Rósirnar Heilsurækt - Zumba/lates - haustönn 2012

Zumba/lates - Zumba og fit-pilates saman í frábærri blöndu

 

Staðsetning: Sjálfsbjargarhúsið Reykjavík, Hátúni 12

Fjör, góð tónlist, gleði og gaman

 

Tímar verða á mánudögum og miðvikudögum kl. 19:15

Fyrsti tíminn verður miðvikudaginn 5. september kl. 19:15

 

Tímarnir eru byggðir upp þannig að fyrstu 30-35 mínúturnar verður Zumba og styrktaræfingar úr fit-pilates prógramminu teknar í restina.

 

Prógrammið var fyrst kennt á 4 vikna námskeiði nú í vor og voru allir þátttakendur á einu máli um hversu góð blanda þetta væri.

 

Fit-pilates þjálfar djúpvöðva líkamans og gefur langa og stinna vöðva. Áherslan er á miðju líkamans og stoðkerfi hans og eru æfingarnar styrkjandi og liðkandi. Zumba er fyrst og fremst brennsla og gleði sem fær alla til að brosa. Allir geta tekið þátt í Zumba óháð aldri. Þú þarft ekki að kunna neitt í dansi eða sporum til að geta verið með í Zumba því aðal málið er að hreyfa sig, njóta frábærrar tónlistar, brosa og hafa gaman.

 

Kennt verður í 16 vikur í haust og hægt að kaupa 4 vikur í senn.

Verðskrá:

4 vikur kr. 8.000

16 vikur kr. 26.000

 

Allar nánari upplýsingar fyrirspurnir og skráning í síma 891-6901 eða á e.berglind@simnet.is

 

Sjáumst 5. september kl. 19:15

Kærleikskveðja, Berglind


Rósirnar Heilsurækt - breytt og betri líðan - haustönn 2012

 

Rósirnar Heilsurækt - Breytt og betri líðan

Staðsetning: Sjálfsbjargarhúsið Reykjavík - Hátúni 12 jarðhæð og sundlaug Sjálfsbjargar Hátúni 12

 

Stundatafla haustannar:

Mánudagar kl. 17:00 Stöðvar eða brennsla (vel tekið á)

Þriðjudagar kl. 18:00 Vatnsballetsundleikfimizumba (fjör og kraftur í sundlauginni)

Miðvikudagar kl. 17:00 Stöðvar eða brennsla (vel tekið á)

Fimmtudagar kl. 17:00 Kósý (pilates, slökun og teygjur)

Fyrsti tíminn verður þriðjudaginn 4. september kl. 18:00 í sundlauginni

 

Það verða tvö verð í gangi, annars vegar fyrir 4x í viku og hins vegar fyrir 2x í viku og ég hvet ykkur til að koma sem oftast í leikfimi.

Verðskrá – 16 vikur (september til desember):

2x í viku kr. 30.000

3x-4x í viku kr. 38.000

 

Þær sem vilja aðstoð við að breyta mataræði og matarvenjum munu fá aðstoð. Gefnir verða út matseðlar vikunnar ásamt uppskriftum. Sem fyrr þá er áherslan hjá mér að leiðbeina með breyttan lífsstíl. Ég hef enga trú á megrunarkúrum því ég veit að eina leiðin til að bæta líðanina og jafnvel minnka líkamsummálið er að breyta vana og venjum til frambúðar með aðferðum sem drepa okkur ekki úr leiðindum.

Þetta verður frábærlega skemmtilegur heilsuvetur, fullur af gleði og kærleika. Við munum njóta samvista við hverja aðra,hreyfa okkur að lágmarki 3x í viku, hittast í matarklúbbum, hafa þematíma og Guð má vita hvað fleira okkur dettur í hug að gera.

Allar nánari upplýsingar fyrirspurnir og skráning í síma 891-6901 eða á e.berglind@simnet.is

Sjáumst 4. september :)

Kærleikskveðja Berglind

 

 


 

 


Í upphafi ferðalagsins

 

Góðan daginn elsku fallegu Rósir :)

Nýtt ár er nú hafið og hugur okkar allra eflaust uppfullur af allskonar hugmyndum um það hvernig við getum farið að því að láta okkur líða betur á árinu 2012 heldur en á árinu 2011.

Það er ein grundvallarregla sem þarf að uppfylla áður en haldið er af stað:

„Það gerist ekki neitt hjá okkur ef jákvæða hugarfarið er ekki með í för"

Það er háklassa staðreynd að hreyfing og hollar matarvenjur eiga að vera hlutir sem við gerum af því að okkur langar til þess, okkur líður vel af því og okkur finnst það gaman. Þetta á ekki að snúast um að massa samviskubit sem við burðumst með vegna „ófullkomins" mataræðis, hreyfingarleysis eða almenns nennuleysis. Samviskubit er tilfinning sem algjör óþarfi er að burðast með, það gerir okkur enn leiðari og færir okkur enn lengra frá raunhæfum markmiðum. Sameinumst og fylgjum samviskubitinu til grafar.

„Dagurinn í dag er bestur, því í dag hefurðu allt sem þú þarfnast"

Það er nefnilega málið. Í dag höfum við það sem við þörfnumst. Við lifum besta lífinu með því að njóta þess sem við upplifum núna. Hvað getum við gert akkúrat núna til að okkur líði sem best? Við gerum það ekki með því að finna okkur sjálfum allt til foráttu, refsa okkur endalaust fyrir litlu smáatriðin sem ekki ganga upp, tala illa um okkur sjálfar í huganum eða ímynda okkur allt það versta sem getur gerst. Nei, við gerum það með því að hrósa okkur sjálfum fyrir allt sem við gerum vel, við gerum það með því að fyrirgefa sjálfum okkur misgjörðir og mistök og með því að sætta okkur við okkur eins og við erum.

„Það væri lítið varið í skóginn ef aðeins fuglarnir með fallegustu röddina myndu syngja"

Við erum allar yndislegar, skemmtilegar, góðar, kærleiksríkar, fallegar og frábærar. Einfaldlega af því að við erum við. Það er engin önnur manneskja eins og ég eða þú. Hver og ein okkar hefur sína sérstöðu. Auðvitað erum við misjafnar, en það er líka það sem gerir lífið stórfenglegt. Við höfum allar okkar sögu að segja og það er mismikið sem hefur á daga okkar drifið. Lífið er núið og lífið er stutt, en það er sannarlega gott. Lífið er fullt af ónýttum tækifærum sem við höfum til að gera góða hluti enn skemmtilegri og breyta neikvæðum hugsunum í jákvæðar hugsanir.

„Þegar einar dyr í lífinu lokast þá opnast aðrar"

Bættur lífsstíll er ekkert annað en hugarfarsbreyting. Um leið og við lokum fyrir neikvæðar tilfinningar, hugsanir og athafnir, þá opnum við  fyrir jákvæðar tilfinningar, jákvætt hugarfar og upplifanir. Eyðum ekki tímanum í að sakna einhvers sem við höfum ekki. Það segir sig sjálft að það, að sitja heima og berja sjálfa sig niður fyrir að vera ekki svona eða hinsegin í útliti, orðum eða gjörðum, gerir ekki annað en að drepa niður alla möguleika á góðri nýtingu á góðri orku og jákvæðni. Horfum á það sem við höfum. Lífið okkar er stútfullt af möguleikum sem við getum nýtt okkur. Hvað langar okkur að gera?

„Gærdagurinn er fortíðin - ekkert sem þú gerir í dag breytir því sem gerðist í gær"

Hvað ætli við höfum eytt mörgum dýrmætum stundum lífs okkar í  hugsanir um fortíðna og eftirsjá gagnvart öllu því sem við gerðum eða gerðum ekki. Hvað ætli við höfum oft borðað allt of stóra matarskammta eingöngu af því að við vorum að syrgja eitthvað sem við ráðum ekki einu sinni við? Í einskærri vanlíðan og vonleysi höfum við refsað okkur fyrir að hafa ekki framkvæmt svona eða hinsegin. Eyðum orkunni í eitthvað annað en stöðugan samanburð við eitthvað og einhverja. Þetta er allt spurning um hugarfar. Jákvætt hugarfar og horfa fram á veginn. Líta á okkur sem manneskjur og virða okkar persónurétt. Við erum yndislegar manneskjur og við eigum rétt á að líða vel. Við höfum rétt til að setja okkur mörk og segja já eða nei án þess að þurfa að útskýra hvers vegna. Við höfum rétt til að takast á við lífið eins og við viljum og þurfum. Við getum aldrei stjórnað því hvað aðrir segja og gera eða bregðast við aðstæðum. Við berum allar ábyrgð á okkar eigin líðan og okkur ber að hugsa fyrst og fremst um að uppfylla okkur sjálfar.

„Ekkert gerist bara með því að smella fingrum"

Breyting á lífsstíl tekur tíma og það er heldur ekki áreynslulaust ferðalag. Við eigum án nokkurs vafa eftir að fara tvö skref áfram og eitt afturábak á leiðinni. Við þurfum að læra að gefa okkur sjálfum leyfi til að vera ekki fullkomnar og að gera ekki allt á fullkominn hátt. Setjum upp nokkrar megin leiðbeiningar sem við munum fara eftir í breyttum lífsstíl. Borðum morgunmat, hádegismat, millimál og kvöldmat og setjum bara einu sinni á diskinn. Við ættum allar að hreyfa okkur á einhvern hátt að algjöru lágmarki 3x í viku. Það er sagt að það taki líkamann um 21 dag að venjast og aðlagast breytingum. Það er ekki síður hugurinn sem þarf þessa aðlögun.

Förum kátar og glaðar, fullar af jákvæðni og hugrekki af stað í breytta og bætta líðan.

 Tökum einn dag í einu - lifum í núinu.

Með virðingu og kærleika

Ykkar Berglind


BÆTT OG BETRI LÍÐAN MEÐ RÓSUNUM

 

BÆTT OG BETRI LÍÐAN MEÐ RÓSUNUM

Viltu bæta andlega og líkamlega líðan þína og taka þátt í heilsueflingu Rósanna 2012?

ü  Persónuleg og einstaklingsmiðuð þjónusta

ü  Aðhald, stuðningur, hvatning, fræðsla

ü  Styrkjandi og liðkandi æfingar, engin hopp og högg

ü  Eitt skref í einu – raunhæf markmið

ü  Alltaf opið fyrir nýjar konur – alltaf hægt að bætast í hópinn

ü  Ýmsar skemmtilegar uppákomur og mikil fjölbreytni

ü  Hugarfarsbreyting fyrst og fremst

ü  Hentar öllum konum sem vilja bæta sína líðan

 

Fyrsti tími á nýju ári verður fimmtudaginn 5. janúar kl. 17:00

 

 

Mánudagar 17:10  SUND

Þriðjudagar 17:00  BRENNSLA

Miðvikudagar 17:00 KÓSÝ

Fimmtudagar 17:00 STÖÐVAR/ÆFINGAHRINGUR

 

Markmið og heilsuefling 2012 er:

Ø að æfa einhverja líkamsrækt að lágmarki 3x í viku

Ø að borða fjölbreytta og holla fæðu 4x á dag

Ø  að fá okkur einu sinni á diskinn (engin undantekning)

Ø  að sleppa narti á milli mála

Ø  að efla sjálfstraustið og verða ánægðar með okkur sjálfar eins og við erum

Ø  að fylla hugann af jákvæðni 

 

Markmiðið er að okkur líði vel með okkur sjálfar, hugsum jákvætt, aukum sjálfstraustið og í leiðinni að við náum tökum á mataræðinu og þyngdinni án þess að vera í megrun. Við ætlum að breyta um lífsstíl og læra að gera hreyfingu og reglulegt og hollt mataræði að sjálfsögðum hlut í okkar lífi. Einblínum ekki á vigtun og mælingar heldur vinnum við útfrá raunhæfum markmiðum og hugsum um eitt skref í einu.

 

Hver einasta kona fær persónulega og einstaklingsmiðaða aðstoð. 

 

Skráning og nánari upplýsingar:

Berglind, sími 891-6901 eða e.berglind@simnet.is

  

Forgangsraðaðu og settu sjálfa þig og þína líðan og heilsu í fyrsta sæti! 

 


Þú ert þinnar gæfu smiður

cat_4Þú ert þinnar gæfu smiður. Þú þarft að vera sátt við sjálfa þig til að geta verið sátt við lífið. Hamingja þín er ekki bundin í annarri manneskju. Þú skapar þína eigin hamingju. Það ert þú sem hefur val, þú velur fyrir þitt líf. Ef þú ákveður að vera hamingjusöm í því sem þú tekur þér fyrir hendur, þá muntu ljóma og vaxa í lífi og leik. Þú munt öðlast betri hæfni til að gefa af þér kærleika og hlýju.

Hver og ein okkar ber ábyrgð á sinni eigin innri líðan, sinni eigin hamingju og eigin viðbrögðum. Þú getur aldrei komið þessum hlutum yfir á aðra og gert aðra þar með ábyrga fyrir því sem þú gerir, það sem þér finnst eða hvernig þú bregst við aðstæðum og orðum. Þú stjórnar þér rétt eins og aðrir stjórna sjálfum sér. Þar liggur jafnvægið í samskiptum milli fólks.

Nú er dásamlegur tími hjá okkur öllum - aðventan og jólin á næsta leyti. Tími sem ætti að einkennast af kærleika og hlýju. Það er boðskapurinn sem skiptir máli. Andlegu gæðin, ekki veraldlegu gæðin. Þetta er tími samskipta og nærveru. Tími fjölskyldunnar. Allar ættum við að huga að því að koma fram við aðra eins og  viljum að komið sé fram við okkur. Við höfum ennþá tækifæri til að gefa af okkur af kærleika og af hlýju. Það er aldrei of seint að segja við vin, maka, börn, fjölskyldu hversu mikið okkur þykir til þeirra koma og hversu mikla birtu þau færa í okkar tilveru. Bestu gjafirnar sem við gefum eru ekki veraldlegs eðlis heldur er það kærleikur, væntumþykja og hlýhugur.

Hugsum um kærleikann fyrst og fremst því þegar upp er staðið þá er það kærleikur og hlýja sem gefa okkur möguleika á hamingju. Kærleikur og hlýja í garð okkar sjálfra og náungans.

Njótum lífsins og njótum dagsins, með hvert öðru, fyrir okkur sjálf og fyrir kærleikann.

Örlítil saga til umhugsunar:

Maður nokkur refsaði 3ja ára gamalli dóttur sinni fyrir það að eyða heilli rúllu af gylltum pappír. Ekki var mikið til af peningum og reiddist hann þegar barnið reyndi að skreyta lítið box til að setja undir jólatréð.

Engu að síður færði litla stúlkan föður sínum boxið á jóladagsmorgun og sagði: "Þetta er handa þér pabbi". Við þetta skammaðist faðir stúlkunnar sín fyrir viðbrögð sín daginn áður. En reiði hans gaus upp aftur þegar hann áttaði sig á því að boxið var tómt. Hann kallaði til dóttur sinnnar, "veistu ekki að þegar þú gefur einhverjum gjöf, þá á eitthvað að vera í henni?"

Litla stúlkan leit upp til pabba síns með tárin í augunum og sagði: "Ó pabbi boxið er ekki tómt. Ég blés fullt af kossum í það. Bara fyrir þig pabbi." Faðirinn varð miður sín. Hann tók utan um litlu stúlkuna sína og bað hana að fyrirgefa sér.

Það er sagt að mörgum árum seinna, þegar faðir stúlkunnar lést, þá fór stúlkan gegnum eigur hans og þar fann hún gyllta boxið frá því á jólunum forðum við rúmstokkinn hans. Þar hafði hann haft það alla tíð. Þegar honum leið ekki vel gat hann tekið upp ímyndaðan koss og minnst allrar ástarinnar sem barnið hans hafði gefið honum og sett í boxið.

Í vissum skilningi höfum við allar lifandi mannverur tekið á móti gylltum boxum frá börnunum okkar, fjölskyldum og vinum, fullum af skilyrðislausri ást og kossum. Það getur enginn gefið dýrmætari gjöf. Lærðu að hlusta á það sem heimurinn segir þér. Hlustaðu á orðin, ekki ímynda þér merkinguna. Hlustaðu og trúðu.

Í dag skaltu gefa þér augnablik og njóta stórrar handfylli af minningum og mundu að þær verma hjarta þitt og bráðna þar, en ekki í höndum þínum. Góð minning lifir að eilífu og gefur þér frið í hjarta og sólskin í lífið.

 

Með ást og friði

Berglind


Í dag hef ég gert allt rétt :)

Kæri Drottinn.

Í dag hef ég gert allt rétt. Ég hef ekki slúðrað, ekki orðið reið, ekki verið gráðug, fúl, vond eða sjálfselsk.

Ég hef ekki vælt, kvartað, blótað eða borðað súkkulaði. Og ég hef ekki sett neitt á kreditkortið mitt.

En ég fer á fætur eftir nokkrar mínútur og ég mun þurfa mun meiri hjálp eftir það.

Góði Guð, þú hlýtur að elska kaloríur fyrst þú gerðir svona margar. Eftir því sem ég eldist þeim mun erfiðara er fyrir mig að grennast því líkaminn og fitan eru orðin svo góðir vinir.

Ég er viss um að inni í mér er mjó manneskja sem er að reyna að komast út, en yfirleitt næ ég að róa hana með nokkrum bitum af súkkulaðiköku.

Flestir, eins og til dæmis ég, þyngjast mest á ákveðnum stöðum eins og bakaríum og veitingastöðum.

Ég hef komist að því að þegar ég bæti á mig tveimur kílóum þá er það bjúgur, en þegar ég missi 2 kíló þá er það fita.

Takk fyrir allt.


Amen.


Góð vísa aldrei of oft kveðin :)

Ég ætla að lifa lífinu lifandi

Í dag er nýr dagur í frábæra lífinu mínu

Í dag ætla ég að halda ótrauð áfram í ferðalaginu mínu í átt að breyttri og bættri líðan. Ég ætla að sætta mig við fortíðina og líta á hana sem nauðsynlegan hluta af sjálfri mér og einstaka reynslu sem ég nýti mér framvegis í þeim eina tilgangi að gera mig sterkari

Í dag koma góðir hlutir til mín. Ég ætla að vera hugrökk og láta þessum degi nægja sína þjáningu. Ég ætla að taka einn dag í einu

Í dag er ég  þakklát fyrir að vera á lífi. Lífið mitt er yndislegt ef ég læt ekkert aftra mér frá því að njóta þess

Í dag ætla ég að sjá fegurðina sem í kringum mig er. Ég ætla að líta í kringum mig og sjá fegurð fjalla, trjáa, mína eigin fegurð, fegurð fjölskyldunnar minnar, fegurð lífsins. Lífið er fegurð.

Í dag er ég full af eldmóð og finn tilgang með lífi mínu. Það er ástæða fyrir því að ég fæddist og ég ætla að njóta þess að vera til

Í dag gef ég mér tíma tíma til að hlæja og brosa. En ég ætla líka að muna að það koma dagar þegar allt virðist glatað. Þá ætla ég ekki að refsa mér fyrir að vera niðurdregin. Ég ætla að muna að niðursveiflan þarf ekki að vera löng og ég finn heppilegar leiðir til að stytta hana

Í dag er ég vakandi og ég er lifandi. Ég ætla að gera það sem ég get til að halda því áfram

Í dag einblíni ég á allt það góða í lífinu, umhverfinu og þakka fyrir allt. Þegar ég hugsa um allt sem ég hef í kringum mig og alla möguleikana sem við mér blasa þá verð ég þakklát. Ég ætla líka að muna að vera þakklát fyrir allt sem ég hef fengið að reyna. Reynslan hefur mótað mig og styrkt mig

Í dag ætla ég að hafa frið innra með mér og vera sátt við sjálfa mig og allt í kringum mig

Í dag ætla ég að elska sjálfa mig fyrir að ég er eins og ég er. Ég ætla að njóta þess að vera ég og gera allt það sem ég get fyrir sjálfa mig svo mér líði vel áfram

Í dag er ég frjáls til að vera ég sjálf og ég ætla að muna hve frelsið til að vera ég sjálf er dýrmætt. Í dag er ég innilega þakklát fyrir að vera ég því ég er best eins og ég er

Í dag er ég einstök manneskja. Engin önnur manneskja er eins og ég

Í dag ætla ég að búa mér til raunhæf markmið til að geta gert líf mitt eins og ég vil hafa það

Í dag ætla ég að taka lítil skref í einu og lifa fyrir þennan dag

Í dag ætla ég að muna að deginum í gær get ég ekki breytt, hann er fortíð, hann er búinn og farinn. Ég get lært af honum og tileinkað mér með skynsemi og þakklæti það sem miður fór til að geta gert betur. Á sama hátt get ég litið á allt það góða sem gerðist og nýtt mér það sem lærdóm til að halda áfram að gera vel. Morgundagurinn er framtíð, óráðin gáta sem ég get ekki séð hvernig verður og get því ekki ákveðið hvernig verður

Í dag ætla ég að muna að hvað svo sem gerist þá er dagurinn í dag nútíðin. Ég hef ákveðin völd til að ráða hvað gerist í dag. Ég get haft áhrif á það sem ég geri í dag, það sem ég geri núna. Það ætla ég að gera. Ég lifi fyrir daginn í dag og geri mitt allra besta til að dagurinn í dag verði besti dagurinn minn

Í dag ætla ég að muna að lífið er yndislegt, það er fullt af lausnum sem eru svör við spurningum mínum. Ég ætla að finna þessar lausnir í staðinn fyrir að sitja föst á sama stað


Með tímanum kemstu upp á lag með að njóta

Njóta þess að hreyfa þig og njóta þess að borða. Þú munt læra að setja þér markmið og fara eftir þeim. Það eina sem þú þarft er virkilegur VILJI til að gera það sem þú ætlar þér og þú þarft að TRÚA því að þetta sé hægt.

TRÚ og VILJI eru ákaflega stór orð, en þetta eru ekki bara orð. Þetta eru mikilvæg orð og mikilvægur hluti af því að líða vel í eigin líkama og líða vel sem maður sjálfur. Vera trúr sjálfum sér og vilja vera það sem maður er.

Það gerir þetta enginn fyrir þig. Þetta er þitt verk. Og þú uppskerð ávexti (og örugglega grænmeti líka) :)

Það er mjög gott að miða við eftirfarandi fjögur lykilorð:

Þolinmæði, Jákvæðni, Bros og Meðvitund.

Þolinmæði er grundvöllurinn. Skyndilausnir virka aldrei. Markmiðin sem þú setur þér verða að vera langtímaferli. Það er nýji og breytti lífsstíllinn sem þú ætlar að tileinka þér til frambúðar. Markmiðin eru ekki sex eða níu vikna kúr. Þú vilt varanlegan árangur. Þú þarft líka að muna að konur eru misjafnar eins og þær eru margar og ná misjöfnum árangri á mislöngum eða skömmum tíma. Þú varst lengi að byggja upp þinn fyrr lífsstíl – þú ert því ekki aðeins einn dag að læra að breyta honum til baka. Þú munt eiga einhver skref afturábak, en það er allt í lagi því þú veist að þú getur alltaf staðið upp aftur og haldið áfram.

En mundu að allt sem þú hefur lært – það geturðu aflært. Hafirðu vilja, trú og löngun til, þá geturðu allt.

Jákvæðni er lykillinn. Allt sem þú gerir byggist upp á jákvæðu hugarfari. Trú á þig sjálfa byggist á jákvæðu hugarfari. Það er með hreinum ólíkindum hvað líf okkar getur breyst og einhvernveginn allt orðið auðveldara aðeins við það eitt að snúa neikvæðu hugarfari upp í jákvætt. Það þarf aðeins eina jákvæða hugsun til að hrekja heilan her af neikvæðum hugsunum á braut.

Það reynir oft á andlegu hliðina  þegar við erum að breyta til. Það geta verið ansi róttækar breytingar sem einstaklingur stendur frammi fyrir þegar hann ætlar að breyta um lífsstíl. Þú mátt alls ekki gleyma því að þú munt eiga góða daga og þú munt eiga slæma daga. En hugarfarið ber okkur hálfa leið. Jákvætt hugarfar þarftu að tileinka þér - það reynir einmitt á jákvætt hugarfar þegar við söðlum um og breytum um lífsstíl. Spennandi og krefjandi - en umfram allt gefandi.

Allt sem við gerum krefst þess af okkur að við hugum að okkar eigin hugarfari. Það skiptir engu máli hvað öðrum finnst eða hvernig aðrir eru - það eru okkar eigin viðhorf, hugsanir og tilfinningar sem skipta máli. Við þurfum að reyna að halda sem best í jákvæða hugarfarið okkar.

Bros er smitandi. Brostu og til þín verður brosað á móti. Það er næstum því hægt að ganga út frá því sem vísum hlut. Bros eru smitandi og kosta ekkert. Brostu framan í þína eigin spegilmynd á hverjum morgni. Horfðu á þig í speglinum og brostu. Þú myndir ekki trúa hversu afgerandi góð áhrif það getur haft á daginn þinn.

Meðvitund er mikilvæg. Vertu meðvituð um það sem þú ert að gera og takast á við. Það að hafa hugann við efnið getur skipt sköpum fyrir þann árangur sem þú munt ná. Hafðu hugann við markmiðin þín því það skiptir miklu máli. Vertu með hugann við að borða jafnt og þétt. Vertu með hugann við það sem þú borðar. Vertu með hugann við að hreyfa þig reglulega. Vertu með hugann við að fá næga hvíld, veittu sjálfri þér næga athygli og veittu sjálfri þér nægan kærleika.

Vertu einnig með hugann og meðvitundina á því að það koma uppsveiflur og það koma niðursveiflur. Það er eðlilegt í lífi hverrar manneskju. Það er góð tilfinning að standa upp eftir niðursveiflu og halda áfram. Það gerir okkur sterkari og þannig smám saman fækkar niðursveiflunum.

Vertu meðvituð um að dagurinn í gær er liðinn, það sem gerðist áðan er liðið. Láttu hið liðna bæta þig sem manneskju og lærðu af mistökum. Það er ekkert sem þú getur gert til að taka til baka það sem hefur gerst, en það sem þú getur gert er að horfa fram á veginn, lifa fyrir daginn í dag og gera allt sem þú mögulega getur til að láta þér líða sem allra best.

Þú ert það dýrmætasta sem þú átt.

Við þurfum að muna að það er ekkert til sem heitir vandamál bara lausnir.

Gott ráð er að skrá niður það sem borðað er á daginn. Til að halda meðvitund er gott að skrifa niður allt, alveg sama hversu lítið það er sem neytt er. Með þessu móti verður þú meðvitaðri um hvað þú ert að láta ofan í þig og þú sérð hvenær þú ert að borða og þú sérð magnið. Þú þarft að finna þína leið – kannski hentar það þér ekki að skrá niður – prófaðu og athugaðu.

Breyttan lífsstíl þarf að taka í smáum skrefum og ætla sér ekki um of. Ekki einblína á vigt og málband og það að telja hitaeiningar. Breyttan lífsstíl þarf að skoða með því hugarfari að mæta í ræktina reglulega, borða reglulega - jafnt og þétt yfir daginn, snúa neikvæðum hugsunum yfir í jákvæðar og bæta sjálfsmyndina með því móti. Með því að horfa í spegilinn og brosa.

Reyndu að borða sem flestan mat. Hafa ber í huga að allur matur inniheldur orku. Það er alveg  sama hvaða matur það er. Við þurfum orku til að lifa. Líttu á þetta þannig að bíll þarf orku til að geta keyrt - líkaminn okkar þarf orku til að geta lifað og starfað eðlilega. Við þurfum orku til að geta sinnt okkar daglegu störfum. Öll umframorka sem innbyrt er breytist í það sem er í daglegu tali kölluð líkamsfita. Með öðrum orðum, það sem gerist er að þessi umframorka sest utan á líkama okkar og veldur okkur vanlíðan og getur á vissum tímapunkti orðið lífshættulegt.

Þú þarft að vera meðvituð um það hvað þú ert að borða og hversu mikið þú ert að borða. Skammtastærðirnar skipta öllu máli. Gullna reglan er: 4-5 litlar máltíðir á dag, fá þér einu sinni á diskinn og skipuleggja daginn. Gott að borða 3 aðalmáltíðir og 1 – 2 aukabita. Með tímanum, litlum skrefum - einu í einu - þá mun þetta allt saman ganga upp. Vittu til!

Hreyfing er einnig gríðarlega mikilvægur þáttur í þessu ferli öllu. Mataræði og hreyfing eru samtvinnaðir þættir og ef þú hugar að því hvorutveggja þá uppskerð þú bætta og betri líðan.

En ÞÚ verður að vilja það - það ert ÞÚ sem sáir og ÞÚ sem uppskerð

Réttu úr hryggnum og brostu. Líkamsburður er mikilvægur og það sama á við um hvernig þú hreyfir þig. Ef þú venur þig á að brosa þá geislar þú af velgengni og gleði. Ef þú sýnir að þú sért stolt og ánægð, sýnir að þú tekur afstöðu til manna og málefna mun það færa þig í réttan farveg í lífinu. Ef þú brosir til annarra muntu fá bros til baka frá þeim. Við það eitt að brosa breiðist gleði út yfir andlit þitt og þú munt óumdeilanlega geisla af gleði og fegurð. Gleymdu því aldrei!


Hamingjan er fólgin í því einfalda og fábreytta.

 

Hamingjan er fólgin í því einfalda og fábreytta.

Hamingjan fæst hvorki keypt né seld.

Hamingjan er hér og nú. Bústaðurinn sem hún kýs sér

er einfalt og fábreytt hjartalag ♥

Njótið lífsins hvar sem þið eruð,

njótið þess að vera þið sjálf -

eins og þið eruð ♥


Haust 2011, Rósir og Fit-pilates

Mecca Spa er frábær líkamsræktarstöð á besta stað í Kópavogi – Nýbýlavegi.  Þetta er lítil og heimilisleg heilsurækt þar sem yndislegur andi svífur yfir öllu. 

Í vetur mun BBL heilsurækt bjóða upp á tvö fit-pilates námskeið auk Rósanna.

 

Fit-pilates:

Boðið verður upp á byrjendanámskeið í fit-pilates. Þau námskeið standa í 4 vikur og eru ætluð þeim sem ekki hafa verið áður í fit-pilates eða hafa ekki verið lengi í þjálfun eða eru eitthvað tæpir í líkamanum. Þessir tímar munu að sjálfsögðu taka vel á líka en ég mun þó setja upp meiri teygjur og jafnvægisæfingar en í hinu námskeiðinu.

Á námskeiðið fyrir þá sem eru lengra komnir geta þeir komið sem hafa verið í fit-pilates áður, t.d. þeir sem voru sl. vetur. Þetta verða fjölbreyttir pilates tímar sem taka vel á. Einn tími í viku verður púl og power þar sem við munum taka verulega vel á því, brenna vel og svitna.

Einungis 15 komast að á hvort námskeið.

 

Breytt og bætt líðan - Rósirnar:

Rósirnar verða með hefðbundnu sniði í vetur. Ég ætla þó að setja stöðvaþjálfun inn núna einu sinni í viku þar sem ég tel það þjálfunarform einstaklega gott og árangursríkt. Einn dagur í viku verður góð brennsla, dans eða leikir eða hvað sem okkur dettur í hug að gera og sundið verður svo áfram á mánudögum. Miðvikudagstímarnir, kósýtíminn, verður uppbyggður þannig að við tökum pilatesæfingar í upphafi tímans, förum svo í slökun og endum á góðum teygjum.

Matarklúbburinn verður á sínum stað og þemu. Ég er að hugsa um að það gæti kannski verið pínu sniðugt að hafa fræðslu og svoleiðis á matarklúbbskvöldunum. Þá myndu koma næringarþerapisti, grasalæknir, hómópati, matreiðslumaður, förðunarfræðingur – eða eitthvað í þessum dúr, til að fræða okkur og hvetja áfram.

Knús á ykkur og ég hlakka til að sjá ykkur sem flestar!

Allar nánari upplýsingar og skráning:

e.berglind@simnet.is

Sími 891-6901

Kærleikskveðja

Berglind

 

 

Ef þú vilt að draumar þínir rætist þá þarftu að vakna.

Dagurinn í dag er einstakur dagur því hann kemur

aldrei aftur. Njóttu þess að vera til í dag, opnaðu

hugann og hugsaðu jákvætt. Ekki líta til baka með

eftirsjá og vanlíðan. Horfðu heldur fram á við,

brostu á móti sólinni og lífinu og nýttu fortíðina

til að byggja þig upp. Þú getur verið jafn

hamingjusöm og þú ákveður að vera.

 

 

Mánudagur

Þriðjudagur

Miðvikudagur

Fimmtudagur

Sundlaug - Rósir BBL
17:05 - 18:00
Sundleikfimi

Stóri salur - Rósir BBL Berglind
17:00 - 18:00
Brennsla og gleði

Litli salur - Rósirnar Berglind
17:00 - 18:00
Pilates, teygjur, slökun

Stóri salur - Rósir BBL Berglind
17:00 - 18:00
Hringþjálfun og stöðvar

Stóri salur - BBL Berglind
18:15 - 19:05
Fit-pilates byrjendur/rólegt

 

Stóri salur - BBL Berglind
18:15 - 19:05
Fit-pilates byrjendur/rólegt

 

Stóri Salur - BBL Berglind
19:15 - 20:15
Fit-pilates fjölbreytni

 

Stóri Salur - BBL Berglind
19:15 - 20:15
Fit-pilates fjölbreytni

Stóri salur - BBL Berglind
19:15 - 20:15
Fit-pilates púl og power


 

 

 

 

 

 

 

 

 


Næsta síða »

Um bloggið

Elísa Berglind Sigurjónsdóttir

Höfundur

Rósirnar heilsurækt, breytt og betri líðan
Rósirnar heilsurækt, breytt og betri líðan
Berglind er leiðbeinandi hjá Rósunum heilsurækt, Hátúni 12, Reykjavík. Hægt er að koma á tvö námskeið hjá Rósirnar heilsurækt: Breytt og betri líðan (BBL)og Zumba/lates. BBL er lokað námskeið. Þetta er hópur kvenna sem vill breyta og bæta sína líðan og setja sig sjálfar í fyrsta sæti. Zumba/lates er byggt upp þannig að fyrstu 30-35 mínúturnar er Zumba og styrktaræfingar úr fit-pilates prógramminu teknar í restina. Frábær námskeið! Leitaðu upplýsinga! e.berglind@simnet.is
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Spurt er

Hefur þú prófað fit pilates?

Nýjustu myndir

  • auglýsing 10092011
  • konulíkami IIII
  • konulíkami III
  •  MG 4782(20x25)
  • MECCA II

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband