4.1.2010 | 11:36
Stúdíó Sóleyjar í Mecca Spa
Endilega skoðið nýju heimasíðu Sóleyjar Jóhanns www.studiosoleyjar.is
Það ættu allir að finna sér einhverja hreyfingu við hæfi hjá Stúdíói Sóleyjar :) Mecca Spa er frábær líkamsræktarstöð, dásamlegt umhverfi, snilldar kennarar.
Komið og prófið :)
Kveðja
Berglind
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.12.2009 | 11:22
Rósirnar Lífsstílsnámskeið hefst 4. janúar
Rósirnar
Lífsstílsnámskeið
Forgangsraðaðu og settu sjálfa þig í fyrsta sæti !
Rósirnar Lífsstílsnámskeið fer af stað að nýju 4. janúar. Fyrir nýja meðlimi er fyrsta vikan frí til prufu.
Yfir-Rós og kennari er Berglind en hún hefur talsverða reynslu af þolfimikennslu með mjög blandaða hópa.
Tímarnir eru opnir fyrir konur sem þurfa mikið aðhald, mikinn stuðning og hvatningu. Konur sem hafa leitað árangurslaust leiða til að breyta um lífsstíl geta fundið hér hjá okkur þann stuðning sem þær þurfa. Margt verður í boði til að aðstoða í átt til hinnar beinu brautar, einstakt aðhald, góð fræðsla, ómetanlegur stuðningur, einföld en mjög fjölbreytt leikfimi 3 sinnum í viku, þar sem boðið er upp á styrkjandi og liðkandi æfingar sem bæta líkamlegt þrek og andlega líðan. Engin hopp eða högg á líkamann, aðeins léttar æfingar sem koma öllum í gott form. Unnið með raunhæf, en háleit markmið - eitt skref í einu
Það sem er frábært við námskeiðið okkar er að alltaf opið fyrir nýjar konur þótt námskeiðið sé í eðli sínu lokað. Alltaf er hægt að koma nýr í hópinn og tekið er fagnandi á móti hverri og einni. Í hópnum ríkir einstakt andrúmsloft og mikil eining. Við vinnum með framtíðina í huga. Það er ekki einblínt á vigtun og mælingar heldur horfum við á spegilinn og metum okkur sjálfar út frá honum. Við munum hafa sem markmið að láta okkur líða vel með okkur sjálfar, auka sjálfstraustið og í leiðinni að ná tökum á mataræðinu og þyngdinni. Námskeiðið verður opið fyrir konur sem þurfa á því að halda að vera í svona hópi, þurfa að fá stuðning, þurfa að fá hvatningu - og vilja það :)
Þetta er dásamlegur félagsskapur, ómetanleg hvatning og styrkur og aðstaðan í Mecca Spa er hreint út sagt frábær.
Tölvupósturinn verður mikið notaður sem samskiptatæki þar sem sendar verða hvatningar og fræðsla og einnig geta meðlimir sent inn matardagbækur sínar til að fá álit - en hitaeiningar verða ekki taldar í þessu námskeiði J Markmiðið er að borða léttar máltíðir 4-6 sinnum á dag, borða flestan mat en fá sér einu sinni á diskinn. Að auki eru stuðningsfundir aðra hverja viku, á miðvikudögum kl. 16:30, þar sem við hittumst og spjöllum um allt milli himins og jarðar. Deilum hinum ýmsu málum með hinum í hópnum, tjáum okkur í algjörum trúnaði. Þær taka þátt sem vilja :)
Hópurinn er með nokkurskonar matarklúbb þar sem hist verður nokkrum sinnum í vetur. Búið er að hafa einn matarklúbb í haust og það var meiriháttar vel heppnað. Nokkrar taka sig saman, elda nýjar og hollar uppskriftir og bjóða hinum í klúbbnum að koma og borða. Þannig náum við að smakka hollar uppskriftir sem við kannski myndum ekki elda annars, lærum að elda þær, hristum saman hópinn og njótum samverunnar og styðjum í leiðinni hver aðra. Þær taka þátt sem vilja :) Næsti matarklúbbur verður í janúar.
Hópurinn hittist að auki nokkrum sinnum yfir veturinn og gerir eitthvað skemmtilegt saman. Fáum góða fyrirlesara til að hvetja okkur áfram, sýnikennslu í matargerð, snyrtikvöld, huggulegar stundir í pottinum, út að borða, diskóþema, kvöldgöngur í vor, endalausar hugmyndir :)
Tímatafla:
Mánudagar 18:00
Miðvikudagar 18:00
Föstudagar 17:30
Laugardagar kl. 11:00 sem Gunnur sjúkraþjálfari sér um. Fjölbreytt en hefðbundin leikfimi, þrekhringur og fleira þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Verð á vornámskeið eru:
Fyrir 3 mánaða kort kr. 28.000
Fyrir 6 mánaða kort kr. 50.000
Innifalið í verðinu er aðgangur í alla opna tíma í Mecca Spa, aðgangur í tækjasal, ráðgjöf og stuðningur. Aðgangur í sundlaug og heitan pott og að auki fá korthafar afslátt í snyrtistofunni.
Athugið að flest stéttarfélög og mörg fyrirtæki niðurgreiða líkamsrækt fyrir félagsmenn/starfsmenn sína.
Skráið ykkur hjá Berglindi í síma 891-6901 eða á netfangið e.berglind@simnet.is
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2009 | 23:37
Hvatning
Lesið orðin sem rituð eru hér fyrir neðan.
Lesið þau á hverjum degi og sannfærist um sannleikann í þeim.
Þessi orð eru tileinkuð Rósunum í Mecca Spa, en þau eiga við alla :)
Það hefur enginn þurft að leiða þig í freistni
- þangað hefurðu gengið ein og óstudd -
Þú ert stórkostleg eins og þú ert og
þarft að læra að meta það.
Þér mun finnast þú eiga allt gott skilið
og framtíðin verður björt og fögur.
Hamingjan er fólgin í því fyrst og fremst
að hafa ánægju af því sem þú gerir.
Það krefst einungis einnar jákvæðrar hugsunar að
sigra heilan her af neikvæðum hugsunum.
Breyttu hugsun þinni og heimur þinn breytist.
Allar viljum við hrós og klapp á bakið. En
við þurfum að kunna að taka við því.
Vertu bein í baki og hnarreist og taktu á móti
hrósi og hóli með stolti og brosi á vör.
Leitaðu hamingjunnar og þú munt finna hana.
Hamingjan er þín.
Þangað til næst,
Berglind
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2009 | 00:08
Jólapæling
Tvær vikur til jóla - tæpar!
Það er stuttur tími. Það finnst allavega sumum. En í raun er það alveg nógur tími. Það er nógur tími ef við hugsum það þannig. Ég er að heyra fólk í kringum mig tala um að þessu sé ekki lokið og hinu sé ekki lokið, það verða ekki jól ef ég geri ekki þetta og geri ekki hitt".
Hver er hinn eiginlegi tilgangur jólanna? Þá er ég ekki að tala um hinn trúarlega tilgang - sem er jú TILGANGURINN með jólunum - en læt aðra um að segja frá því.
Jólin eru hátíð. Á jólum hittum við marga vini og ættingja sem við höfum ekki hitt lengi. Á jólum njótum við þess að gefa öðrum gjafir, njótum þess að þiggja gjafir, njótum þess að hvíla okkur, njótum þess að borða góðan mat og njótum þess að vera saman. Sérstaklega ættum við að njóta þess að vera saman. Fjölskylda og vinir. Samvera af lífi og sál. Njóta tónlistar saman og spila.
Boðskapur jólanna er fallegur og hann snýst um okkur öll sem manneskjur.
Af hverju eru svona margir að tapa sér í stressi fyrir því að þrífa veggi, loft, innan úr skápum, bak við skápa, bóna og hvað þetta nú allt heitir? Börnin standa stóreyg hjá og skilja þetta ekki. Við gleymum þeim alveg á meðan. Hlaupandi búð úr búð til að kaupa flottustu gjafirnar til að gefa. Börnin dragast með okkur inn í þetta og hundleiðist. Svo vinnum við miklu meira en fullan vinnudag og börnin hanga og bíða. Þetta er oft svona. Við konur erum þreyttar, við erum útbrunnar, langar að gera allt en sjáum ekki fram á að hafa tíma. Okkur langar að sinna börnunum en ef við setjumst niður til að gera eitthvað annað" þá fáum við það á tilfinninguna að við séum að stelast". Samviskubitið er að drepa mann. Heyrði meira að segja talað um jólasamviskubit" í dag!
Bakstur. Matargerð. Innkaup. Sem flestar smákökusortir. Kaupa konfekt, sælgæti, allar tegundir af steikum og meðlæti. Allar tegundir af ís og eftirréttum. Fyrir utan að búa helst allt til. Mann langar að gera allt. Allt. Kaupa allt handa börnunum.
Svo bætast við fjárhagsáhyggjur. Mann langar að gefa öllum svo flott og fínt í jólagjöf og það verður til þess að oft er eytt langt um efni fram - bara til að geta keypt gjafir handa öðrum. Það er vel hægt að gefa öðrum gjafir án þess að rústa fjárhagnum hjá sjálfum sér. Það er gaman að gefa, það er alveg ábyggilegt. Það er yndislegt að gefa.
En þarf þetta að vera svona? Stöldrum aðeins við og hugleiðum....
Erum við ekki að missa okkur í of miklum verkum og tilstandi vegna jólanna? Það er alveg saman hvað við gerum eða gerum ekki - 24. desember rennur upp, hann líður hjá og 25. desember kemur svo.
Jólin eru gleðitími fjölskyldunnar og samverustund. Tími hvíldar og jafnvel leti. Við þurfum að hugsa um okkur sjálf líka. Við þurfum að gefa okkur sjálfum gjöf ekki bara hugsa um hina. Gjöfin sem við gefum okkur sjálfum er sú að við hugsum um okkur, gerum það sem er best fyrir okkur og látum okkur líða vel. Ef okkur líður vel þá eru yfirgnæfandi líkur á því að öðrum í fjölskyldunni okkar líði vel. Við smíðum og sköpum okkar hamingju sjálf. Að gefa okkur sjálfum fallegar hugsanir, bros, kærleika og ástúð er besta gjöf sem við getum gefið - því við gefum öðrum svo mikið í leiðinni.
Hvað gerir það til þótt það verði ekki búið að skúra allt húsið á aðfangadag? Hvað gerir það til þótt það séu til dæmis ekki bakaðar 10 sortir af smákökum? Hvað gerir það til þótt við sleppum því stundum að búa til konfekt? Eða hengja upp seríur og jólaskraut út um ALLT hús? Því ekki að fara meðalveginn og ná með því að eiga fleiri yndislegar stundir með fjölskyldunni?
Allt of margar konur stressast upp og líður ekki nógu vel í undirbúningi jólanna vegna allra þeirra verka sem þær þurfa að inna af hendi. Mörg þessara verka þarf ekki nauðsynlega að vinna - jólin má halda alveg jafn hátíðleg þótt þessi verk séu ekki unnin. Ég hef séð alltof margar konur fara illa með sig í undirbúningi jólanna og þær enda svo með því að vera dauðþreyttar á aðfangadag og ná alls ekki að slaka á og njóta. Á þetta nokkuð að vera svona?
Á jólum verðum við að huga að þeim sem minna mega sín. Það eru ekki allir jafn heppnir. Sumir eiga ekki fjölskyldu, vini, peninga, ást, heimili, mat. Sumir eru hræðilega veikir. Eiga ekki heilsu. Við megum ekki gleyma þeim öllum. Við þurfum að gefa þeim gaum. Oft þarf ekki mikið til að gleðja aðra. Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt" kvað Einar Ben. Mikið rétt. Það er með ólíkindum hvað eitt bros getur gert stórt kraftaverk. Eitt handtak, ein hjálpandi hönd. Eitt gott orð sem sagt er, hvatning á réttu augnabliki. Allt getur haft óskaplega mikið gott að segja.
Lítum í spegil á hverjum degi og segjum við okkur sjálfar hvað við erum frábærar og hvað við eigum skilið að vera hamingjusamar J Segjum við okkur að þetta sé dagurinn sem við ætlum að gera það sem við GETUM og ÞURFUM til að okkur líði vel.
Við getum engu breytt um það sem er liðið. Dagurinn í gær er búinn. Það er sama hversu heitt við óskum okkur að það breytist - það gerist ekki. Hann er búinn. Dagurinn á morgun er ekki byrjaður. Við vitum ekki ennþá hvað hann mun færa okkur. En daginn í dag eigum við og hann getum við haft áhrif á. Með jákvæðu hugarfari og að setja okkur sjálfar í fyrsta sæti gerum við daginn í dag að kraftaverkadegi sem mun færa okkur dásemdarhorfur til framtíðar.
Hvað sem á dynur - við berum alltaf ábyrgð á okkur sjálfum og okkar eigin líðan. Ef við öxlum þessa ábyrgð þá erum við á fagurgrænni grein :)
Kærleikur
Berglind
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2009 | 22:41
Rósirnar 2010 - nýtt tímabil hefst 1. janúar
Mikið ofsalega líður tíminn hratt. Nóvember að klárast og mánuður til jóla. Allir að fara á fullt að undirbúa jólin :) Bara gaman :)
Hvað ætlum við að gera eftir áramótin?
Jú, ætlum við ekki að halda áfram að hreyfa okkur? Njóta þess að vera saman í frábæra Rósahópnum okkar í Mecca Spa?
Í dásamlegu umhverfi Mecca, með dásamlegu fólki, í dásamlegu prógrammi :)
Endilega skráið ykkur hjá mér til að vera með eftir áramótin: e.berglind@simnet.is
Ég verð með tvö kort, þriggja mánaða og 6 mánaða:
Janúar - Mars / Apríl - júní
Janúar - júní
3 mánaða kort kostar kr. 28.000
6 mánaða kort kostar kr. 50.000
Endilega verið með :) Það er ennþá mánuður eftir af tímabili 2009 :)
Besti vinur depurðar og þunglyndis er hreyfingarleysi.
Kveðja
Berglind
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2009 | 13:18
Hugarfarið ber okkur hálfa leið
Ég sit við tölvuna mína og er að reyna að læra, vindurinn blæs úti, það hvín í gluggunum, það er nöturlegt að horfa út. En inni er hlýtt og í hjartanu mínu er hlýja. Hugurinn snýr að öllu öðru en lærdómnum akkúrat núna...... Það er ansi oft þannig, hehe J
Hvernig líður ykkur í dag? Hvernig gengur ykkur þessa dagana? Hvernig gengur ykkur að komast í gegnum skammdegið? Er þetta ykkar tími? Njótið þið ekki lífsins? Það er ekki langt til jólanna og hægt að fara að jólast J
Það reynir oft á andlegu hliðina okkar þegar við erum að breyta til. Það eru ansi róttækar breytingar sem maður stendur frammi fyrir þegar maður ætlar að breyta um lífsstíl. Við megum alls ekki gleyma því að við munum eiga góða daga og við munum eiga slæma daga. Hugarfarið ber okkur hálfa leið. Það reynir á jákvætt hugarfar þegar við breytum um.
Það er margt sem getur verið að breytast hjá okkur. Ný verkefni, skóli, ný vinna, nýjar heimilisaðstæður, vinnumissir, missa fjölskyldumeðlim eða vin, veikindi, nýr fjölskyldumeðlimur, breytt mataræði, hreyfing. Börnin okkar eru að ganga í gegnum mismunandi þroskastig með tilheyrandi drama. Fullt sem getur verið að gerast, bæði jákvætt og neikvætt, auðvelt og erfitt, skemmtilegt og leiðinlegt. En við megum ekki láta deigan síga. Við megum ekki refsa okkur fyrir tilfinningar okkar. Við megum ekki fá sjokk af því að okkur líður rosalega vel og það er allt gaman hjá okkur en kannski ekki eins gaman hjá öðrum. Við megum heldur ekki fyllast biturð yfir því að það gengur betur hjá öðrum heldur en okkur. Við fókuserum á okkur sjálfar, gerum það sem við gerum best - og það er að elska - elska okkur sjálfar J
Allt sem við gerum krefst þess af okkur að við hugum að okkar eigin hugarfari. Það skiptir engu máli hvað öðrum finnst eða hvernig aðrir eru - það eru okkar viðhorf, hugsanir og tilfinningar sem skipta máli. Við þurfum að reyna að halda sem best í jákvæða hugarfarið okkar.
Oft eru okkar eigin fordómar að standa í vegi fyrir því að við náum árangri og komumst áfram. Við erum með svo skelfilega fordóma og ranghugmyndir um okkur sjálfar að það stoppar okkur í að komast lengra. Við þurfum að byrja á hugarfarinu okkar. Við getum ekki breytt öðrum en við getum breytt okkur sjálfum.
Við þurfum að setja okkur markmið. Áhrifaríkast er að setja sér skrifleg markmið. Markmiðin þurfa að vera raunhæf og framkvæmanleg. Svo hefjum við vinnuna við að ná settum markmiðum. Það er ofsalega skemmtilegt að ganga brautina að markmiðunum sínum. Þolinmæði er lykilatriði og jákvæðni einnig. Mjög gott er að setja sér langtímamarkmið og taka sér góðan tíma til að ná þangað. Ná markmiðunum með því að taka mörg lítil skref í áttina þangað og gefa sér tíma til að læra á þær breytingar sem við ætlum að gera.
En það er vissulega barátta að reyna að viðhafa alltaf jákvætt hugarfar og ég hef sagt að það koma auðvitað slæmir dagar og það koma auðvitað góðir dagar. Við verðum að muna að refsa okkur ekki fyrir slæmu dagana. Það lenda allir í því að eiga slæma daga. Hins vegar þurfum við ekki að leggjast í kör þótt við eigum slæman dag. Ef við viðurkennum þessa slæmu daga þá gengur okkur betur og betur að komast í gegnum þá og slæmu dögunum fækkar og góðu dagarnir verða margir og yndislegir.
Það er ákaflega árangursríkt að vera með skrifblokk á sér og skrifa niður hugsanir sínar á hverjum degi. Hvort sem þessar hugsanir eru jákvæðar, neikvæðar, skrýtnar, skemmtilegar eða hvað. Stundum er þetta bara eitt og eitt orð. En eftir ákveðinn tíma erum við komnar með smá yfirlit yfir hvernig okkur líður og þá getum við dregið þetta saman og séð mynstur.
Oft tengjast líka tilfinningar og hugsanir ákveðnum gjörningum, stöðum, atburðum. Kannski fáum við einhverja hugsun upp í kollinn þegar við gerum svona og svona og það framkallar þessa tilfinningu sem aftur verður til þess að maður fer að hugsa um þetta eða hitt og þá líður manni geðveikt illa og dettur niður í lægð eða fer og fær sér að borða til að líða nú öruggleg aðeins betur (NOT). Eftir stendur samviskubit og gríðarleg vanlíðan.
Margar ykkar þekkja þetta örugglega. En með því að vera meðvitaðar og taka eftir því þegar þetta kemur uppá má með tímanum stöðva þetta ferli og taka inn jákvæða hugsun í stað þessarar neikvæðu og koma í veg fyrir til dæmis að æða inn í skáp til að borða eitthvað og fá geðveikt samviskubit á eftir með tilheyrandi hugsunum og tilfinningum. Þetta er rosalegur vítahringur. En það er hægt að rjúfa hann og það er það sem er svo gleðilegt J
Við munum komast upp á lag með það að njóta. Njóta þess að hreyfa okkur og njóta þess að borða. Við munum læra að setja okkur markmið og fara eftir þeim. Það eina sem við þurfum er virkilegur VILJI til að gera það og við þurfum að trúa því að þetta sé hægt. Það gerir þetta enginn fyrir okkur. Því miður.
Þolinmæðin er grundvöllurinn. Skyndilausnir virka aldrei. Markmiðin sem við setjum okkur eru langtímaferli, það er lífsstíllinn sem við ætlum að tileinka okkur til frambúðar, en ekki einhver sex eða níu vikna kúr. Við viljum varanlegan árangur. Við þurfum líka að muna að við erum misjafnar eins og við erum margar og okkur gengur þar af leiðandi misvel.
Við þurfum að muna að það er ekkert til sem heitir vandamál bara lausnir.
Nokkur góð ráð sem virka:
· Farið aldrei svangar út í búð
· Takið með ykkur mat í vinnuna svo þið séuð undirbúnar
· Hafið alltaf ávexti í veskinu eða eitthvað álíka til að grípa í ef það lengist um of á milli máltíða
· Stillið símann ykkar á hringingu á þann tíma sem þið ætlið að borða
· Gerið matarplan fyrirfram fyrir hvern dag svo þið vitið hvað þið ætlið að borða hvern dag
· Þið sparið helling í matarinnkaupum ef þið skipuleggið matarinnkaup og matseðla fyrir 1-2 vikur í senn
· Hreyfa sig allavega 3x í viku
· Borða 5-6x á dag
· Passa að fá nægan svefn
Hin stórkostlega fjölbreytni mannlegrar reynslu yrði fátæklegri
og ekki eins gefandi ef ekki væru neinar hindranir að yfirstíga.
Sigurgleðin yrði ekki svipur hjá sjón ef við næðum toppnum
án þess að fara fyrst um dimma dali..........
Nótið dagsins,
Berglind
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2009 | 11:49
Sjálfshjálparhópurinn hittist í dag :)
Já :) Tíminn líður. Hvít jörð í morgun og kalt úti. En var það ekki bara sætt? Það er alltaf hægt að finna jákvæðar hliðar. Það er svo bjart og fallegt þegar jörð er hvít. Svo skín sólin - allavega annað slagið :) Flottur dagur.
Í dag hittist sjálfshjálparhópur Rósanna í 2. skipti í vetur. Okkur vantar nafn á þessa "deild" hópsins :) Væri gaman að geta kallað þetta eitthvað annað en sjálfshjálparhóp :) Það væri í anda Rósanna :)
Við fengum tvær nýjar Rósir í gær og mikið er yndislegt þegar bætast nýjar Rósir við. Það er svo frábært þegar konur taka af skarið og ákveða að breyta um lífsstíl. Ákveða að setja sjálfar sig í fyrsta sætið og hugsa um SIG. Að gleyma sjálfum sér ekki. Að setja sig sjálfar í forgang. Það er akkúrat það sem við erum að gera með því að vera í hópnum. Að vera Rósir.
Við erum svo duglegar :)
Læt fylgja með spakmæli sem Rósirnar elska svo mikið, hehe:
Það hefur enginn þurft að leiða þig í freistni - þangað hefurðu gengið ein og óstudd.
Breyttu hugsun þinni og þú breytir heimi þínum!
Njótið dagsins :)
Lúv,
Berglind
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2009 | 09:29
Persónuréttur
Allir þurfa að eiga sér sitt ákveðna svið/svæði í kringum sig, sitt eigið pláss sem er þeirra eigið. Persónulegt pláss. Þegar einhver annar fer inn á þetta svæði, kemur of nálægt okkur er hætt við því að okkur finnist það óþægilegt og okkur getur farið að líða illa. Of oft samt virðum við ekki þetta pláss okkar og leyfum öðrum að koma of nálægt, við leyfum öðrum að ráðskast með okkar persónulega svæði og okkar persónurétt. Við þurfum að læra að virða plássið okkar - en við þurfum líka að læra að virða pláss annarra. Við þurfum að taka okkur þennan rétt - en án þess að vera með ágengni. Við eigum rétt á honum og ættum að vera meðvituð um það.
Réttindi hvers og eins eru vissulega mismunandi eftir persónum, fjölskyldum, atvikum, menningarsamfélagi og þjóðfélagi yfirleitt. En algjört skilyrði fyrir því að nota þessi réttindi okkar, persónuréttinn okkar, er að við göngum í engum tilvikum á sömu réttindi annarra. Við komum fram við aðra eins og við viljum að komið sé fram við okkur. Þegar persónuréttur tveggja aðila skerast verður að finna málamiðlun.
Þjálfun í samskiptum er þjálfun í að nota persónulegan rétt einstaklingsins og byggist á þekkingu einstaklingsins um sig sjálfan og persónuleg réttindi hans.
10 grundvallarréttindi einstaklings:
- 1. Ég sem einstaklingur hef rétt á að dæma um eigin hegðun, hugsanir og tilfinningar og að taka ábyrgð á afleiðingunum sjálf(ur).
- 2. Ég hef rétt til að láta skoðun mína í ljós án þess að þurfa að afsaka eða útskýra hana.
- 3. Ég hef rétt á tilfinningum mínum og þarf ekki að afsaka þær með einhverri ástæðu.
- 4. Ég hef rétt til að taka ákvarðanir, framfylgja þeim og taka afleiðingunum.
- 5. Ég hef rétt til að taka þá áhættu að fólki geðjist ekki að mér.
- 6. Ég hef rétt til að breyta um skoðun.
- 7. Ég hef rétt til að segja ég skil ekki".
- 8. Ég hef rétt til að segja ég veit ekki".
- 9. Ég hef rétt á að borin sé virðing fyrir mér.
- 10. Ég hef rétt til að verjast ágengni annarra sem hindra eða berjast gegn réttindum mínum.
Á námskeiði sem ég fór á einu sinni hjá Guðfinnu Eydal og Álfheiði Steinþórsdóttur, þeim frábæru sálfræðingum, var mikið fjallað um persónurétt og mikilvægi þess að nýta sinn persónurétt. Ég leyfði mér að setja þessi persónuréttindi hér inn þótt þetta hafi verið á námskeiðinu þeirra :)
Bloggar | Breytt 5.10.2009 kl. 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2009 | 12:52
Miðvikudagur til uppörvunar og gleði
Í dag er miðvikudagur. Á miðvikudögum erum við oft þreyttar, slen í okkur, við hugsum oft á miðvikudögum að það sé langt til helgarinnar og við eigum bara já, mjög oft eitthvað bágt á miðvikudögum. En það er alveg í lagi. Við þurfum bara að vera meðvitaðar um að þetta sé svona og um leið að passa okkur á því að gefa okkur sjálfum ekki lausan tauminn í þessu neikvæða. Það er óskaplega margt gott við miðvikudaga J Það er MIÐ vika. Jafn mikið búið af vikunni og það sem er eftir af henni. Við horfum á daginn í dag og hugsum okkur einfaldlega að í dag skuli vera frábær dagur í okkar annars frábæra lífi. Í dag höfum við tækifæri til að láta okkur líða vel. Í dag getum við látið gott af okkur leiða fyrir okkur sjálfar og fyrir aðra J
Hreyfing er nauðsynlegur þáttur í lífi okkar. Að hreyfa sig að minnsta kosti þrisvar í viku er virði gulls. Að hreyfa sig er það besta sem við getum gert fyrir heilsuna, við aukum þrek okkar og öðlumst vellíðan sem skilar sér í öllu sem við gerum. Flestir sem komast í gott form ljóma af jákvæðri útgeislun, þeir brosa meira og ósjálfrátt verður gaman að vera nálægt slíku fólki.
Hreyfing hefur gríðarlega góð áhrif á andlega heilsu og eitt sinn sagði mjög góður læknir mér að besti vinur þunglyndis væri hreyfingarleysi. Mikið ofsalega er það rétt. Við getum unnið á þunglyndi, depurð, lélegu sjálfsmati og sjálfsmynd með því að hreyfa okkur reglulega. Það skiptir miklu máli að sú hreyfing sem við veljum okkur sé skemmtileg fyrir okkur, að við njótum þess að fara í leikfimi og taka á. Sumum hentar að vera í hóp eins og þeim sem Rósirnar standa fyrir. Slíkur Lífsstílshópur getur gert kraftaverk. Bara það eitt að hugsa um það að nú í kvöld munum við hittast og spjalla, grínast, taka á, svitna, vera við sjálfar og njóta þess, slaka á og hlæja aðeins líka, getur alveg bjargað deginum. Líkamsræktin dreifir huganum og þegar við hreyfum okkur framleiðir líkaminn vellíðunarhormón.
Munið það er ekkert til sem heitir vandamál bara lausnir.
En munum þó að auðvitað erum við ekki fullkomnar J Sem er bara mjög gott og við viljum bara einfaldlega jafnvægi milli mataræðis, huga og hreyfingar J Engar öfgar. Það er ekkert auðvelt að breyta um lífsstíl einn, tveir og þrír og er ekkert hrist fram úr erminni. Þetta gerist með markmiðasetningu, við verðum að vita hvað við viljum. Við tökum lítil skref í einu. Tökum ekki allan pakkann og ráðumst á allt saman í einu. Þetta er huglægt. Það er hugarfarið okkar sem drífur okkur áfram. Við breytum hugsunum okkar. Ein jákvæð hugsun í stað neikvæðrar getur komið í veg fyrir heilan her af neikvæðum hugsunum. Við þurfum að læra að viðurkenna að við erum ekki fullkomnar og við eigum góða daga og við eigum slæma daga og alltaf er tækifæri fyrir nýjan dag, nýjar jákvæðar hugsanir, annað skref, annað jákvætt skref í áttina að lífsstílnum sem okkur langar til að búa okkur. Enginn er fullkominn og allir missa einhvern tímann úr æfingu eða detta í óhollan mat og gera eitthvað sem þeir ætluðu ekki en það er alls ekki endalok alls J Á morgun er nýr dagur, ný markmið, ný tækifæri.
Gærdeginum get ég ekki breytt, hann er kominn og farinn. Sama hvað ég bölva og ragna, sparka og lem ég get engu breytt um það sem gerðist í gær.
Morgundagurinn er óþekkt stærð, hann er X. Ég veit ekki hvað gerist á morgun. En ég veit að hann er tilefni til að viðhalda markmiðum og draumum.
Dagurinn í dag er dagurinn minn. Í dag ætla ég að lifa lífinu lifandi. Í dag ætla ég að fylgja markmiðum mínum. Í dag ætla ég að gera það sem ég get til að mér líði sem allra best.
Guð, gefðu mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli.
Einn dag í einu J
Þið eruð yndislegar og þið eruð duglegar J Bara halda áfram að vera duglegar að koma í leikfimina allavega 3x í viku, borða reglulega og fá sér einu sinni á diskinn J Hugsa jákvætt og hugsa um YKKUR sjálfar J
Lúv,
Berglind
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2009 | 13:03
Já - mikið er þetta yndislegt
Í gær var fyrsti fundurinn hjá Sjálfshjálparhóp Rósanna. Alltaf svolítið skrýtið að byrja svona starf :) En þetta var mjög gott, við náðum vel saman og allir gátu tjáð sig. Næsti fundur verður eftir tvær vikur :) í Guðríðarkirkju í Grafarholti.
Það er merkilegt að horfa yfir svona hóp eins og okkar. Þar sem svona mikil eining hefur náðst. Við erum svo ólíkar, höfum ólíkan bakgrunn, en samt deilum við á margan hátt líkri reynslu. Glímum við sömu atriðin. Sem betur fer eru sumar okkar sem glímum við minna en hinar. Allar erum við til staðar fyrir hverja aðra. Þetta er gríðarlegur styrkur.
Hver ein og einasta var sammála um hve hópurinn væri góður, hve gott það væri að koma í tímann, finna samkenndina, finna þarna góðu straumana, finna vináttuna, þarna er alltaf brosað, þarna þekkjumst við. Þarna er okkar húmor. Við myndum okkar gleði og okkar jákvæðni.
Að vera þarna fyrir okkur sjálfar - við erum þarna eins og við erum. Engin er að spá í það hvernig hin er. Þarna erum við frjálsar til að vera við sjálfar. Njótum þess að hreyfa okkur, svitna og taka á. Gerum æfingarnar eins og við sjálfar getum - ekki í neinni keppni við hina.
Komum kannski í tíma pirraðar en förum úr tíma glaðar.
Stöðin er með þetta frábæra andrúmsloft sem er svo gott. Að hittast alltaf aðeins fyrir hvern tíma og spjalla um daginn og veginn, hlæja, grínast, segja frá einhverju, deila uppskriftum, tala um handavinnu, spjalla aðeins meira eftir tímann. Geta varla beðið eftir næsta tíma. Lítil stöð, notalegt umhverfi, æðislegur andi ríkjandi.
Engin pressa á vigtina. Engin pressa á hopp og högg. Engin pressa á flókin spor. Bara byggt á annarri og góðri fjölbreytni.
9. október ætlum við að hafa diskóþema í tímanum okkar :) Mæta í einhverju diskótengdu - æfa okkur við diskótónlist - fara svo í pottinn og tjilla :)
Nú í byrjun október fer svo matarklúbburinn okkar af stað :)
Vitið þið - þetta er yndislegur félagsskapur - frábærlega uppbyggjandi - frábærlega gefandi
Og vitið þið annað - ég fæ að leiða þetta allt saman :) Mikið er líf mitt auðugt.
Kærar þakkir
Lúv,
Berglind
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Elísa Berglind Sigurjónsdóttir
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Ágúst 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Maí 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
Tenglar
Mínir tenglar
- Mecca Spa
- Frábært blogg í baráttu við átröskun
- Stúdíó Sóleyjar
- Yoga með Maggý Dásamlegt yoga, Meðgöngu og mömmu yoga.
- Fit - Pilates á Íslandi Frábært æfingaprógramm
- Ragga Nagli Frábær síða full af fróðleik og góðum pistlum
- Umfjöllun um Átröskun hjá Sölva
- Overeaters Anonymous
- Greysheet Anonymous
- Hug-mynd, Hugur/líkami/sál
- Cafe Sigrún
- Góð heilsuræktarhugleiðing
- Hvað er í matnum
- Upplýsingasíða um fæðuofnæmi
- Heimilis uppskriftir
- Heilsubankinn
- MFM Miðstöðin
- Geðhjálp
- Kærleiksvefur Júlla
- Átaksblogg
- Elín Helga Egilsdóttir
Spurt er
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar