið út á meðal fólks nema þurfa þess nauðsynlega. Algjörlega einangraðar sökum eigin vanlíðunar sem rekja má til óreglulegs mataræðis, hreyfingarskorts og lélegs sjálfsmats. En það frábæra við þennan hóp er líka að í hann koma konur sem þurfa kannski mest á því að halda að læra að borða reglulega, koma hreyfingu inn í sína rútínu, eru með vandamál í skrokknum en eru kannski ekki endilega að glíma við andlega vanlíðan að öðru leyti.

Hópurinn sem nú er á fullu 3x í viku í leikfimi hefur náð mjög vel saman og ég er alveg sannfærð um að þetta er frábær leið til að byggja sig upp. Taka á sínum málum skref fyrir skref, setja sér raunhæf markmið og setja sjálfan sig í fyrsta sæti. Lífsstílsbreyting þarf að gerast í smáum skrefum, einn dag í einu. Þetta er hugarfarsbreyting fyrst og fremst og það þarf að gefa sér tíma að aðlagast breyttum lífsstíl.

Verið ekki feimin við að senda söguna ykkar.

Sendið okkur  línu ef þið viljið tala við einhvern sem hefur líka gengið í gegnum þetta.

 

Ást og kærleikur

Berglind

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æðislegt Berglind mín :)

Ég var að skella inn tveimur sögum, en það eru fleiri á leiðinni :) 

Knús

Supriya (IP-tala skráð) 27.2.2010 kl. 17:05

2 identicon

Frábært framtak hjá Supriya

 Og mér líst þrusuvel á rósinar í Mecca spa - vildi að ég hefði vitað um hann fyrr 

  Hef sjálf glímt við "misnotkun" á mat í alltof langan tíma Og hefur baráttan einkennst af stuttri glímu sem ég yfirleitt tapa. 

Ásta (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Elísa Berglind Sigurjónsdóttir

Höfundur

Rósirnar heilsurækt, breytt og betri líðan
Rósirnar heilsurækt, breytt og betri líðan
Berglind er leiðbeinandi hjá Rósunum heilsurækt, Hátúni 12, Reykjavík. Hægt er að koma á tvö námskeið hjá Rósirnar heilsurækt: Breytt og betri líðan (BBL)og Zumba/lates. BBL er lokað námskeið. Þetta er hópur kvenna sem vill breyta og bæta sína líðan og setja sig sjálfar í fyrsta sæti. Zumba/lates er byggt upp þannig að fyrstu 30-35 mínúturnar er Zumba og styrktaræfingar úr fit-pilates prógramminu teknar í restina. Frábær námskeið! Leitaðu upplýsinga! e.berglind@simnet.is
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Spurt er

Hefur þú prófað fit pilates?

Nýjustu myndir

  • auglýsing 10092011
  • konulíkami IIII
  • konulíkami III
  •  MG 4782(20x25)
  • MECCA II

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband