Færsluflokkur: Bloggar
2.9.2010 | 11:49
Fit-Pilates fjölbreytni
Fit Pilates Fjölbreytni
Svölurnar
Viltu styrkjast? Liðkast? Viltu stinna og langa vöðva? Ertu með barn/börn?
Mecca Spa er lítil og heimilisleg stöð og þar svífur yndislegur andi yfir öllu. Í vetur mun verða boðið upp á ný námskeið byggð á Fit-Pilates fjölbreytni. Tímarnir verða 2x í viku:
- a) kl. 12:00 í hádeginu á þriðjudögum og fimmtudögum.
Fyrsti tími 7. sept.
- b) kl. 19:30 á mánudags- og miðvikudagskvöldum. ALLT FULLT
Fyrsti tími 6. sept.
- c) kl. 19:30 á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum. Nokkur pláss laus
Fyrsti tími 7. sept.
Tímarnir verða klukkustund að lengd. Boðið er upp á barnapössun í hádeginu sem greiða þarf aukalega fyrir - kr. 200 fyrir eitt barn og 50% afsláttur fyrir hvert barn umfram eitt.
Fit-Pilates fjölbreytni er byggð á blöndu úr Fit-Pilates prógramminu, sem er einfalt en mjög fjölbreytt æfingakerfi. Æfingarnar eru styrkjandi og liðkandi og bæta líkamlegt þrek og andlega líðan. Engin hopp eða högg á líkamann, aðeins frábærar æfingar á stóru æfingaboltunum sem koma öllum í gott form.
Fit-Pilates fjölbreytni þjálfar alla kviðvöðva, vöðva neðra baks, vöðva umhverfis hryggsúluna, lærvöðva að innan og utan, mjaðmir og rassvöðva. Þegar þessir vöðvar hafa styrkst er stoðkerfi líkamans komið með meiri stuðning.
Lengd námskeiða eru 8 vikur og verð kr. 15.900. Innifalið í verðinu er aðgangur í tækjasal, heitan pott, gufu og sundlaug. 10% afsláttur í frábæra snyrti- og nuddstofu Mecca Spa og fleira.
Þetta er mjög flott námskeið og æðislega árangurstíkt æfingakerfi, sem þú ættir ekki að láta framhjá þér fara!
Ef þú vinnur vaktavinnu þá gæti þetta hentað þér þar sem hægt er að fá einn tíma fyrri part og einn tíma seinni part.
Allar nánari upplýsingar á e.berglind@simnet.is eða í síma 891-6901
Með kærleika og gleði í hjarta
Berglind
Ég hugsa mjög vel um mínar konur og veiti einstaklingsmiðaða þjónustu og hvatningu. Á námskeiðinu byggi ég á jákvæðu hugarfari, sjálfstrausti og brosi :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2010 | 22:20
Umsagnir frá þátttakendum :)
Björg Helgadóttir:
Hún Berglind kennarinn minn í Mecca Spa er æðisleg. Hún er svo hvetjandi, alltaf í góðu skapi, og skemmtileg. Æfingarnar eru mjög fjölbreyttar og góðar. Hún er líka mjög dugleg við að senda okkur uppörvandi tölvupóst. Gefur okkur mjög góðar leiðbeiningar með mataræði og einfaldar uppskriftir. Ég hef verið á mörgum stöðum í líkamsrækt. Þessi er langbestur. Staðurinn er líka heimilislegur og vel tekið á móti öllum. Mæli eindregið með tímunum hjá Berglindi.
Hrafnhildur Sveinbjörnsdóttir:
Ég fór í vor til Berglindar í Rósunum í Mecca spa. Ég hef ekki stundað hópleikfimi í allmörg ár, bæði vegna þess að leikfimin hefur verið of erfið fyrir mig vegna gigtarsjúkdóms og oft hefur mér liðið eins og fíl innan um tannstöngla ;) En Berglind og hópurinn tók vel á móti mér! Leikfimin er róleg en krefjandi og fjölbreytt og Berglind minnir okkur á reglulega að hver og ein geri bara eins og hún treysti sér til. Svo er slökunin í enda tímanna dásamleg! Ég get ekki beðið eftir að byrja aftur í haust!
Berglind María Kristinsdóttir
Ég var á Fit-pilates námskeiði hjá Elísu Berglindi stuttu eftir að ég átti barnið mitt og það gerði æðislega hluti fyrir mig, ég var ekki bara fullt af orku eftir námskeðið heldur fann ég hvernig líkaminn styrktist við æfingarnar, andinn á námskeiðinnu var líka svo ótrúlega notalegur og þægilegur. Elísa Berglind er alveg frábær í því sem hún gerir og skapar æðislega stemmningu. Nú get ég ekki beðið eftir að komast á næsta námskeið hjá henni, til þess að ná að halda mér við og upplifa yndislega nærveru góðra kvenna.
Anna Svava Sívertsen
Berglind er fagmaður á sínu sviði. Eftir að hafa verið á milli líkamræktarstöðva og dyggur "stuðningsaðili" þeirra finnst ég mér loksins vera á stað þar sem ég nýt mín. Tímarnir hjá Berglindi fóru fram úr mínum væntingum. Þeir eru í senn skemmtilegir og krefjandi en líka mjög fjölbreyttir. Enginn tími er eins. Berglind tekur tillit til hverrar og einnar og ögrar jafnt sem hún skilur mörkin. Mér fannst svo gaman að mér fannst leiðinlegt ef ég missti af tíma. Því mæli ég hiklaust með tímunum hjá henni enda ætla ég að fylgja henni áfram.
Aðalbjörg Haraldsdóttir
Mæli með námskeiði hjá Mecca Spa, Berglind er frábær kennari og stórskemmtileg. Það er aldrei nein lognmolla í kringum hana, tímarnir eru ótrúlega fjölbreyttir og ég hlakka til hvers tíma.
Guðrún Elva Arinbjarnardóttir
Ég get mælt með námskeiðunum hennar Berglindar. Ég fór í tíma hjá henni eftir að ég átti son minn í apríl og líkaði mjög vel. Ég fann strax mun á mér líkamamlega og ekki síður andlega. Ég finn hvað æfingarnar eru góðar fyrir miðhluta líkamans sem hentar mjög vel konum sem eru ný búnar að eiga. Hjá Berglindi fær maður hvatningu og aðhald. Einnig finnur maður fyrir því að hún vilji að konunum sem eru hjá henni líði vel. Það er ekki þessi ofuráhersla á að vera grannur, heldur er verið að hjálpa manni að verða heilbrigður og hraustur.
Helga Lilja Pálsdóttir
Ég hef verið síðustu 2 með rósunum í leikfimi og það hefur hentað mér mjög vel. Eina varðandi mataræði sem ég hef breytt er að fá mér einu sinni á diskinn, og ég hef ekki stigið á vigtina í hálft annað ár. Tímarnir eru mjög fjölbreyttir og maður veit ekki alltaf hvað verður í næsta tíma, bara spennandi að mæta. Berglind er bæði jákvæð, glöð og skemmtileg og með góðar og fjölbreyttar æfingar. Oft er hún með skemmtilegar uppákomur og við höfum matarhitting og fleiri hittinga f. utan leikfimina, hlæjum þá mikið saman, bara gaman. Ég hef gjörbreyst á sál og líkama eftir þessi 2 ár og hlakka til að halda áfram og hitta allar hinar hressu og flottu konurnar!
Linda Dröfn Jónsdóttir
Ég var nýbyrjuð í Rósahópnum þegar Berglind tók við hópnum. Hún hefur haldið utan um okkur rósirnar einsog ungamamma með ungana sína og hefur þessi hópur orðið mjög samrýmdur og er eins og við höfum allar þekkst í mörg ár þegar við hittumst. Einnig er mjög notalegt að finna að ef maður missir úr tíma þá fær maður að heyra það í næsta tíma frá hópnum að þær hafi saknað þess að ég hafi ekki komið í tíma. Leikfimitímarnir eru mjög fjölbreyttir og skemmtilegir, æfingarnar eru við allra hæfi og hver og ein gerir eins og hún getur og treystir sér til. Einnig hentar það mér mjög vel að ekki sé verið að einblína á einhverja tölu á vigt - frekar að horfa í spegilinn og vera sátt við sjálfan sig. Berglind veitir Rósunum mikinn stuðning bæði með að hvetja okkur áfram í æfingum og með uppörvandi, hlýjum og einlægum skilaboðum eftir hvern tíma og í tölvupósti. Núna er ég búin að vera í þessum hóp í 1 1/2 ár og held ótrauð áfram en þetta er í fyrsta skipti sem mér finnst ég virkilega eiga heima inni á líkamsræktarstöð og mér líður rosalega vel þar, en það þakka ég þessum einstaka hópi og kennara. Ég hlakka mikið til að takast á við veturinn með þessum flottu konum í vetur.
Berglind Ósk Guðmundsdóttir
Ég frétti af Rósunum í afmælisveislu í janúar 2010 hjá einni stelpu sem ég þekki. Hún talaði afskaplega vel um námskeiðið sem slíkt og ekki síður um hana Berglindi sem er yfir námskeiðinu. Ég var strax virkilega spennt þar sem námskeiðslýsingin hafði þau markmiðið að breyta um lífstíl, léttar æfingar og vigtin að væri ekki aðalatriðið. Ég prófaði mitt fyrsta námskeið vorið 2010. Þegar námskeiðið hófst fann ég hversu vel var tekið á móti mér. Berglind brosti breitt til mín ásamt hinum konunum sem buðu mig velkomna. Ég tel það mikinn kost hve þægilegt er að koma í Mecca spa, hún er frekar lítil og en vel útbúin líkamsræktarstöð. Tala nú ekki um ef maður splæsir á sig einum og einum nuddtíma þegar maður gerir vel við sig :) Námskeiðið er þannig uppbyggt að það hentar mér rosalega vel þar sem hef ekki verið í mikilli hreyfingu undanfarin ár og á við mörg aukakílóin að berjast við. Berglind er persónulegur kennari sem er öll að vilja gerð til að aðstoða mann að koma sér á rétt skrið. Mér þykir einstaklega fallegt að hugsa til þess hversu mikið hún leggur sig fram við að láta mann líða betur. Fyrir utan þá leikfimitíma sem hún er með eru falleg orð í lok hvers tíma, uppbyggileg email, hollar uppskriftir eða persónulegt tal ekki síður æðislegt. Nú fer haustnámskeiðið að byrja og hlakka ég mikið til að halda áfram að reyna breyta lífstíl mínum til hins betra.
Rósirnar alla leið !!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.8.2010 | 16:00
Hvernig meðhöndlum við lífið?
Allar upplifum við lífið á ólíkan hátt, en samt deilum við margar hverjar svo líkum tilfinningum.
Eins og ég hef sagt á þessum vef þá hef ég gengið í gegnum margt í mínu lífi. Þrautagangan hefur verið mjög erfið og ef ég ætti að teikna þessa göngu upp í línurit þá yrði það línurit ansi bratt, upp og niður. Þannig virkar átröskun og þunglyndi, upp og niður. Maður á nokkra mjög góða daga og maður á nokkra mjög slæma daga. Að lifa svona lífi í meira en 20 ár er algjör viðbjóður. Við þekkjum það öll sem höfum gengið þennan veg.
Ég á dagbók sem ég hélt yfir 3 vikna tímabil þegar ég var að byrja í OA í lok ágúst 2004. Þetta 3ja vikna tímabil er það eina sem ég er ekki búin að henda af öllum vinnuplöggum frá því þegar ég var að hefja bataferli. Þetta er rosaleg lesning.
Mig langar að segja ykkur frá fyrsta fundinum mínum. Þetta er orðrétt upp úr dagbók:
Síðasta mánudag, 30. ágúst 2004, fór ég á minn fyrsta OA fund. Ég var búin að vera í nokkrar vikur að velta því fyrir mér hvort ég ætti að fara, hvort ég ætti heima þarna. Kannski er ég í bullandi afneitun? Ég ákvað að mæta á OA fund þar sem tekið væri á móti nýliðum. Það var sumsé 30/8 sl. Með hjartað í brókunum og lömuð af kvíða lét ég mig hafa það. Ég vafraði um húsið, hafði auðvitað aldrei komið þarna fyrr og rataði ekki um neitt. Alltaf að mæta einhverju fólki en starði bara niður í gólf og forðaðist að horfa á neinn. En allt í einu kemur til mín stelpa og spyr mig hvort ég sé að koma í nýliðamóttöku! Shit! Jæja, þar með var ísinn brotinn, og já, ég var að koma í nýliðamóttöku. Ég spjallaði við hana Jónu, köllum hana það, og svo kom Gummi, köllum hann það. Mér fannst mjög skrýtið að tala við karlmann sem viðurkenndi að vera með bulemiu. En mér leið ögn betur að hafa loksins talað við fólk sem var líka með bulemiu. Eftir mína 18 ára baráttu við átröskun hafði ég loksins hitt annað fólk sem var líka að glíma við sama ruglið.
Svo hófst fundurinn og shit hvað allir voru jafn veikir og ég. Það var alveg ótrúlega að heyra hvað allir höfðu fram að færa. Þarna var allskonar fólk, matarfíklar, bulemíur, anorexíur og fólk sem glímdi við þetta allt eins og ég. Ég fann sjálfa mig einhversstaðar í öllum frásögnunum. Ég ákvað strax á þessum fundi að bata vildi ég fá og ég skyldi fá hann. En..... ég var ekki alveg tilbúin..... Ég var ekki alveg tilbúin að viðurkenna vanmáttinn, ekki alveg tilbúin að viðurkenna að ég yrði að fara í fráhald frá sykri. Var ekki alveg tilbúin að viðurkenna algjört stjórnleysi, þetta hömluleysi.
Ég var ekki tilbúin til að sleppa öllu nartinu mínu. Að hætta að borða allt þetta sem mér finnst svo gott að borða. Öllu heldur ég var ekki tilbúin að kveðja þennan besta vin" (versta vin) sem alltaf hefur verið til staðar fyrir mig í gleði og sorg. Aðallega sorg auðvitað. Maturinn minn. Þessi unaðslegi matur. Þetta ÓGEÐ. En ég var þó staðráðin í að mæta á fleiri fundi hjá OA. Ég ákvað þarna að ég þyrfti ekki að fara strax í fráhald. Fyrst, já fyrst ætlaði ég að kveðja allt með því að borða það í síðasta skipti. Þess vegna bað ég ekki neinn eftir fyrsta fundinn um að verða sponsorinn minn.
Og þess vegna kom ég við í 10-11 og keypti mér nammi til að borða á leiðinn heim. Þess vegna hámaði ég í mig marga skammta af kvöldmat og gúffaði í mig nammi um kvöldið en sleppti því að kasta upp. Þetta sama kvöld ákvað ég að ég ætti eftir að borða þetta og þetta og þetta og þetta áður en ég gæti hafið mitt fráhald. Shit hvað maður er ógeðslega sick! Þannig að á þriðjudaginn eftir hádegi kom ég við í bakaríi á leiðinni heim og át svakalega -> nei, það var á miðvikudeginum, á þriðjudeginum hitti ég einmitt mömmu og systur mína á kaffihúsi og fékk mér stóra sneið af kökiu í síðasta skiptið og borðaði hverja ögn af henni og langaði svoooo í meira. Var geðveikislega fegin þegar þær höfnuðu matarboði frá mér því þá vissi ég að ég bæti eldað eitthvað sérstakt fyrir mig í síðasta skipti og svo gúffaði ég í mig poppi og einhverju ógeðslegu magni um kvöldið og kastaði þvílíkt upp. Það brást ekki. Svo kom miðvikudagurinn já. Ég fór út um morguninn, keyrði um, tók átköst í bílnum, fór inn á Esso til að kasta upp og ákvað svo að fara heim um hádegisbilið en kom við í bakaríi á leiðinni heim og át svakalega, lá svo heima í uppköstum allan daginn og gat ekkert mætt í skólann.
Viku seinna var ég komin með sponsor.
Ég ætla að hætta hér að minnsta kosti í bili.
Ég fór rosalega langt niður en flaug svo mjög hátt upp í gegnum sporavinnu í OA samtökunum. Ég gafst aldrei upp. Hélt alltaf áfram að sækja fundi þrátt fyrir að hafa fallið. Ég fór alltaf á fund, sagði frá falli og mér var alltaf vel tekið, ég var peppuð upp, hvött áfram þú getur þetta áfram með þig!
Og það er þetta sem við viljum gera. Ekki níða okkur niður þótt það gangi illa í dag. Það kemur dagur eftir þennan dag, við vitum það. Við tökum einn dag í einu. Stundum eins og ég þurfti á tímabili að gera, þá er nóg að taka eina klukkustund fyrir í einu.
Það er allt hægt. Lífið er óskaplega mikils virði. Það er óskaplega mikils virði að borða reglulega jafnt og þétt yfir daginn og hreyfa sig 3-4x í viku. Sú hreyfing þarf að vera þess eðlis að okkur finnist gaman að henni. Það á hvorki að leiðinlegt að hreyfa sig né að borða reglulega og hollt :)
Ég er meira en fús til að miðla ykkur af reynslu minni. Ef þið viljið spyrja mig eða vita meira endilega sendið mér póst :)
Þið getið lesið söguna mína hér http://www.rosirnar.blog.is/blog/rosirnar/entry/1043370/
Það er svo merkilegt að í OA þá vorum við öll að glíma meira og minna við sömu tilfinningarnar og sömu fíknina, þótt við værum öll mismunandi í laginu. Margar stelpurnar voru miklu mjórri en ég, margar svipaðar og ég, svo var fólk sem var örugglega 100 kílóum þyngra en ég - eða jafnvel meira. En við áttum það sameiginlegt að glíma við nákvæmlega sömu tilfinningarnar gagnvart mat. Við þjáðumst algjörlega eins. Ég bara kastaði upp og svelti mig til skiptis. Aðrir borðuðu endalaust. Enn aðrir borðuðu nánast aldrei en hugsuðu ekki um neitt annað en mat.
Í Rósunum vinnum við út frá raunhæfum og heilbrigðum markmiðum í átt til betra lífs, í átt að bættum lífsstíl.
Með kærleika í hjarta
Berglind
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.8.2010 | 15:35
Stígum skrefið !
Stígum skrefið í átt til betra lífs =)
Sífellt fjölgar þeim konum sem gefa sér tíma til að stunda markvissa líkamsrækt allan ársins hring en betur má ef duga skal því yfirþyngd kvenna, karla, unglinga og barna hér á landi fer vaxandi. Mikilvægt er að velja sér hreyfingu sem gefur gleði og hvatningu hvort sem um er að ræða inni á líkamsræktarstöð eða annars staðar.
Orðið heilsurækt hefur mjög víðtæka merkingu og því nær að nota það orð eða jákvæðan lífsstíl því líkami og sál eru samrýmd systkini sem fylgjast að. Það er vissulega ánægjulegt að heilsuáróður undanfarinna ára hefur skilað árangri en þrátt fyrir það er heilsufar okkar íslendinga ekki nærri nógu gott og offita sífellt vaxandi heilsufarsvandamál, ekki það að við vitum ekki ástæðuna fyrir vandanum þ.e of lítil hreyfing og rangt mataræði.
Í dag bíða 300 einstaklingar eftir því að komast í aðgerð og endurhæfingu á Reykjalundi vegna mikillar umframþyngdar, ungar nýbakaðar mæður bera margar 20 - 30 umframkíló eftir barnsburð, þeim unglingum sem kljást við mikla þyngdaraukningu fjölgar stöðugt og eins þeim börnum sem eru of þung.
Mín þekking og skoðun er sú að fæða sú sem boðið er uppá í mörgum grunnskólum og leikskólum í dag sé ekki nægilega góð og sama má segja um hreyfingu en hún mætti koma meira inn í nám. Það er hreinlega tímabært að sporna við þessum málum og hefja forvarnarstarf hið fyrsta strax á leikskólastigi en þar skiptir áhugi þeirra sem verkin vinna miklu eða öllu máli. Tímaskortur er ástæða sem margur ber fyrir sig til að nærast vel og hreyfa sig en nær væri að skoða forgangsröðun á daglegum venjum og verkum og þá er möguleiki á að raða upp á nýtt.
Margir fylgikvillar fylgja með í pakkanum ef umframþyngd er mikil og einn þeirra er þunglyndi sem mjög oft og örugglega alltof oft er LEYST með lyfjum sem jú hjálpa til með eitt og veikja annað. Margur grannur landinn er þó ekki í andlegu jafnvægi né líkamlegu formi svo vandinn er ekki eingöngu á annari hendi. Meðalvegurinn er vandrataður og skyndilausnir landans verða sífellt vinsælli og framboð töfralausna s.s heilsudrykkja eru í hverju horni og gæðin misjöfn eins og gengur.
Mín reynsla af heilsuvörum Forever Living er frábær og nota ég þær hvern dag. Mikilvægt er að hver og einn finni sína leið til betra lífs hvort sem um er að ræða þjálfun líkamans eða næringu.
Ég vil hvetja þær konur sem vilja blómstra í bættum lífsstíl að kynna sér Rósirnar okkar í Mecca Spa vandlega, skrá sig og hefja för þann 1. september =) Því ekki að stíga fyrsta skrefið í dag til betra lífs ?
Nauðsynlegt er að gefa sér 20 mínútur 3x-4x í viku í að stunda einhverja tegund líkamsþjálfunar sem þér þykir skemmtileg og huga vandlega að næringu, til að bæta heilsu þína og líðan. Listinn er langur yfir kosti þjálfunar og eftir því sem fleiri rannsóknir eru gerðar, lengist hann.
Setjum okkur raunhæf markmið, finnum okkur skemmtilega þjálfunarleið og gerum líkamsþjálfun og holla næringu að okkar lífsstíl.
Fjóla Þorsteinsdóttir einkaþjálfari og þolfimikennari
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2010 | 21:38
Rósirnar - breyttur og bættur lífsstíll
Rósirnar í Mecca Spa:
Breyttur og bættur lífsstíll
Tímarnir eru opnir fyrir konur sem þurfa mikið aðhald, mikinn stuðning og góða hvatningu. Konur sem hafa leitað árangurslaust leiða til að breyta um lífsstíl geta fundið hjá Rósunum þann stuðning sem þær þurfa. Rósirnar henta einnig konum sem ekki hafa verið í þjálfun lengi eða jafnvel aldrei.
Rósirnar heilsurækt býður upp á frábæra aðstoð í átt að breyttum lífsstíl - einstakt aðhald, góð fræðsla, ómetanlegur stuðningur, einföld en mjög fjölbreytt leikfimi 4x sinnum í viku. Leikfimin samanstendur af sundleikfimi einu sinni í viku, kósý tíma einu sinni í viku og fjölbreyttri leikfimi tvisvar sinnum í viku, þar sem boðið er upp á styrkjandi og liðkandi æfingar sem bæta líkamlegt þrek og andlega líðan. Engin hopp eða högg á líkamann, aðeins frábærar æfingar sem koma öllum í gott form.
Það sem er stórkostlegt við Rósirnar er að alltaf er opið fyrir nýjar konur. Alltaf er hægt að koma nýr í hópinn og tekið er fagnandi á móti hverri og einni Rós. Við erum ekki að vinna út frá skammtímasjónarmiðum. Rósirnar eru ekki hugsaðar sem stutt námskeið, tímabil eða megrun heldur lífsstílsbreyting. Þetta er ferðalag. Við ætlum að breyta um lífsstíl og læra að gera hreyfingu og reglulegt mataræði að sjálfsögðum hlut í okkar lífi.
Í þessu námskeiði er ekki einblínt á vigtun og mælingar heldur horfum við á spegilinn og metum okkur sjálfar út frá honum. Að sjálfsögðu verður þó boðið upp á fitumælingar, ummálsmælingar og vigtun fyrir þær sem þess óska. Við munum hafa sem markmið að láta okkur líða vel með okkur sjálfar, hugsa jákvætt, auka sjálfstraustið og í leiðinni að ná tökum á mataræðinu og þyngdinni.
Námskeiðið er opið fyrir konur sem þurfa á því að halda að vera í svona hópi, þurfa að fá stuðning og hvatningu - og vilja það :) Raunhæf, en háleit markmið - eitt skref í einu.
Tölvupósturinn er mikið notaður sem samskiptatæki fyrir hvatningu og fræðslu, spurningar og svör :) Rósir geta sent inn matardagbækur til að fá álit og góð ráð. Markmiðið er að borða léttar máltíðir 4-6 sinnum á dag, borða fjölbreytta fæðu og fá sér einu sinni á diskinn.
Rósirnar eru með matarklúbb sem hittist á 4-6 vikna fresti. Þrjár Rósir taka sig saman í hvert sinn og elda hollan og góðan mat, prófa frábærar uppskriftir og bjóða svo hinum Rósunum í klúbbnum að koma og borða. Mikið fjör og alltaf gaman.
Rósirnar gera margt annað skemmtilegt saman yfir veturinn. Til dæmis diskóþema, kántrýþema, rokkþema, aðventukvöld, spákvöld, kaffihúsaspjall, kósýstund í pottinum og margt fleira!
Í vetur verðum við með sérstakt konukvöld þar sem okkur verður boðið í verslunina COSMO og þar getum við mátað föt og spjallað og notið góðrar kvöldstundar í ró og næði.
Berglind og Fjóla munu í vetur sinna Rósunum af mikilli alúð og af innilegri hugsjón þar sem hver og ein Rós fær einstaklingsmiðaða þjónustu, hvatningu og aðhald.
Þetta er án efa besta lífsstílsnámskeið sem er í boði í haust.
Við byrjum miðvikudaginn 1. september:
Mánudagar 17:15 - SUNDLEIKFIMI (Fjóla)
Þriðjudagar 17:00 (Fjóla)
Miðvikudagar 17:00 - KÓSÝ (Berglind)
Fimmtudagar 17:00 (Berglind)
Verð:
Í boði er fjögurra mánaða tímabil í Rósunum frá september til áramóta.
Kr. 50.000 fyrir 4 skipti í viku
Kr. 45.000 fyrir 3 skipti í viku (sundinu t.d. sleppt)
Endilega ef þú hefur spurningar eða vilt skrá þig sendu þá póst :) e.berglind@simnet.is
Við erum líka á facebook http://www.facebook.com/rosirnar
Með kærleika og knúsi
Berglind og Fjóla
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2010 | 12:29
Svölurnar Fit-Pilates mix
Svölurnar Svölu í Mecca Spa
Margar höfum við konur verið í leikfimi eða yoga á meðgöngu og á fyrstu mánuðunum eftir fæðingu barnsins og höfum við þá jafnvel getað haft krílin með. Þegar tíminn líður og börnin eldast aðeins þá viljum við auðvitað halda áfram í leikfiminni - en nú án barnanna. Margar okkar hafa hætt í leikfimi þegar börnin eru nokkurra mánaða, oftar en ekki vegna þess að tímasetning námskeiða hentar okkur ekki.
Mecca Spa er frábær líkamsræktarstöð, lítil og heimilisleg og þar svífur yndislegur andi yfir öllu.
Í boði í vetur verða tvö námskeið. Annarsvegar í hádeginu á þriðjudögum og fimmtudögum og hinsvegar á mánudags- og miðvikudagskvöldum. Tímarnir verða um klukkustund að lengd.
Kvöldtímarnir verða að öllum líkindum kl. 19:15 eða 19:30.
Hádegistímarnir verða kl. 12:00 og boðið verður upp á barnapössun.
Kennari er Berglind. Berglind hugsar af alúð um sínar konur og veitir einstaklingsmiðaða aðstoð og hvatningu. Á námskeiðinu verður byggt á jákvæðu hugarfari, sjálfstrausti, kærleika og brosi!
Leikfimin verður byggð að langmestu leyti upp á Fit-Pilates Grunnur, blöndu af Fit-Pilates Power og Fit-Pilates Teygjur og jafnvægi sem er nýtt prógram sem er að byrja nú í haust. Fit-Pilates er einfalt en mjög fjölbreytt æfingaform, styrkjandi og liðkandi æfingar sem bæta líkamlegt þrek og andlega líðan. Engin hopp eða högg á líkamann, aðeins léttar æfingar sem koma öllum í gott form.
Fit - Pilates þjálfar djúpvöðva líkamans, gefur langa fallega vöðva, sléttan kvið, grönn læri, sterkt bak, betri líkamsstöðu og aukinn liðleika.
- Skemmtilegar æfingar, styrkjandi og móta flottar línur líkamans
- Enginn hamagangur og læti en virkilega vel tekið á
- Æfingar á boltanum veita þægilegt vöðva og líffæranudd
- Fit-Pilates er leikfimi fyrir þá sem vilja sjá línurnar verða flottari
Fit - Pilates þjálfar alla kviðvöðva, vöðva neðra baks, vöðva umhverfis hryggsúluna, lærvöðva að innan og utan, mjaðmir og rassvöðva. Þegar þessir vöðvar hafa styrkst er stoðkerfi líkamans komið með meiri stuðning. Þá uppgötvar fólk nýjan og áður óþekktan styrk og jafnvægi sem nýtist vel í betri líkamsstöðu í daglega lífinu og í öðrum íþróttagreinum. Fólk fær ekki aðeins meiri orku, snerpu og hraða, heldur einnig betri vörn gegn meiðslum vegna fleiri virkra vöðva til dæmis í miðjunni, betra jafnvægis og meiri liðleika. Algjörlega frábært æfingakerfi.
Námskeiðið hefur fengið nafnið Svölurnar.
Lengd hvers námskeiðs er 8 vikur, 2x í viku og verð kr. 15.900. Þátttakendur fá aðgang að tækjum, gufu, laug og potti á meðan á námskeiði stendur.
ATH. Greiða þarf aukalega fyrir barnapössun.
Þetta er mjög flott námskeið, hentar öllum aldurshópum og þú ættir ekki að láta þetta framhjá þér fara!
Þær sem vilja geta fengið vigtun, ummáls- og fitumælingu í upphafi og í lok hvers námskeiðs.
Settu sjálfa þig í fyrsta sæti - skráðu þig núna!
Allar nánari upplýsingar eru hjá Berglindi í e.berglind@simnet.is
Ef þú vinnur vaktavinnu þá gæti þetta hentað þér þar sem hægt er að fá einn tíma fyrri part og einn tíma seinni part.
Í kærleika og gleði
Berglind
Fit Pilates Stretch & Balance / Teygjur og Jafnvægi
Nýtt prógramm með meiri áherslu á fjölbreyttar teygjur með stóru æfingaboltunum. Æfingarnar eru sambland af Fit Pilates og Yoga æfingum. Tímar sem hugsaðir eru til að auka liðleika, virkja dýpri öndun og jafnvægi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2010 | 22:42
Rósirnar heilsurækt 2010-2011
Tímarnir eru opnir fyrir konur sem þurfa mikið aðhald, mikinn stuðning og góða hvatningu. Konur sem hafa leitað árangurslaust leiða til að breyta um lífsstíl geta fundið hjá Rósunum þann stuðning sem þær þurfa. Rósirnar henta einnig konum sem ekki hafa verið í þjálfun lengi eða jafnvel aldrei.
Rósirnar heilsurækt býður upp á frábæra aðstoð í átt að breyttum lífsstíl - einstakt aðhald, góð fræðsla, ómetanlegur stuðningur, einföld en mjög fjölbreytt leikfimi 3-4 sinnum í viku. Leikfimin samanstendur af sundleikfimi einu sinni í viku, kósý tíma einu sinni í viku og fjölbreyttri leikfimi tvisvar sinnum í viku, þar sem boðið er upp á styrkjandi og liðkandi æfingar sem bæta líkamlegt þrek og andlega líðan. Engin hopp eða högg á líkamann, aðeins léttar æfingar sem koma öllum í gott form.
Það sem er frábært við Rósirnar er að alltaf er opið fyrir nýjar konur. Alltaf er hægt að koma nýr í hópinn og tekið er fagnandi á móti hverri og einni Rós. Við erum ekki að vinna út frá skammtímasjónarmiðum. Rósirnar eru ekki hugsaðar sem stutt námskeið, tímabil eða megrun heldur lífsstílsbreyting. Þetta er ferðalag. Við ætlum að breyta um lífsstíl og læra að gera hreyfingu og reglulegt mataræði að sjálfsögðum hlut í okkar lífi.
Það er ekki einblínt á vigtun og mælingar heldur horfum við á spegilinn og metum okkur sjálfar út frá honum. Að sjálfsögðu verður þó boðið upp á fitumælingar, ummálsmælingar og vigtun fyrir þær sem þess óska. Við munum hafa sem markmið að láta okkur líða vel með okkur sjálfar, hugsa jákvætt, auka sjálfstraustið og í leiðinni að ná tökum á mataræðinu og þyngdinni.
Námskeiðið er fyrir konur sem þurfa á því að halda að vera í svona hópi, þurfa að fá stuðning og hvatningu - og vilja það :) Raunhæf, en háleit markmið - eitt skref í einu.
Tölvupósturinn er mikið notaður sem samskiptatæki fyrir hvatningu og fræðslu, spurningar og svör :) Rósir geta sent inn matardagbækur til að fá álit og góð ráð. Markmiðið er að borða léttar máltíðir 4-6 sinnum á dag, borða fjölbreytta fæðu og fá sér einu sinni á diskinn.
Margt skemmtilegt er í boði yfir veturinn, t.d. matarklúbbur, diskóþema, kántrýþema, rokkþema, aðventukvöld, spákvöld, kaffihúsaspjall, kósýstund í pottinum og margt fleira!
Við byrjum miðvikudaginn 1. september:
Mánudagar 17:15 - SUND
Þriðjudagar 17:00
Miðvikudagar 17:00 - KÓSÝ
Fimmtudagar 17:00
Rósunum er sinnt af mikilli alúð og af innilegri hugsjón og hver og ein Rós fær einstaklingsmiðaða þjónustu, hvatningu og aðhald.
Fylgstu endilega með okkur! Á næstu dögum verður bætt inn upplýsingum um vetrarstarfið :)
Við erum líka á facebook http://www.facebook.com/rosirnar
Endilega ef þú hefur spurningar sendu þá póst :) e.berglind@simnet.is
Svo er bara að skrá sig og vera með :)
Með kærleika og knúsi
Berglind
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2010 | 13:47
Heilsuræktarveturinn 2010-2011
Eruð þið ekki örugglega að koma ykkur í gírinn fyrir komandi heilsuræktar vetur?
Tilbúnar til að lyfta ykkur upp andlega og líkamlega?
Sendið mér endilega tölvupóst e.berglind@simnet.is eða hringið í mig ef þið viljið spyrja mig eða vera með okkur í Mecca Spa í vetur.
Það verða hádegistímar (fit-pilates mix) og svo verður að sjálfsögðu rósaprógrammið sem aldrei klikkar - og nú verður bætt einum sundtíma inn í!
Ást og kærleikur
Berglind
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2010 | 17:48
DRÖG AÐ VETRARPRÓGRAMMI 2010 - 2011
ELÍSA BERGLIND - RÓSIR OG FLEIRA 2010-2011
Fit-Pilates fyrir mömmur og kríli 2x í viku
Fit -Pilates fyrir mömmur án barna 2x í viku (eftir að mömmurnar eru búnar að vera á námskeiðum með litlu krílin - fyrirhugað að bjóða barnapössun)
Kallapúl 2x í viku
Rósir - seinni partur 4x í viku
Rósir - morguntímar 3x í viku
Rósir ungar stelpur 16 25 ára 3x í viku
GRAFARHOLT 2010-2011
Unglingar 3x í viku (BootCamp - þrek)
Konur fjölbreytni og skemmtilegt 3x í viku
Kallapúl 2x í viku
Endilega tjáið ykkur - hvernig lýst ykkur á?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2010 | 14:40
Í dag er fallegur dagur
Elsku fallegu Rósir, fallegu dömur, sem saman mynda fallegan Rósavönd
Ég rita hér orð mánudagsins :) en langt er nú orðið síðan ég hef lagt inn orð fyrir hæstvirtan mánudag!
Í dag er fallegur dagur. Yndislega fallegur og frábær mánudagur hálfnaður. Svo óskaplega dásamlega unaðslegt veður í dag. (Allavega sýnist mér það svona úr stofuglugganum mínum, þar sem ég sit við borðstofuborðið og er að sperrast við að læra!) Er ekki kominn sumarhugur í ykkur? Útilegupælingar? Ji, ég hlakka til að fara í útilegu í sumar! Það er fátt eins notalegt og að vera í útilegu í guðsgrænniómengaðriíslenskrináttúru" (man einhver hver sagði þessi orð í gæsalöppunum?)
Mig langar að heyra frá ykkur kæru Rósirnar mínar :) Hvernig gengur ykkur með heilsuátakið ykkar? Hafið þið farið í gönguferðir þá daga sem ekki er leikfimi? Taka stigann í staðinn fyrir lyftuna? Leggja aðeins í burtu frá útidyrum? Reyna að sneiða hjá sætindum? Auka grænmetið og ávextina?
Hvernig gengur með matardagbækurnar?
Leiðið þið hugann annað slagið að lykilorðunum okkar 4, þolinmæði, jákvæðni, brosi og meðvitund? Höfðuð þið heilsuátakið okkar í huganum um helgina?
Eruð þið ekki rosalega spenntar fyrir því að koma í leikfimina í kvöld?
Ég hlakka ofsalega mikið til að takast á við komandi viku. Það er margt spennandi framundan. Við eigum til dæmis eftir að hittast nokkrum sinnum í vikunni og það verður æðislegt. Það er svo frábært að vera með ykkur.
Já, og það er fundur á miðvikudaginn :)
Mig langar að minna ykkur á að regluleg hreyfing er ákaflega mikilvæg fyrir líf okkar og heilsu.
- 1. Hjartað dælir betur
- 2. Góða kólesterólið vex
- 3. Líkamlegur kraftur eykst
- 4. Líkaminn verður sterkari og liðugari
- 5. Kynorkan styrkist (júhú - cool)
- 6. Lífslíkur aukast
- 7. Líkaminn verður úthaldsbetri og frískari
- 8. Líkur á beinbrotum minnka
- 9. Andlega hliðin verður sterkari og stressálag minnkar
- 10. Andlegur aldur lækkar
- 11. Líkaminn brennir meiru og líkamsfita minnkar
- 12. Svefninn batnar
Það er mikið atriði að setja hreyfingu og hollt mataræði inn sem jafn sjálfsagðan hluta af daglegu lífi og að bursta tennurnar. Ekki fara af stað með látum og ætla þér allt of mikið. Settu þér raunhæf markmið og auktu lífsgæði þín með mátulegri hreyfingu auk hollara mataræðis. Gerðu hreyfingu og hollt mataræði að skemmtilegum útgangspunkti fyrir líf þitt á hverjum degi.
Aðal markmið okkar með líkamsrækt og reglulegri hreyfingu er að auka almenna vellíðan - bæði andlega og líkamlega. Hreyfingarleysi er besti vinur þunglyndis og depurðar!
Innst inni í okkur öllum er ákveðin mynd - sjálfsmynd. Þessi mynd er af okkur sjálfum - af þér og því hvernig þú sérð sjálfa þig. Sumir þekkja þessa mynd ekki nógu vel. Allt sem hefur verið sagt við þig og þú lent í um ævina, bæði jákvætt og neikvætt hefur áhrif á þessa mynd.
Hver einstaklingur hefur sín eigin persónueinkenni - jafnvel eineggja tvíburar. Þetta þýðir að fólk hagar sér mismunandi við sömu aðstæður. Hver einstaklingur á sér sínar eigin hugsanir, tilfinningar, vonir, drauma og hæfileika og hver einstaklingur á sér einnig sínar eigin óttatilfinningar, veikleika og vandamál. Þetta á ekki bara við um þig, heldur líka alla hina.
Hversu oft hefur þú horft á aðra og óskað þess að þú hefðir sömu hæfileika eða getu og hinir? Hversu oft hefur þér fundist einhver annar vera fullkominn en ekki þú? Mundu að enginn er fullkominn.
Hættu að bera þig saman við aðra - það er betra að þekkja sjálfan sig og vera sáttur við sjálfan sig.
Það hefur enginn lofað því að lífið verði auðvelt. Aftur á móti get é lofað því að við munum oft í lífinu rekast á hindranir og brekkur. Við þurfum að takast á við álag og erfiðleika sem á vegi okkar verða. Lifðu ekki í vandamálinu - hugsaðu í lausnum. Lífið er stúfullt af lausnum - finndu þær og lífið mun verða auðveldara.
En hvað geturðu gert til að styrkja sjálfsmynd þína?
- Vertu sátt við sjálfa þig og lífið - ekki bera þig saman við aðra. Appelsína og banani verða ALDREI eins, alveg sama hvað þau leggja sig fram við að reyna!
- Það er betra að takast á við erfiðleika á uppbyggjandi hátt. Ef þú lendir í rifrildum eða þrætum eða einhver segir eitthvað neikvætt um þig eða við þig, þá skaltu ekki trúa öllu sem er sagt. Gerðu annarra orð og skoðanir ekki að þínum eigin. Þessar skoðanir og þessi orð þurfa ekki að vera réttar þó svo að einhver annar hafi sagt þau!
- Þekktu styrkleika þína og veikleika; það geta ekki allir verið góðir í öllu. Hlúðu að styrkleikum þínum. Viðurkenndu veikleika þína og fáðu hjálp ef þú þarft. Það er engin skömm að því - það er styrkur!
- Gerðu raunhæfar kröfur til sjálfrar þín. Þó að bróðir þinn, systir eða vinkona hafi alltaf fengið 10 í öllu er ekki þar með sagt að þú þurfir þess líka. Þínir hæfileikar liggja án efa bara á öðrum sviðum. Njóttu þess!
Að lokum við ég segja við ykkur að bros er eitt það dýrmætasta sem við eigum. Það er með ólíkindum hvað bros getur gert mikið fyrir okkur. Bara það að hitta glaðlyndan vin getur breytt ömurlegum degi fyrir okkur í yndislega dásamlegan dag. Við getum ákveðið með brosi að gera heiminn ýmist að fangelsi eða höll. Bros getur breytt hugarfari okkar. Með brosi kemur jákvæðni. Það er ekki hægt að brosa og vera fúll :) Brosið getur létt þungar byrðar. Það verður allt einhvernveginn einfaldara og fallegra með brosi!
Bros er eins og sólskin - það dreifist út um allt andlit - svo fallegt. Ef þú færir bros og þá jafnframt sólskin inn í líf annarra, þá áttu ákaflega erfitt með að halda því frá þínu eigin lífi :)
Brostu framan í aðra, brostu framan í sjálfa þig - þú verður ekki fyrir vonbrigðum - þú færð heilan helling af brosum til baka :)
Ég hlakka til að sjá ykkur í leikfiminni kl. 18:00 - klukkan sex - í dag.
Knús á ykkur dásamlegu Rósir.
Gangi ykkur vel
Lúv,
Berglind
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Elísa Berglind Sigurjónsdóttir
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Ágúst 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
Tenglar
Mínir tenglar
- Mecca Spa
- Frábært blogg í baráttu við átröskun
- Stúdíó Sóleyjar
- Yoga með Maggý Dásamlegt yoga, Meðgöngu og mömmu yoga.
- Fit - Pilates á Íslandi Frábært æfingaprógramm
- Ragga Nagli Frábær síða full af fróðleik og góðum pistlum
- Umfjöllun um Átröskun hjá Sölva
- Overeaters Anonymous
- Greysheet Anonymous
- Hug-mynd, Hugur/líkami/sál
- Cafe Sigrún
- Góð heilsuræktarhugleiðing
- Hvað er í matnum
- Upplýsingasíða um fæðuofnæmi
- Heimilis uppskriftir
- Heilsubankinn
- MFM Miðstöðin
- Geðhjálp
- Kærleiksvefur Júlla
- Átaksblogg
- Elín Helga Egilsdóttir
Spurt er
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar